fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Fimmtudagur og helgin nálgast :)

já ykkar yndislegust ætlar sko að fara á tjúttið á morgun!! Mikið agalega hlakka ég til! Við Íris ætlum að gera okkur sætari en vanalega (við erum náttla ógó sætar alltaf) og ætlum að fá okkur aðeins í eina tánna. Fara út og dansa, drekka og hlæja !!!
Ég náttla skulda henni bjór og drykki þar sem ég féll á þessu karlabindindi mínu -sem ég náði að halda út í nærri mánuð!! Bara nokkuð gott held ég... :o) gaman að þessu.. sem betur fer er ég með góðan díl hjá Vodafone og EJS hvað varðar símanotkun :o)
Gullið mitt verður hjá afa sínum og ömmu í góðu yfirlæti blessaður. Hann er farinn að tala um að fara til afa og ömmu, honum finnst orðið heldur langt síðan hann sá þau síðast.
Ég er alveg að fíla hvað dagurinn lengist! Það er bjart þegar ég er búin að vinna, þetta er svo mikill munur.
Þar til næst - verið góð hvert við annað :)

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Afmælisbarn dagsins!!

Elsku Dóa mín á afmæli í dag !!!!
Til hamingju knúsa mín og eigðu góðan dag í Amsterdam í dag !!!!

þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Ekki minn dagur í dag...

sumir dagar eru bara þannig að maður á að vera undir sæng... Og þessi er þannig - af hverju júníversið kemur með "mánudag" á þriðjudegi - I'll never know.
Ef ég ýti á enter á lyklaborðinu þá poppar upp Word skjal... Ef ég þarf að pissa þá hringir síminn.. Ef ég moka af bílnum mínum þá hrynur af þakinu ofan á rúðuna þegar ég er lögð af stað.. Ef ég skipti um sokka því ég steig í bleytu á leiðinni inní mat (heima í stigagangi) þá pottþétt steig ég aftur í bleytuna á leiðinni út...
þið skiljið hvað ég á við... og klukkan er bara tvö - og þetta er aðeins toppurinn af ískjakanum... við skulum ekki fara út í nánari óheppnir..

mánudagur, febrúar 25, 2008

Ný vinnuvika

Góðan daginn og gleðilegan mánudag. Ég sit hérna heima með fyrsta kaffibollann minn, browsa blogg og mbl.is.
Helgin var fín, róleg, en fín. Sonur fór til pabba síns á laugardag á meðan ég var að vinna. Hann skemmtir sér vel þar, enda sé ég á bloggi sambýliskonu Hjörleifs að Gabríel er velkominn þar, sé hlakkað til að hann komi og hann sé dekraður á alla vegu hjá þeim. Mér finnst auðvitað frábært að sjá það. Hann er náttla litla barnið mitt og litla mömmu hjartað mitt þarf að vera viss um að hann sé í góðum höndum.
Við áttum svo yndislegan dag í gær. Hann reyndar svaf mest af honum, tók heila 4 tíma eftir hádegi í gær sá stutti. Hann hefur ekki tíma til að sofa hjá pabba sínum, svo hann var búinn á því blessaður. Við lékum okkur, horfðum á bíla og mótorhjól, kubbuðum, dönsuðum. Og deginum lauk með að horfa á Top Gear, Audi bíla, kappakstursbíla. Hann notar litla bílinn sinn (fótstiginn) sem hann fékk í jólagjöf 2005 frá afa sínum og ömmu til að keyra um alla íbúðina í þykjustuleik að vera á kappasktursbíl.
Hann er farinn að sofa í sínu rúmi allar nætur núna. Það er alveg snilld, ég sef miklu betur og er að vakna miklu hressari núna. Og hann líka.
Eníveis - dagurinn er að byrja - kaffibollinn búinn, hlakka til að takast á við nýja viku :)
Eigið góðan dag elskurnar mínar !

föstudagur, febrúar 22, 2008

smá í huganum..

jámm í dag var gaman að vera til eins og undanfarna daga :o) veit ekki hvað það er en eitthvað (einhver öllu heldur) heldur drifkraftinum alveg á fullu og einbeitningin er úti í fjúki og hinum megin við hæðar og hóla.. hrædd um að samstafsfélagar mínir séu orðnir heldur undrandi á þessu hjá mér.. Íris tjáði mér um daginn að hún hefði nú barasta áhyggjur af mér - en það er algjör óþarfi ! ég spjara mig.
Nú ef þetta er bara bóla þá er ég búin að komast að því að ég á þessar tilfinningar ennþá til staðar - tók bara smá tíma að finna þær og rétta manninn til að bera þær upp á yfirborðið. Þá verður auðveldara að komast gegnum skelina og sleppa af sér beislinu. Ég er allavega að fíla það að vera single núna !!!
Svo margt sem ég var orðin master í að hylja, sé það núna að ég var alls ekki ég í mörg ár. Gríma. Skuggi af sjálfri mér. En eitthvað breyttist þegar ég átti son minn, fann ég styrkinn og stóð upp.
Og að hleypa einhverjum aðeins nær er eitthvað sem ég hef ekki gert lengi og er ég bara að fíla þetta með öllum vitleysis efasemdum, tilfinningarússíbana, og spennu.
Farið varlega inn í helgina elskurnar mínar og verið góð hvert við annað :) Ykkar "smitten" Guðrún

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

miðvikudagur.... again :o)

ok hún Íris blessunin sagði það sl miðvikudag að henndi fyndist alltaf vera miðvikudagur. Og núna tek ég eftir þessu líka - það er allt í einu kominn miðvikudagur. Það er kannski heldur kaldara en samt fallegur dagur !!
Gaman að vakna í morgun, sonur minn er tekinn upp á því að lúlla bara í sínu bóli núna á næturna og er ég að fá heilan nætur svefn ! þetta er lúxus - ég er úthvíld á morgnana !!!
Er að reyna að vinna - gengur illa, næ ekki að halda einbeitningunni, hugurinn fýkur alltaf út fyrir bæjarmörkin..
Alveg að koma helgi. Er að vinna á laugardaginn, Gabríel ætlar að hitta pabba sinn á laugardag. Hvað verður svo veit enginn. En það stefnir í rólegheits helgi.

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Þriðjudagur..

og vikan líður áfram. Það er sumarfílíngur í gangi, snjórinn að fara og hlýr vindur úti. Maður fær alveg nýja orku á svona dögum. Sit með sólheimaglottið og horfi dreymandi út um gluggann í vinnunni. - ekki misskilja - ég er kona - get gert tvennt í einu - dreymt dagdrauma og unnið !!
Það er gaman að vakna á daginn, sonur minn kemur og knúsar mig, og vill fá morgunmatinn sinn.
Já það er vorfílingur í manni - þó það sé bara febrúar. Og ég get svo svarið það að ég finn fyrir fiðring í maganum, og kitlar í puttana á að fara að gera eitthvað, þó það væri ekki nema bara að fara helgarrúnt til Hollands á útitónleika! Það er allavega asskoti erfitt að sitja bara kjurr og bíða eftir að dagurinn líði.
Já og ég er að fara í barnaafmæli í kvöld :)

sunnudagur, febrúar 17, 2008

Icecross mótorhjól á Mývatni

þetta var snilldin ein !!!

Lífið er stundum full of surprises...

og þegar maður á síst von á þá er því hvolft við og maður snýr í þveröfuga átt en maður hafði áætlað að halda..
Maður lítur undan og búmm..
Og núna er ég að tala um ánægjulegar uppákomur. Hlutir sem maður ætlaði sko ekki að fara að leggja út í, plana, hugsa um. Og allt í einu þá er maður eins og þorskur á þurru landi, veit ekkert hvað snýr upp eða niður og reynir að horfa á heildarmyndina og halda sönsum...
Hef ekki fundið þessa tilfinningu í möörg ár, hélt að ég ætti hana ekki til lengur, hef ekki leyft mér að athuga einu sinni, en núna mér finnst ég vera lifandi aftur...
og af hverju er tveggjatíma mismunur til Amsterdam?????

mánudagur, febrúar 11, 2008

Þorrablót og glóðarauga :o)

haha jámm mín á þorrablót!! Kemur heim með fjólublátt auga sem fékk svo fallegan fjólubláan blæ á augnlokið í dag. Bólgin á kinnbeini. Ég er svo flott !!
Þetta var snilldar blót. Kynntist fullt af fólki, og já vinum ;) Gaman af því !! Maður vinkonu minnar svo líka svo hamingjusamur með tilveruna og hvernig málin þróuðust að hann tók utan um mig og utan um bróður sinn sem er já ca höfði hærri - smellti okkur einum og harkalega saman svo haka bróðursins fer í kinnbeinið mitt. Allt í læ - fékk koss á báttið :)
Blótið var vel heppnað, Hafdís útbýr snilldar þorrabakka, skemmtiatriðin skemmtileg, svo borðhald stóð lengi vel yfir og vel var snætt. Vorum sex saman sem fórum og var þetta allt afskaplega hresst og skemmtilegt fólk. Mikið hlegið og mikið rætt á léttum nótum sem ekki oft hljómuðu gáfulega. Mín jú ætlaði að vera á bíl, en bíllinn varð eftir á blótstað svo Hafdís mátti sækja okkur daginn eftir og ég náði í bílinn minn.
Myndir eru aðeins fáanlegar á tölvupósti eða geisladisk fyrir fáa útvalda. Þær fara ekki á flickr síðuna.
Sonur var hamingjusamur í sveitinni að vanda. Við fórum fyrst í íþróttaskólann á laugardeginum, sem var bara snilld. Hann hljóp um salinn og fór á þrautastöðvarnar og var hinn duglegasti ! Hann er alveg að fíla þetta sá stutti - myndavélin var með en ég hafði bara um nóg annað að hugsa en að taka myndir - td að ná honum niður úr klifurgrindinni...
Eftir íþróttaskólann fórum við uppeftir þar sem hann gisti. Hann er með dálæti á Pöpunum sem hann komst í hjá ömmu sinni. Hann er mikið fyrir að hafa tónlist og vill hafa tónlist þegar hann er að leika. Hefur lágt stillt og syngur jafnan með.
Jámm við erum söm við okkur, ég gat komið samstarfsmönnum mínum til að brosa í morgun, það er alltaf jafn ánægjulegt !
En við í búðinni erum dálítið seinheppin. Íris lendir óvart í slagsmálaleigubílaröð og einn rekst heldur harkalega í hana svo hún dettur á andlitið. Hún fékk ljótt sár fyrir ofan vör og er með ör eftir það. Alli fór að spila körfubolta og fingurbraut sig. Það eru allavega 4 vikur síðan og hann er enn með gifs. Og ég núna...
Verið góð hvert við annað og keyrið varlega í hálkunni !!

föstudagur, febrúar 08, 2008

ef ykkur leiðist

og mogginn ekki lengur að gera sitt, eða leikjanetið þá er þetta www.gossip.is eitthvað sem fólk getur dundað sér yfir. Fyrir mína parta ef mér er farið að leiðast of mikið í tölvunni og finn sjálfa mig á þessari síðu þá mun ég standa upp og slökkva á vélinni...

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Gabriel, his grandma and Herkules

eftir hádegi fórum við í sveitina. Komum reyndar of seint í að slá köttinn úr tunnunni uppi í Grænum Lausnum hjá Valgeir afa hans. En við fengum að fara með Hirti og vini hans að syngja uppi í lóni. Og svo var farið heim til ömmu og afa að byggja legó. Þau fengu að sjá stubb i tígrabúning sem sló svona líka í gegn!! Þetta var yndislegur dagur :)

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

öskudagur og ælupestir


ok alveg er ég búin að fá nóg af gubbi. Ég er nýstaðin, og í dag byrjar Gabríel. Gubbaði víst í skólanum í dag og svo hress og núna í kvöld er hann búinn að gubba 2x... ég er ekki glöð með það. En sem betur fer er stuttur dagur í skólanum á morgun svo ég sæki hann í hádeginu. En þau fá að slá köttinn úr tunnunni á morgun og hann mun mæta í sínum flotta tígrisbúning !!!

sunnudagur, febrúar 03, 2008

ég bara varð að prófa...

%1

Nýjar myndir komnar inn :o)

bara láta vita af nýjum myndum :o)

laugardagur, febrúar 02, 2008

Fyrir ykkur útlandabúanna

þá lítur Akureyri svona út í dag:



föstudagur, febrúar 01, 2008

ólíkir heimar.


ok ég er í vinnunni og það er rólegt hjá mér. Er að fylgjast með umferðinni út um stóra gluggann minn í búðinni, sé upp á Glerártorg, og Tryggvabrautin er frekar mikil umferðargata, jafnt og Hvannavellirnir hérna að framan. note; búðin er á horni Hvannavalla og Tryggvabrautar. Eníveis. Það kyngir niður snjó. Maður stoppaði á ljósi í morgun og liggur við að maður hafi þurft að fara út og skafa aftur.

Mín dugleg, fór og keypti rúðuþurrkur á súbbann, sem ég er afar þakklát fyrir að vera á þessa dagana. (Pólóinn hefði ekki komist út af bílaplaninu heima við blokk.) Eldri maður aðstoðaði mig við að setja þurrkurnar á, horfði síðan yfir gleraugun og sagði að maður ætti helst ekki að nota þær sem sköfur. Held að ég hafi meira að segja náð að roðna - þrátt fyrir kuldann, þæfinginn og snjóinn. Málið er að þær frusu við og ég fattaði það ekki, ýtti þeim af stað og gúmmíið varð eftir. En jæja. Og aftur er bíllinn orðinn að skafli hérna í bílaporti starfsmanna EJS.

Bara búin að sjá einn sjúkrabíl~ Guði sé lof bara einn!

Mér finnst bara magnað að traffíkin og hið daglega líf gengur sinn vanagang þrátt fyrir kulda og snjó. Og Glerártorg hverfur alltaf reglulega í snjókófið.

Man eftir svona veðri þegar ég bjó í Great Falls, VA, þá var ég lokuð inni í 2 vikur. Húsbóndinn á heimilinu átti afmælisútgáfu Ford pickup truck sem ég mátti ekki fara á út, "it's not u I am worried about - it's the other idiots out there"

Þar lamaðist allt. Skólar, verslanir, þjónusta... allt.

Í gamla daga, þegar skólinn minn var á Skútustöðum, þá urðum við krakkarnir að fara með rútu á hverjum degi. Og þegar vont veður var (sem var óhugnalega miklu oftar en nú) þá beið maður spenntur; skildi Jón Árni rútubílstjóri ná að keyra okkur? Og ég held ég geti talið skiptin á annarri sem skóli var felldur niður sökum veðurs. Alltaf skildi Jón Árni koma á Sólskríkjunni og sækja okkur. Mikið sem við krakkarnir bölvuðum þessari rútu, hún komst allt!! Í dag hugsar maður ; hvílíkur snilldar ökumaður Jón var og hvað rútan var öflug að komast allar ófærðir úti um allt.

Rosalega hefur allt breyst, og hvað allt er ólíkt og annars staðar. Í dag hugsa ég bara um að ljúka deginum, sækja gullmolann minn, og eiga gott og náðugt kvöld, heima í hlýjunni með syni mínum, sem er algjör sólargeisli!

Eigið góða helgi, munið að klæða ykkur vel og farið varlega í umferðinni, snjónum og ófærðinni.

í póstinum í morgun


mér finnst gaman að fá svona póst:

Hvarf séra Odds frá Miklabæ

Hleypir skeiði hörðu
halur yfir ísa,
glymja járn við jörðu,
jakar í spori rísa.
Hátt slær nösum hvæstum
hestur í veðri geystu.
Gjósta af hjalla hæstum
hvín í faxi reistu.