miðvikudagur, júní 25, 2008

Nýtt upphaf...

Á mánudaginn fékk ég símtal frá aðilla sem hafði þær fréttir handa mér að ég fór og grét gleðitárum hérna á miðju gólfinu í búðinni. 

Sem betur fer voru engir viðskiptavinir inni - bara Alli sem starði á mig.  Þegar hann heyrði um hvað málið snérist þá skildi hann ástæðuna.  Þau Íris hafa vitað af þessu frá upphafi og vinnufélagar hafa stutt mig í gegnum þetta.

Og fjölskyldan mín hefur verið með krosslagða fingur líka í gegnum þetta.  Og stutt mig með öllum ráðum.  Vinkonur mínar - allar "frænkurnar" hans Gabríels eru búnar að hvetja mig og peppa mig þegar ég var sem svartsýnust á þetta allt saman. 

Ég veit að ef illa hefði farið væri ég ekki ein.  Og það var mikill styrkur í því líka!  Munar svo miklu að hafa fólk í kringum sig sem getur gefið smá svigrúm þegar syrtir í og maður þarf að hlaupa á bakvið og fela tárin.

En þessi gleðitár vildi ég sko ekki þerra strax - þau máttu alveg koma!

Loksins get ég andað léttar, loksins get ég hugsað um framtíðina með björtum augum.  Þetta var búið að liggja á mér þungt.  Alltaf í undirmeðvitundinni, allt sem maður áætlaði með framtíðina einkenndist af þessu. 

Ég náði að grafa þetta undir því það var ekkert sem ég gat gert nema bíða og láta lögfræðinginn vinna sína vinnu. En þegar þetta er búið finn ég bara fyrir þreytu - þægilegri afslappaðri þreytu.  Og ég finn hve mikið þetta hefur tekið á hjá mér - og er sennilegast einn stóri þátturinn í þessum gráu hárum sem eru farin að myndast.  Ég er rétt farin að trúa þessu núna - sem skýrir sennilegast þetta síðbúna spennufall sem ég er að finna fyrir núna.  Og þar af leiðandi að segja frá þessu opinskátt er að gera þetta raunverulegra! og ég er svo hamingjusöm að ég er búin að brosa hringi - marga hringi  - síðan á mánudag!!

Takk elsku vinkonur, fjölskylda og vinnufélagar fyrir þann stuðning sem þið sýnduð okkur á meðan þessi bið var eftir svari. Stuðningur ykkar er ómetanlegur!

Þessar fréttir eru upphaf á nýju lífi hjá okkur Gabríel. 

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl elskan,

ég veit ekki nákvæmlega hvaða gleðifréttir þetta innilega til hamingju samt sem áður :)

Njóttu lífsins með stráknum þínum, ég les bloggið þitt reglulega og finnst afskaplega gaman að fylgjast með ferðum ykkar.
Ég reyni að kíkja á þig í sumar þegar ég fer Norður.

Kveðja
Solla

J?hanna sagði...

Ég brosi hringinn með þér, hon!

Lovaya!

Raggan sagði...

Vá hvað ég er glöð fyrir þína hönd :D brosi og græt gleðitárum fyrir þig vinkona. Hlakka til að sjá þig í Júlí :D get ekki beðið.
Luv´hug´n´kisses
RAGGA