þriðjudagur, janúar 27, 2009

Hlaupabóla og Þorrablót

Sonur fékk hlaupabólu í síðustu viku.  Þær hringdu á miðvikudag í mig frá Flúðum og sögðu mér að hann og fleiri guttar væru komnir með bólur.  Ég sótti hann kl 4 og hann var hann voða mikil knúsimús en hress.  Hann var með bólur þá á bakinu og á mallanum.  Ég var heima hjá honum á fimmtudag og pabbi minn elskulegur átti erindi á Akureyri og greip hann með sér uppeftir. Ég fór svo uppeftir á föstudag eftir vinnu, með bílinn dekkhlaðinn af dóti og nauðsynjavörum fyrir þorrablótið sem var um kvöldið!.

Það blót var hrein snilld.  Voru svo margir sem maður sér ekki oft, heldur allt of sjaldan.  Maturinn góður og hljómsveitin góð! Við Anna dönsuðum undir morgun vel hressar og kátar og var oft skálað fyrir sveinsprófi og fleiru! Manni var heldur íllt í táberginu og tánum daginn eftir.  Þórhalla systir var einmitt sammála mér í því :o) En eitthvað gerðist með myndavélina mína - ég tók nokkrar myndir fyrst um kvöldið - síðan var henni bara hent oní tösku og ekki söguna meir ... ég soldið skúffuð yfir að taka ekki fleiri myndir af öllu þessu skemmtilega fólki... !!!

Sonur minn var kátur um helgina.  Hann er í raun bara með bólur, sleppur við hita, en bólurnar eru margar. Hann er afskaplega hress og lífgar vel uppá heimilið í sveitinni :o)

Hlakka til að fá hann heim aftur þar sem það er heldur tómlegt hjá mér !

Núna er maður bara að undirbúa sig andlega fyrir næsta þorrablót sem verður í Reykjadal hjá henni Önnu minni og það verður veit ég hrikalega gaman líka! ég mæti með hákarlinn he he he

Eigið góðar stundir elskurnar mínar!

Engin ummæli: