mánudagur, febrúar 25, 2008

Ný vinnuvika

Góðan daginn og gleðilegan mánudag. Ég sit hérna heima með fyrsta kaffibollann minn, browsa blogg og mbl.is.
Helgin var fín, róleg, en fín. Sonur fór til pabba síns á laugardag á meðan ég var að vinna. Hann skemmtir sér vel þar, enda sé ég á bloggi sambýliskonu Hjörleifs að Gabríel er velkominn þar, sé hlakkað til að hann komi og hann sé dekraður á alla vegu hjá þeim. Mér finnst auðvitað frábært að sjá það. Hann er náttla litla barnið mitt og litla mömmu hjartað mitt þarf að vera viss um að hann sé í góðum höndum.
Við áttum svo yndislegan dag í gær. Hann reyndar svaf mest af honum, tók heila 4 tíma eftir hádegi í gær sá stutti. Hann hefur ekki tíma til að sofa hjá pabba sínum, svo hann var búinn á því blessaður. Við lékum okkur, horfðum á bíla og mótorhjól, kubbuðum, dönsuðum. Og deginum lauk með að horfa á Top Gear, Audi bíla, kappakstursbíla. Hann notar litla bílinn sinn (fótstiginn) sem hann fékk í jólagjöf 2005 frá afa sínum og ömmu til að keyra um alla íbúðina í þykjustuleik að vera á kappasktursbíl.
Hann er farinn að sofa í sínu rúmi allar nætur núna. Það er alveg snilld, ég sef miklu betur og er að vakna miklu hressari núna. Og hann líka.
Eníveis - dagurinn er að byrja - kaffibollinn búinn, hlakka til að takast á við nýja viku :)
Eigið góðan dag elskurnar mínar !

Engin ummæli: