mánudagur, febrúar 11, 2008

Þorrablót og glóðarauga :o)

haha jámm mín á þorrablót!! Kemur heim með fjólublátt auga sem fékk svo fallegan fjólubláan blæ á augnlokið í dag. Bólgin á kinnbeini. Ég er svo flott !!
Þetta var snilldar blót. Kynntist fullt af fólki, og já vinum ;) Gaman af því !! Maður vinkonu minnar svo líka svo hamingjusamur með tilveruna og hvernig málin þróuðust að hann tók utan um mig og utan um bróður sinn sem er já ca höfði hærri - smellti okkur einum og harkalega saman svo haka bróðursins fer í kinnbeinið mitt. Allt í læ - fékk koss á báttið :)
Blótið var vel heppnað, Hafdís útbýr snilldar þorrabakka, skemmtiatriðin skemmtileg, svo borðhald stóð lengi vel yfir og vel var snætt. Vorum sex saman sem fórum og var þetta allt afskaplega hresst og skemmtilegt fólk. Mikið hlegið og mikið rætt á léttum nótum sem ekki oft hljómuðu gáfulega. Mín jú ætlaði að vera á bíl, en bíllinn varð eftir á blótstað svo Hafdís mátti sækja okkur daginn eftir og ég náði í bílinn minn.
Myndir eru aðeins fáanlegar á tölvupósti eða geisladisk fyrir fáa útvalda. Þær fara ekki á flickr síðuna.
Sonur var hamingjusamur í sveitinni að vanda. Við fórum fyrst í íþróttaskólann á laugardeginum, sem var bara snilld. Hann hljóp um salinn og fór á þrautastöðvarnar og var hinn duglegasti ! Hann er alveg að fíla þetta sá stutti - myndavélin var með en ég hafði bara um nóg annað að hugsa en að taka myndir - td að ná honum niður úr klifurgrindinni...
Eftir íþróttaskólann fórum við uppeftir þar sem hann gisti. Hann er með dálæti á Pöpunum sem hann komst í hjá ömmu sinni. Hann er mikið fyrir að hafa tónlist og vill hafa tónlist þegar hann er að leika. Hefur lágt stillt og syngur jafnan með.
Jámm við erum söm við okkur, ég gat komið samstarfsmönnum mínum til að brosa í morgun, það er alltaf jafn ánægjulegt !
En við í búðinni erum dálítið seinheppin. Íris lendir óvart í slagsmálaleigubílaröð og einn rekst heldur harkalega í hana svo hún dettur á andlitið. Hún fékk ljótt sár fyrir ofan vör og er með ör eftir það. Alli fór að spila körfubolta og fingurbraut sig. Það eru allavega 4 vikur síðan og hann er enn með gifs. Og ég núna...
Verið góð hvert við annað og keyrið varlega í hálkunni !!

4 ummæli:

Raggan sagði...

Hehehehehehehehe óborganlegt... hélt að svona nokkuð væri bara eitthvað sem hennti mig.... Alltaf glöð að heyra að ég er ekki ein :)

Nafnlaus sagði...

Við erum náttúrulega bara brilliant;) hehehehe

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ, guð ég var að skoða myndir frá þorrablótinu í Mývatnssveit og þekkti alveg fullt af fólki,voða gaman, stefni á að fara á næsta ári:-) Ekki spurning.... Gaman að lesa um lífið og tilveruna hjá þér og fínt að hafa þig á facebook:-)Hann er svo mikill prins hann Gabríel, hann er nú ekkert voðalega líkur mömmu sinni eða hvað??
Bið að heilsa- Heiðrún úr Mývó:-)

Nafnlaus sagði...

Gabríel er rosalega blandaður . Hann hefur ekkert litarhaft frá mér - ég er dökk en hann ljós. Pabbi hans var svona ljós yfir sem barn. Hann svipar mjög oft til Sylvíu systurdóttur minnar, höfum séð á myndum bros sem er alveg eins og mitt var á hans aldri , svo er ég að sjá svip í honum sem minnir á bróður hans Atla Frey. Þannig hann er rosalega blandaður - eins og við höfum bara viljað segja "hann er hann sjálfur ":o)