Jámm leikur getur hjálpað til og hvað er betra en snjór og flottur bíll:
þriðjudagur, mars 03, 2009
Boðskort í fermingu..
Hann sonur minn fær boðskort í fermingu bróður hans. Mér finnst þetta bara gaman! Veit að pabbi hans fer og vonandi verða aðstæður þannig að hann geti nú farið með honum og hitt Atla stórabróður eins og hann kallar hann :o)
Snyrtipinninn
Á sunnudag kom ég við í opnunarteiti Snyrtipinnans! það er bara frábært að sjá vinkonu sína opna stofu og þetta er svo flott hjá henni!!
Til hamingju með þetta elsku vinkona!!
Ein í koti.
Við áttum snilldar helgi í sveitinni. Fórum á vatnið, ísilagt og á kafi í snjó. Veiddum silunga í gegnum vök, lékum okkur á sleða, og það var rosalega gaman.
Hann er enn fótbrotinn þessi elska. Ég kom ein heim á sunnudeginum. Mikið var tómlegt heima. Vantar litla kút til að dralsa allt út og kalla mamma mamma. Sæki hann sennilegast á morgun. Hann er farinn að langa svo heim að hann reynir að stíga í fótinn. Og er farinn að geta tillt í tána svo þetta er allt að koma.
Það er bara allt við það sama hjá mér. Alltaf gaman í vinnunni. Súbbinn farinn að hegða sér aftur. Laus við alla karlmenn. Fann um daginn að ég var að leyfa neyslu fyrrverandi að hafa áhrif á mig. En ég hristi það af mér. Mér fannst leiðinlegt að heyra ekkert frá honum út af síðustu pabbahelgi. Og finnst vont að neyslan skuli enn hafa áhrif á mitt líf og núna Gabríels líf. Sýnir bara hvað þetta smitar út frá sér, og hefur áhrif á miklu fleiri en bara þann sem er í neyslunni. Vildi bara að ég gæti losnað undan þessu. Ekki þurft að alltaf hugsa "skildi hann eða ekki... " Það er svo sárt vegna Gabríels. Og aftur finn ég fyrir því að ég er hreinlega ekki tilbúin til að taka áhættu á að hleypa öðrum inn. Treysti bara ekki. Held oft að ég sé nú komin á þann stað að það væri nú fínt að fara að huga að þessum málum. En svo einmitt gerist eitthvað og ég fæ bakslag og bakka aftur inn í öryggið mitt.
Þannig í dag nýt ég þess að vera bara ég og hlakka til að fá soninn minn heim. Tek hverjum degi eins og hann er og tekst á við hann með jákvæðni og æðruleysi.
föstudagur, febrúar 27, 2009
Skemmtilegt sms
hæ ég fékk þessa mynd í smsi í morgun, og bara varð að deila henni með ykkur:
"Góðan dag elsku mamma, góður morgunmatur hjá ömmu.
Cerios rúsur,epli, skrúfur og ís.."
miðvikudagur, febrúar 25, 2009
Öskudagur
ég er stolt mamma Spidermans í dag :) Hann var ekkert smá kátur að fá að fara í spiderman búningnum í skólann. Þegar við komum þangað þá tóku annar spiderman og batman á móti okkur.
Bíllinn minn fór í gang. Fór og sótti nýjan rafgeymi í hann og þeir voru svo indælir á Olís stöðinni við Tryggvabraut að smella honum í fyrir mig líka :) á meðan sofnaði fótbrotna barnið mitt værum síðdegisblundi í bílnum. Fannst þetta greinilega virkilega notalegt.
Ég sótti hann þrjú. Dagarnir eru allt of langir fyrir hann svona, á meðan hann er brotinn. Núna krosslegg ég putta um að þeir nái að halda Víkurskarðinu opnu í dag. Sæki hann í hádeginu og fer með hann uppeftir. Planið er að slá kött úr tunnu þar. Og svo ætlar hann að verða eftir hjá afa sínum og ömmu. Það er skítaveður úti.
Er að hlusta á börnin syngja niðri. Núna er ég ekki í miðri eldlínunni við nammiafhendingu. Þetta er ágætt. Gaman að heyra mismunandi lög, en alltaf eru Bjarnastaðabeljurnar vinsælar. Best þó enn sem komið er að heyra lagið Sonur Hafsins með Ljótu Hálfvitunum. Og krakkarnir tóku það býsna vel, allavega gat ég sötrað kaffið mitt við skemmtilegt lag.
Eigið góðan dag í dag vinir og fjölskylda nær og fjær!
Gabríel við rafgeymaskiptin.
mánudagur, febrúar 23, 2009
Er mánudagur...?
barnið fótbrotið og bíllinn straumlaus....
En allt fer vel. Góður nágranni á hrikalega flottum Jeep, breyttum, gaf súbba straum í morgun. Og Gabríel fór í skólann. Ég vona að hann geti skemmt sér þar í dag.
En helgin var þannig að á föstudag þá var meiriháttar skemmtilegt barnaafmæli hjá Jóhannesi vini Gabríels. Mömmur velkomnar líka og sátum við og spjölluðum á meðan drengir okkar og 2 stúlkur sem fengu að vera með líka, dunduðu sér við að rústa heimilinu. Og þó minn maður væri skríðandi um allt þá var hann ekkert að láta það hefta sig í neinu. Vinir hans eru svo góðir og hjálpsamir, jafnvel Jóhannes fær samúðuarverki og haltrar með Gabríel, hrikalega sætt. Og Gabríel skemmti sér vel.
Á laugardag þá vildi hann ekki enn stíga í fótinn og við förum uppá slysó kl 9. Þar er hann skoðaður miklu betur, þar sem hann vill ekki stíga í fótinn svona löngu eftir "snúning" á ökklanum hringdi viðvörunarbjöllum hjá læknunum. Hann var skoðaður alveg frá mjöðmum niður í tær, ekki sentímetri sem slapp undan skoðun. Og þá fannst svona þumlungi fyrir ofan ökkla, smá bólga og mjög viðkvæmur staður á fætinum. Bæklunarlæknir kallaður til og hann fer aftur yfir myndir og skoðar það sem hinn læknirinn fann og úrskurðar hann brotinn. Hann hafi séð þetta áður, reynslan segir honum að lítil brot geta leynst í vaxtalínum beina barna og erfitt eða ógerlegt sé að sjá það á myndum. Hann vildi ekki setja hann í gifs, taldi það óþarfi þar sem hann er að ná að sofa, leika sér, bera sig um og hlýfir fætinum alveg sjálfur. Það myndi bara hefta hann við að setja í gifs.
Svo við áttum bara rólega og notalega helgi eftir það. Hann fékk verðlaun fyrir að vera svo duglegur hjá lækninum. Leiftur bíl með pitstoppi - svaka flott dæmi. Hann er búinn að langa í það lengi lengi lengi. Alltaf vildi hann fara í búðina og skoða. Svo þar sem hann var svo duglegur þá auðvitað átti hann svo fyllilega skilið að fá eitthvað til að gleðja.
Ég slappaði vel af þessa helgi. Horfði á Despó í bólinu til hádegis í gær. Komin á þátt 15 - hrikalega spennó ! Og sonur hamingjusamur með dótið sitt og Bolt. (myndin Bolt) Ég náði mér í Pirates of the Caribbean safnið á föstudaginn og naut þess að horfa á þær. - Inneignir síðan um jól!! Fengum okkur bollur í gær. Reyndar voru krakkabollurnar kleinuhringir með nammi ofaná. Hann var ekkert mikið hrifinn. Ég hinsvegar fékk mér svo rauðvín og smá súkkulaði í tilefni konudagsins í gærkveldi eftir að sonur var sofnaður. Maður er kannski single en má samt ekki gleyma að dekra við sjálfa sig. Ef enginn annar er til að gefa manni blóm þá á maður að kaupa þau sjálfur. Aðeins að gleðja sálartetrið !
fimmtudagur, febrúar 19, 2009
Öklasnúningur
Á mánudag hringdu þær í mig á Flúðum; sonur minn slasaður.. Ok - allar hugsanirnar sem flæddu um hugann úffff..
Ég sæki hann um tvö. Við uppá slysó. Þar tekur við um 2 tíma ferli á skoðun og myndatöku. Og sem betur fer þá er molinn minn ekki brotinn! ég var farin að sjá hann fyrir mér í gifsi uppá hné.
Ég var farin að sjá þúsundkallana fljúga í burtu á FSA með allar þessar myndir og allt fólkið sem við urðum að tala við. En við fengum góða þjónustu og gott fólk greinilega að vinna þarna á FSA. Og þar sem kiðlingurinn minn er bara 4 ára og þetta var leikskólaslys þá borga ég bara um þúsund krónur í "umsýslugjald"
Ég var mikið hamingjusöm með þetta.
Nú við sonur erum heima næstu 2 daga. í gær þá var hann farinn að skríða um íbúðina og verða nokkuð sjálfbjarga, svo ég ákvað að hann gæti farið í leikskólann í dag - með samþykki kennaranna hans auðvitað :) Þakka bara fyrir hans góða jafnaðargeð. Hann er vanur því að geta verið um allt, gert allt, ekki hans stíll að sitja bara kjurr og geta ekki gert það sem honum sýnist. En hann tók þessu vel, var ofboðslega duglegur. hann var orðinn soldið leiður á inniverunni í gær hinsvegar svo við fórum á rúntinn.
Fórum á Glerártorg. Setti kútinn bara í innkaupakörfu og trillaði honum um í henni :) hann fékk ís og dekur auðvitað! ég fékk lánssíma hjá Vodafone - já minn er farinn aftur í viðgerð. Ég var ekki kát.
Annars kom Sylvía Ósk við á mánudag og færði honum nammi - skoraði mörg stig fyrir það hjá mínum manni ! - hann varð ekkert smá góður með sig. Þriðjudag fengum við Önnu úr Fellshlíð í heimsókn, alveg frábært að fá smá Önnuknús í miðri viku :)
Setti súbbann í skoðun! og hann fékk skoðun - án athugasemda! ég ekkert smá montin!!!
Núna er helgin framundan. Hlakka bara til hennar :)
mánudagur, febrúar 16, 2009
Vélsleðar og mótorhjól
Alveg hreint dásamleg helgi að baki. Þegar ég sótti soninn á föstudag í skólann, ljómaði hann. Afi hans og amma voru í kaffi, var það sem komst að hjá honum. Hann var svo hrifinn af að hafa fengið þau í heimsókn að lítið annað komst að.
Við fórum upp í sveit. Alveg hreint snilld að vera komin uppeftir í björtu. Samanspil af lengri dagsbirtu og styttri vinnudegi. Kannski ekki styttri vinnudegi, hann færðist klukkutíma áfram. Byrja átta og hætti fjögur. Alveg snilld fyrir mig :)
jamm það var að vanda gott að komast í sveitina. Pabbi var búinn að græja sleðann sem er til í Belg. Hann hafði ekki verið hreyfður í langan tíma, var td ekkert ræstur í fyrra. Yamaha venture, 2001 módel, keyrður 120km... kannski eitthvað smá meira núna þar sem hann var vel notaður um helgina. Sonur minn alveg sjúkur núna. Hann fór fyrst með mér eina ferð uppá horn (á gangbrautinni) og aftur til baka. vildi þá hætta. Nema hann vildi fara uppí fjall, og afi hans sem greip í sleðann á eftir mér, fékk hann með sér, og Gabríel fór upp í fjall með afa sínum, og þá var vélsleðavírusinn kominn. Ég td fór á rúntinn aftur eftir hádegi, og þá vildi hann sko fara á rúntinn líka. Þetta er bara gaman!!
Horfðum á mótorhjólakeppnina á Mývatni. Var hrikalega gaman. Sylvía var reyndar ekki að keppa, en það var samt gaman að horfa á.
Við mamma fórum í lónið. Mikið afskaplega afslappandi er þetta. Notalegt, hlýtt og kósí. Mig jafnvel langaði í bjór, en nenni hreinlega ekki uppúr til að sækja hann. Fékk mér einn á meðan ég beið eftri mömmu. Svo gott veður, stillt og notalegt.
Ég finn hvað mér líður alltaf betur og betur þessa dagana. Ég finn að dagurinn er að lengjast. Ég höndla mjög illa allt þetta myrkur. Kuldann þoli ég bara hreinlega alls ekki. Sem betur fer kom þetta kuldakast núna en ekki október. Veit ekki hvernig ég hefði tæklað uppsögn, minni dagsbirtu og kulda allt í einu.. en hefði örugglega fundið einhvern ljósan punkt eins og ég er vön.
ANNA GEIRLAUG EKKI LESA NÆSTU SETNINGU - ég ætla að splæsa á mig ljósakorti. hlakka svo til að fá yl og ljós. Auk þess að þegar hættir að vera svona hrikalega kalt þá fer ég að synda aftur. hreinlega fæ mig ekki ofaní í 15 gráðu frosti...
í dag er heitt, svell úti, rigning (hreini bíllinn minn orðinn skítugur aftur) og sonur minn kemur heim í dag, alsæll og örugglega grútskítugur eftir útiveru.
Vona bara að snjórinn komi ekki aftur. Samt erfitt að vona það þar sem þá er ekki hægt að fara á sleða....
föstudagur, febrúar 13, 2009
hamingjusamasti drengur í heimi
já ég held það bara.. hann ljómaði í morgun þegar afi hans hringdi og sagði að þau kæmust í afa og ömmu kaffi sem er á Flúðum í dag. Ég vissi ekki hvert hann ætlaði- þyrlaðist um og flaug í fötin. Pabbi tók daginn í fyrrafallli til að geta komist og ég mér finnst það svo frábært. Þetta skiptir Gabríel svo miklu máli. Mér hefur alltaf þótt það leiðnlegt hvað hin amman og stjúpafinn láta hann afskiptalausan. Og oft velt því fyrir mér hvað ég á að segja við Gabríel þegar hann fattar það að hann td fær aldrei afmælis eða jólapakka frá þeim... Kannski verður hann bara orðinn svo vanur því. Ég var vön að leyfa þessu að fara í pirrurnar á mér, fannst þetta svo leiðinlegt Gabríels vegna,. En ég hætti því. Svona er þetta bara. Enda þakka ég fyrir hvað foreldrar mínir eru yndislegir.
Nú er helgin framundan. Vilð sonur ætlum í sveitina í dag. Að skoða sleða, horfa á mótorhjól úti á vatni á morgun og slappa af. Njóta þess að vera í helgarfríi saman hjá mömmu og pabba :o)
fimmtudagur, febrúar 12, 2009
Fimmtudagur..
Og helgin nálgast, hrikalega hlakka ég til hennar. Pabbi er búinn að taka út vélsleðann í Belg. Setja á hann olíu og bensín, og hann er klár uppi í Grænum lausnum.. Ætlum að gera tilraun aftur með soninn, hvort hann fáist nú ekki á sleða með afa sínum eða jafnvel Lárusi. Hann er búinn að skoða þennann sleða oft, fá að kíkja undir seglið sem hann var geymdur undir, setjast á hann og horfir allaf á hann með stjörnur. Svo er bara spurning hvort stjörnurnar hverfi þegar sleðinn er settur í gang!
- og já Anna þetta er Yamaha sleði :o)
þriðjudagur, febrúar 10, 2009
Tíminn flýgur!
Mér finnst alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða! Vikurnar fljúga áfram. Það er líka gaman að vera til. Okkur líður vel.
Kíktum í Fellshlíð um helgina. Og eins og alltaf er yndislegt að koma þangað. Rólegt, hlýlegt, afslappandi andrúmsloft, notalegheitin. Anna mín var lasin greyið. Vona að hún nái að hrista þetta af sér.
Hvolparnir eru bara yndislegir. Gabríel var hálf smeykur við þá. Td vildi hann ekki klappa þeim. Hann vildi frekar tala við Blíðu. Eins og hann væri feiminn við hvolpana; Frigg og Freyju. Hann beið eftri Hermanni. Hann dýrkar Hermann. Hermann náttla náði honum alveg þegar hann gaf honum stóra slummu af sultu á kjöt eitt skiptið sem við vorum þarna. Eftir það þá var Hermann í goða tölu hjá honum. Heyrist reglulega í honum "þegar ég verð stór eins og Hermann... " - já hann Lárus má passa sig he he he En það kom mér á óvart að hann vildi ekki fara á sleða. Hann þverneitaði þegar sleðinn var kominn í gang. Jafnvel ekki með mér heldur. Mér dettur í hug að plata pabba og Lárus næstu helgi til að plata hann á sleðann í Belg. Hann talar um sleðann, með svo mikilli hrifningu, og hann var svo ákveðinn í að fara á sleða, en hávaðinn verður hjartanu sterkari og hann bakkar.
Ég er náttla ógó montin mamma. Hann fékk svo góða dóma í foreldraviðtalinu á föstudaginn. Allt jákvætt, duglegur að gera allt, góður og blíður, stríðir ekki, er ekki strítt, duglegur að tileinka sér nýja hluti, að læra, jákvæður í leik, og jákvæður á nýja hluti.
Ég var svo ein heima á laugardagskvöldið. Hann kíkti til pabba síns og gisti eina nótt í Grænugötu. Kom svo hress heim daginn eftir.
Mývatn í vetrarskrúða
miðvikudagur, febrúar 04, 2009
Allt í góðu :o)
já það er sko allt í góðu hjá okkur Gabríel. Dagarnir hafa verið skemmtilegir, nóg að gera.
Jámm búin að fara á tvö þorrablót, eitt í Skjólbrekku minni sveit, og eitt í Reykjadal með henni Önnu minni og fríðu föruneyti! Bæði þessi blót voru vel heppnuð og mikið gaman!!! Mikið dansað, sungið og etið. Þorra blótað eftir bestu getu, með mikilli ákefð og hákarlsáti!! Reyndar lét ég annað fólk um að drekka almennilega. Var reyndar heldur rykug eftir mývó blótið, en tók bara hálfan skammt af því búsi með á Reykjadalsblótið. Enda var skráð barnaafmæli hjá mér daginn eftir. En vá hvað það var gaman að fara og sleppa aðeins af sér beislinu. Mér finnst svo langt eitthvað síðan ég hafði farið almennilega á djammið með músinni minni, og það var sko bætt upp með tveimur helgum í röð!
Gabríel er alltaf samur við sig. Kátur og hress. Ég er búin að redda honum öskudagsbúning; Spiderman auðvitað! og hann er búinn að vera í honum nánast síðan. Fæ hann reyndar úr gallanum á kvöldin - núna..
miðvikudagur, janúar 28, 2009
síminn minn kominn í viðgerð...
borgaði kr 1.990.- fyrir forgang... ég meika ekki að bíða í 4 vikur efrtir honum aftur. Fæ hann til baka í næstu viku.
Janúar - 31 dagur.. mannréttindabrot??
já samkvæmt vinkonu minni þá er að eiginlega hálfgert mannréttindabrot að Janúar skuli vera með lengstu mánuðum ársins.
Ég var að glugga í gömul blogg hjá mér því mér finnst gaman að sjá hve langt ég er komin.. Hve niðurbrotin ég var fyrir um 2 árum, en hve sterk ég er í dag og hve yndislegt líf mitt er í dag!
Og þar er "miðvikudagur, janúar 31, 2007" :
So true
"Af hverju er þessi mánuður búinn að vera grunsamlega lengi að líða, en samt fljótur.. það er kominn 3o jan, en samt einn dagur í útborgun enn!!!"
þessa klausu fann ég á bloggi systur vinkonu minnar. þegar vinkonur blogga lítið fer maður að glugga í blogg þeirra nærstöddu til að ath hvort eitthvað sé að gerast. En þetta var akkúrat það sem ég hugsaði í gær. "vá hvað þessi mánuður er búinn að vera lengi að líða - samt búinn að vera á milljón allann mánuðinn. Svo mikið búið að gerast og miðað við það allt ætti að vera kominn Mars!! þetta er ekki venjulega svona og ég er alls ekki vön þessu áreiti og þessu stressi sem fylgir svona miklum breytingum. 2007 byrjar með bombu hjá mér - það er satt. Og það er enn ekki útborgað fyrr en á morgun.
- og vinkona mín kommentar (btw þessi sem bloggar sjaldan):
"Eiginlega er það hálfgert mannréttindabrot að janúar skuli vera með lengstu mánuðum ársins.
Hann ætti bara að vera svona... jah í mesta lagi 16 dagar!"
bleehhhh....
Einn af þessum dögum.. ég er með hor og hósta og hnerra... vaknaði reyndar með hálsbólgu á laugardaginn en hélt að það væri vegna óhóflegs söngs kvöldið áður.. en kvikindið er ekki farið enn. Og hefur boðið hr. hori og hr. hósta í partí með sér, bölvaðir. En maður myndi að sjálfsögðu fyrr drepast en að hringja sig inn veikan þar sem ég get haldið haus og ekkert sem ibúfen (my best buddy), nefúðinn minn og blár mentol Hals molarnir mínir ráða ekki við.
Sakna Gabríels. Það er tómlegt hjá mér. Vantar mömmuknúsið mitt sem gefur lífinu gildi. Næ í hann í dag. Talaði heillengi við hann í símann í gær, hann sagði að hann vildi vera hjá mér, saknaði mín og elskaði mig. Litla mömmuhjartað mitt alveg fór í keng. Hann er svo góður og yndislegur þessi drengur sem ég á.
Og svo ákvað síminn minn að hætta að taka myndir. Hann tekur vídeó en ekki myndir.. ??
þriðjudagur, janúar 27, 2009
Hlaupabóla og Þorrablót
Sonur fékk hlaupabólu í síðustu viku. Þær hringdu á miðvikudag í mig frá Flúðum og sögðu mér að hann og fleiri guttar væru komnir með bólur. Ég sótti hann kl 4 og hann var hann voða mikil knúsimús en hress. Hann var með bólur þá á bakinu og á mallanum. Ég var heima hjá honum á fimmtudag og pabbi minn elskulegur átti erindi á Akureyri og greip hann með sér uppeftir. Ég fór svo uppeftir á föstudag eftir vinnu, með bílinn dekkhlaðinn af dóti og nauðsynjavörum fyrir þorrablótið sem var um kvöldið!.
Það blót var hrein snilld. Voru svo margir sem maður sér ekki oft, heldur allt of sjaldan. Maturinn góður og hljómsveitin góð! Við Anna dönsuðum undir morgun vel hressar og kátar og var oft skálað fyrir sveinsprófi og fleiru! Manni var heldur íllt í táberginu og tánum daginn eftir. Þórhalla systir var einmitt sammála mér í því :o) En eitthvað gerðist með myndavélina mína - ég tók nokkrar myndir fyrst um kvöldið - síðan var henni bara hent oní tösku og ekki söguna meir ... ég soldið skúffuð yfir að taka ekki fleiri myndir af öllu þessu skemmtilega fólki... !!!
Sonur minn var kátur um helgina. Hann er í raun bara með bólur, sleppur við hita, en bólurnar eru margar. Hann er afskaplega hress og lífgar vel uppá heimilið í sveitinni :o)
Hlakka til að fá hann heim aftur þar sem það er heldur tómlegt hjá mér !
Núna er maður bara að undirbúa sig andlega fyrir næsta þorrablót sem verður í Reykjadal hjá henni Önnu minni og það verður veit ég hrikalega gaman líka! ég mæti með hákarlinn he he he
Eigið góðar stundir elskurnar mínar!