föstudagur, janúar 09, 2009

Fyrsta vinnuvikan

já og hún er búin að vera býsna skemmtileg.  Ég er td alveg að fíla það að vera búin klukkan 4 á daginn ! að labba út þá og mér finnst ég eiga bara hellings af deginum eftir!! Geta farið að versla, farið í sund, sótt Gabríel snemma, dúllast með honum.  Enda er hann í góðu jafnvægi blessaður. 

Vinnan er skemmtileg.  Skemmtilegt fólk sem ég vinn með líka. Ég er enn að læra og vona að ég eigi eftir að vera jafn fær í þessu og sú sem kennir mér.  Æfing skapar meistarann.   Djúpa laugin og þá fer þetta allt af stað. 

já þessi vika er búin að vera mjög skemmtileg!

Jólaskrautið mitt er ennþá uppi.  Ætla að taka það niður um helgina.  Annars er ég bara róleg.  voða lítið að gerast í einkamálum og ég er hreinlega svo ekki að nenna að hugsa um það í augnablikinu :o) Það eru allt of margir í kringum mig sem eru eitthvað að vesenast og ég horfi á það og hugsa "vá hvað ég er fegin að vera ekki að ströggla í einhverju svona... " en vonandi kemur að þessu hjá mér að ég verði tilbúin í að gefa einhverjum af mér.

þar til næst knús knús

gah_dimmuborgir

2 ummæli:

Anna Geirlaug sagði...

Það er frábært að þú er ánægð með vinnuna...vona að allt gangi vel þar...gleymdi alltaf að segja að nýja lúkkið á blogginu þínu er ógó flott...
Kv Anna Geirlaug

Graveyard Rabbit sagði...

That's incredible looking!