þriðjudagur, júní 24, 2008

Útilega EJS í Fossatúni!

DSC02119Það var bara gaman!! Við fórum eftir vinnu á föstudag - í samfloti með Önnu sem ég vinn með og syni hennar Heiðari.  Fórum á hennar bíl - talsvert sparneyttnari en súbbinn minn :)

Vorum komin um ellefu - gríðarlega fallegur staður í fallegu umhverfi.  Margt fólk mætt en við vorum ekki síðust á svæðið samt sem áður.  EJS hafði tekið svæði frá fyrir okkur og sást EJS merkið út um allt.  Ég fann strax fyrir ánægju með að hafa komist með!

Slegið upp tjöldum og Gabríel rosalega spenntur.  Hann hlakkaði tilað sofa í tjaldi og gekk vel ! Ég svaf hins vegar ekki mikið fyrstu nóttina. Var heldur kalt en syninum var hlýtt og notalegt og kúrði sig upp að mér og fannst virkilega notalegt að fá að lúra svona hjá mömmsunni sinni.

Áttum góðan dag laugardag.  Sól og yndislegt veður . Fórum í sund í Borgarnesi og fengum okkur að nasla þar.  Kíktum í Landnámssetrið í Borgarnesi og fórum á Egilssýninguna.  En sonur varð heldur hræddur - soldið draugalegt - svo við skoðuðum ekki alla sýninguna en þetta var virkilega flott og ég mæli með að fólk sem á le ið um kíki þarna!!

Fengum á okkur haglél... það var bara til að hressa við lol !

EJS var svo með grill um kvöldið - hrikalega gott kjöt sem við sonur nutum út í ystu.  Og ég hlakkaði til að mingla svo við fólkið þegar hann væri sofnaður.  En haldiði ekki að mín hafi bara sofnað út frá Mugga Mörgæs! Spurning um hvort okkar sofnaði á undan.  Klukkan níu!! Það var bara svo hrikalega notalegt í tjaldinu okkar. Ég steinrotaðist á hlýrabolnum og berfætt - og svaf eins og steinn. 

Þetta var bara snilld.  Við sonur áttum svo góðar stundir saman, fórum á leiksvæðið þar sem hann gat látið öllum íllum og prílað út í eitt, hoppað á trambólíni og verið hann sjálfur.  Ég sat með bókina mína og lét fara vel um mig.  Aflsöppun út í gegn.

Hann er strax farinn að tala um aðra útilegu ! Enda er ég að spá í að taka nótt í júli og kíkja í Ásbyrgi :)

Eigið góða daga!

 (Gabríel með þykjó kíki - tekið við Fossatún)DSC02148

PS - Myndir frá útilegunni eru kominar á flikkrið okkar!

Engin ummæli: