þriðjudagur, september 02, 2008

Vinkonukvöld og réttir

ALveg hreint yndisleg helgi að baki.  Byrjaði snemma með að leikskólum var lokað á hádegi.  Og þar sem það er ekki pabbahelgi þá sótti ég guttann minn og áttum við snilldar tíma saman eins og alltaf.  Fórum upp í sveit og um kvöldið hitti ég svo Önnu mína og Dóu mína!  Gabríel var í passi hjá afa sínum og ömmu. 

Þær skvísur gistu hjá mér um nóttina og það var rosalega gaman að hafa þær! Mikið talað og rætt.  Kíktum á lífið en vorum í rólegri kantinum. 

Laugardag fór ég uppeftir aftur. Pabbi var með afmælismatinn sinn og það var rosalega ánægjuleg stund.  Þarna náðist að hóa saman báða afana mína og ömmu mína, Jenna í Belg, Þórhöllu og hennar lið.  Gabríel var svo ánægður með þetta.   Hann naut þess að spila við langömmu sína, og vera innan um allt fólkið.  Hann vildi td bara sitja og borða hjá Jenna sínum.  Enda læðir hann ósjaldan hendinni í hendi Jenna svo lítið beri á.  Þeir eru miklir félagar og hafa verið alla tíð.  Jenni er eina manneskjan sem Gabríel tók strax sem ungabarn.  Brosti strax til hans. Og vildi strax fara til hans.  Enda vill hann alltaf fara til Jenna í Belg þegar hann er í sveitinni. 

Og sunnudag var réttað í sveitinni.. það var gaman að sjá allt fallega féð koma af fjöllum.  Gabríel var ekki alveg eins kaldur og í fyrra, en skemmti sér þó.  Og við pabbi keyrðum svo féð í Belg er búið var að draga. 

Ég er búin að setja myndirnar á netið frá helginni :)

rettir

1 ummæli:

Harpa sagði...

Skemmtilegar myndirnar af ykkur vinkonunum :) greynilega notið kvöldsins..