sunnudagur, janúar 04, 2009

Komin heim

og eftir alveg hreint yndislegt jólafrí! Ég er endurnærð á sál og líkama.  Sonur afskaplega hamingjusamur með þetta allt saman.  VIð erum td vöknuð núna með vekjaraklukku til að koma honum á rétt ról.  Hann var farinn að sofa til níu en þá sömuleiðis vakandi 2 tímum lengur; til tíu. 

Já við komum heim í gær.  Í jólafríinu var margt brallað.  Hann átti td alveg hreint frábært afmæli.  Kökur, gestir, söngur og pakkar.  Jólin hjá mömmu og pabba eru alltaf yndisleg; rjúpur í matinn, alltaf jafn góðar.  Rólegt aðfangadagskvöld, nema minn stutti var heldur spenntur, og svo yfirkeyrðist hann í lokin þegar hann kom til mín "mamma ég er sybbinn núna" og hann var liggur við sofnaður áður en höfuð snerti kodda.

Jóladagur fór í algjöra leti.  Bókarlestur og konfektát.  Annar í jólum var kalkúnn á borðum og Þórhalla systir og hennar fjölskylda kom í mat ásamt Jóni í Belg. Aftur mikið borðað og helgið. 

Á laugardeginum fór ég í Fellshlið og hitti þar mínar yndislegu vinkonur; Önnu hina nýgiftu, Dóu og Elvu.  Hermann hinn nýgifti var þar líka að sjálfsögðu og það var mikið talað, hlegið og baukar opnaðir.  Við fórum á ball í Bárðardal; einkar athyglisverð samkoma.  Mikið var gaman að hitta skvísurnar og hlæja með þeim!! Myndir verða annað hvort sendar á disk, eða settar á flikkrið undir lokuðum account :o)

Á sunnudag fór ég með Gabríel og mömmu á jólabarnaballið á Skjólbrekku. Hann var heldur lengi að finna sig; vildi dansa vildi ekki dansa.  Var jafnvel feiminn.  En eftir kaffipásunua og kökurnar þá var hann hinn fjörugasti og þetta var mikið gaman.  Td vakti hann lukku þegar hann ákvað að skríða á fjórum fótum heilan hring í marseringunni - þá áttum við að hoppa á einum fæti he he he .

Mánudag fórum við mamma og Gabríel í gönguferð i Dimmuborgir. Gott veður, alltaf gaman að kíkja þangað.  Engir jólasveinar voru á ferð núna, enda er ég enn að skýra út fyrir Gabríel að núna eru þeir á leiðinni heim til sín aftur. Þvínæst var farið í Hraunberg í kaffi.  Alltaf gaman að koma þangað !

Þriðjudag kíktum við öll til Akureyrar. Þurfti að bæta á birgðir í Birkihrauni, skipta bókum og þessháttar. Og um kvöldið fórum við mamma í Lónið, afskaplega gott og notalegt.  Maður kom endurnærður

Gamlársdagur og kvöld voru notaleg.  Sonur minn var spenntur fyrir öllum gettunum og hlakkaði til að fara að sprengja.  Við sprengdum fyrir hann nokkrar eftir kvöldmatinn áður en við fórum á brennuna.  Hann var mjög hrifinn, en litla hjartað var líka oft heldur titrandi af hávaðanum.  Brennan var flott, ásamt flugeldasýningunni.  Áramótaskaupið fannst mér lélegt að vanda, hló að feisbúkk brandaranum og af því þegar Ilmur gerði grín að Steinunni í "góða nótt"  og borgarstjórnarbrandararnir. Mér fannst óviðeigandi að gera svo mikið grín af fjárhaginum þar sem svo margir í landinu eru orðnir atvinnulausir og búnir að missa heimilin sín eða við að missa heimilin sín, og því fólki var örugglega ekki hlátur í huga yfir þessu.  Eníveis. Við skutum upp fleiri gettum og sonur minn var að verða búinn á því, svo ég pakkaði honum í bólið og hann sofnaði á miðnætti nýs árs með gluggann dregið frá svo hann gæti horft á getturnar.  Einstaklega hamingjusamur strákur þar á ferð :o)

Nýársdagur, var legið í leti...

Jámm yndislegt jólafrí - takk kærlega fyrir okkur elsku mamma og pabbi!!!

DSC04459

Engin ummæli: