miðvikudagur, júní 18, 2008

17. júní í sveitinni er bara snilld

Við sonur áttum yndislegan dag.  Eins og sjá má á myndunum okkar: 17. júní 2008.

Fórum uppí sveit á mánudag og Gabríel var svo hamingjusamur með að hitta afa sinn og ömmu að hann var að springa :) Hann er svo heimavanur hjá þeim og hann nýtur þess svo að eiga þau fyrir sig. Og við áttum svo góða stund tvö saman þegar við fengum okkur morgunmat 17. júní.  bara við tvö, spjalla og hlæja.  Svona stundir gefa manni alveg nýtt púst.  Hann vaknaði syngjandi - og var sönglandi nær allan daginn. 

Fórum í fjós, kíktum í kaffi til Þórhöllu, fórum og fengum blöðrur og andlitsmálun og fórum í skrúðgöngu.  Það sem ég fílaði við að vera í sveitinni var að það var engin bið.  Börnin gátu hrúgast um blöðrurnar og sóttu það sem þau langaði í og þar sem allir þekkja alla þá sáust hvert blöðrurnar fóru og foreldrar borguðu og verðið var miklu skemmtilegra en á Akureyri í fyrra.  Gabríel gat verið á hjólinu hjólað um allt og maður var ekki í hættu á að tína honum, fólk var ekki á bílunum í kring og hann gat verið frjáls.  - Annars er góð færsla um daginn í gær á síðunni hans. 

Svo er útilega næstu helgi.  hlakka bara til !!

Engin ummæli: