Yndislegasti sonur er hjá pabba sínum um helgina. Ég kvaddi hann á leikskólanum og fór í vinnuna. Hvað ætlaði ég nú að taka mér fyrir hendur þessa helgi sem er ekki einu sinni vinna á laugardegi??
Jamm ég kom við á nokkrum stöðum á leiðinni heim. Td keypti ég mér blóm í íbúðina - smá lit :o) Og á leiðnni heim naut ég þess að vera ekki á hlaupum, með hugann við annað heldur gat ég bara drollað og dólað, skoðað og dundað. Mikið er langt síðan ég hef haft tíma til að gera svoleiðis.
Fór heim með blómið mitt (sem er reyndar gervi en hrikalega flott og í geggjuðum vasa sem hreinlega kallaði á mig þegar ég sá hann) Ég fann fyrir ákveðnu spennufalli. Fékk mér subb og tubb og endaði sofnuð fyrir framan imbann um ellefu :o) og náði að sofa til átta í morgun!!!
Sólin vakti mig. Ég hugsaði með mér aðfara í sund en neeeeiii ég hreinlega nenni ekki í sund þegar bærinn er kjaftfullur af fólki út um allt, og í alls kyns ástandi. Brenndi í sveitina. Alltaf gott að koma þangað og fá að knúsa sólina í ró þar :o) Afi go amma þar líka, skroppið í Belg, farið í sund, tók hálfan kílómeter og sátum og spjölluðum við Þórhöllu systur.
Og bara dagurinn búinn og maður vel sólaður!
Ég btw - var í bleika hlýrabolnum mínum og í pilsi! já ég á bleikan bol - fyrsta bleika flíkin mín !! Og ég fílaði mig hrikalega vel !!
Ég er mikið spurð hvort ég fari nú ekki á djamið núna þegar ég á "frí" núna reglulega um helgar. Þá á fólk við að ég sé barnlaus. Ég kalla það ekki frí að hann fari til pabba síns. Ég tala ekki um að fá "frí" frá barninu mínu. Ég á frí í vinnunni núna á laugardögum. En ég tala ekki um barnið mitt á þann hátt. Þetta er að ganga snilldarvel, og það er það sem ég er ánægð með - að Gabríel fái að umgangast og kynnast föður sínum á sínum forsendum. Hann er kátur þá er ég kát!
Hvað djammið varðar - þá er ég enn að fóta mig með allt þetta. Ég fæ stundum góðar langanir til djamms, en oft þá vil ég heldur vera heima, eins og td þessi helgi - vá - kjaftfullur bærinn af misjafnlega gáfuðu fólki í misjöfnu ástandi. Ég bara þoli ekki of mikið af of fullu fólki - hef fengið minn skerf af því.
Eins og ég vil líta á þetta þá eru þessar helgar komnar til að vera - og mér liggur ekkert á í djammið. (og ég kannski þekki heldur ekkert af fólki ennþá til að djamma með)
- mér liggur bara ekkert á :o)