þriðjudagur, janúar 13, 2009

Gabríel, þú þarft að sofa 345 nætur þangað til næsta afmæli...

Hann er sko farinn að planleggja næsta afmæli og svo heyrist stundum "mamma ég gleymdi að fá svona í jólagjöf/afmælisgjöf"

jámm jólaskrautið er komið niður.  Tók það niður á laugardaginn  þegar guttinn var hjá pabba sínum.  Hann er rosalega duglegur þessi elska (þe sonurinn) og oft það duglegur að það tefur fyrir hehe svo ég ákvað að gera þetta í fjarveru hans :o) ég átti semst notalega stund heima, svaf vel og naut þess að vera ein.  Sótti hann um fimm á laugadag, og við sóttum okkur pizzu og borðuðum inni í stofu, eitthvað sem honum finnst svo gaman að gera; breyta smá til.  Hafa það kósí og notó. Enda var hann afskaplega ánægður með þetta allt saman og sofnaði sáttur og brosandi; já ég meina brosandi - hann brosir í svefni (talar stundum líka) Og vaknaði svona lika kátur 12 tímum seinna. 

fórum á Skoppu og Skrítlu.  Hann skemmti sér vel. Mæli með henni fyrir krakka 4 ára og undir. 

Hann er stundum soldið seinheppinn.. hann missti heilan popppoka á gólfið í bíó.  Ég fór fram að sækja nýjan í sárabætur, sá poki endaði allur á gólfið í bílnum (sem betur fer hitti hann mottuna) og þá kom sírenan sem ég heyri varla lengur.  Ég lofa honum sárabótapoppi heima eftir kvöldmat; ok og hann svar sáttur.  En í hita leiksins endaði það á stofugólfinu.  Þá vissi hann að það væri best fyrir hann að taka sjálfur saman dótið sitt svo mamma hans gæti ryksugað; svipurinn á mömmunni var ekki beint fallegur.

Var fallegur dagur í gær.  Fór strax eftir vinnu og sótti Gabríel með þotuna og við lékum okkur í snjónum.  Hann gat rennt sér og það var virkilega gaman hjá okkur.  Ég tek eftir því hvað hann er afslappaðri núna.  Honum líður greinilega rosalega vel.  Mér líður rosalega vel og það sjálfsagt hefur áhrif á hann líka. 

ég bý í ekkert stórri íbúð - 86fm að mig minnir.  Ég man í morgun þá tók ég appelsínugulu flíspeysuna hans Gabríels og setti fram á gólf því ég ætlaði að klæða hann í hana innanundir gallann.  Nú ég klæði barnið, við út, ískuldi, allt frosið, aðallega innan í bílnum - sem rauk í gang btw.  Ok ég klæði barnið úr gallanum í skólanum og engin peysa... fjandinn varð að fara heim og sækja peysuna, get ekki verið þekkt að vera með barnið flíspeysulaust í skólanum.  Og hvað- fjandans peysan finnst ekki... ég hreinlega get ekki ímyndað mér hvar ég get hafa lagt hana frá mér á leiðinni úr eldhúsinu og fram að hurð...

og það eru 2 þorrablót á dagskrá; Skjólbrekka og Breiðumýri - hlakka hrikalega til !

DSC00726

2 ummæli:

Inga Hrund sagði...

Ertu búin að leita undir sófa ? Föt hafa líka týnst í minni 85 fm íbúð og hafa fundist bakvið sófa og samanrúlluð í öðrum fötum !

Nafnlaus sagði...

haha peysan fannst á milli lazyboy og sófaborðs ha ha ha -
hvernig kvikindið komst þangað mun ég aldrei vita ha ha
en hlutir finnast já á ótrúlegustu stöðum. Einu sinni fann mamma bíl í einum potti inni í skáp.. lengst inni í skáp - og já ekki má gleyma fjarstýringunni í ofninum sem ég bakaði ha ha ha