föstudagur, febrúar 22, 2008

smá í huganum..

jámm í dag var gaman að vera til eins og undanfarna daga :o) veit ekki hvað það er en eitthvað (einhver öllu heldur) heldur drifkraftinum alveg á fullu og einbeitningin er úti í fjúki og hinum megin við hæðar og hóla.. hrædd um að samstafsfélagar mínir séu orðnir heldur undrandi á þessu hjá mér.. Íris tjáði mér um daginn að hún hefði nú barasta áhyggjur af mér - en það er algjör óþarfi ! ég spjara mig.
Nú ef þetta er bara bóla þá er ég búin að komast að því að ég á þessar tilfinningar ennþá til staðar - tók bara smá tíma að finna þær og rétta manninn til að bera þær upp á yfirborðið. Þá verður auðveldara að komast gegnum skelina og sleppa af sér beislinu. Ég er allavega að fíla það að vera single núna !!!
Svo margt sem ég var orðin master í að hylja, sé það núna að ég var alls ekki ég í mörg ár. Gríma. Skuggi af sjálfri mér. En eitthvað breyttist þegar ég átti son minn, fann ég styrkinn og stóð upp.
Og að hleypa einhverjum aðeins nær er eitthvað sem ég hef ekki gert lengi og er ég bara að fíla þetta með öllum vitleysis efasemdum, tilfinningarússíbana, og spennu.
Farið varlega inn í helgina elskurnar mínar og verið góð hvert við annað :) Ykkar "smitten" Guðrún

2 ummæli:

Inga Hrund sagði...

Maður fer að verða spenntur fyrir smáatriðum - heilsaðu upp á mig á msn við tækifæri :)

Nafnlaus sagði...

vildi nú bara kvitta fyrir kíkkið ;) gaman að sjá að e-ð spennandi og skemmtilegt er að gerast hjá þér... njóttu þess, og vertu ekki að pæla of mikið!!

cíja leiter :*