fimmtudagur, júní 12, 2008

heima með soninn

jamm það var hringt úr skólanum á miðvikudag - sonur með einhverjar blöðrur á höndum sem líktust Handa- fóta- og munnsjúkdómi.  Nú ég auðvitað sótti gaurinn og fór með hann doksa sem staðfesti grun leikskólakennarana. Jamm og jæja - smitberi og jaddíjaddí og algengt að börn fái hita og hausverk.  Nema minn maður auðvitað - er svona líka hrikalega sprækur og búinn að rústa stofunni, horfir á Latabæ og leikur allt með og syngur - hoppar og trammar út um allt.  Reyndar í gær fékk hann reglulega "sitjakjurrköst" þar sem hann hreiðraði um sig í lazy-boy með Goggann sinn.  Þá stökk ég til og mældi gutta og já þá var hann með hitaslæðing.  Sem er ástæða þess að við erum heima í dag líka - og jú líka að hann er enn með blöðrur á höndum og fótum.  Hringdi í doksa aftur í morgun - lenti á þeim sama og ég hitti sl miðvikudag sem mundi alveg eftir okkur.  Hann sagði að stráksi mætti sko fara í skólann á morgun ef blöðrur væru að minnka og ef hann væri svona hress.  Jamm og við út á morgun. 

það er er svo yfirvofandi pabbahelgi hjá okkur.  Bíladagar hér á eyrinni, fullt af einhverjum tónlistarviðburðum út um allt líka.  Hvað á maður að bralla af sér? Nú og ég verð að fara í sveitina líka til að ná í útilegudót sem ég ætla að hafa með mér næstu helgi :o)

Nóg að gera á stóru heimili :o)

2 ummæli:

Inga Hrund sagði...

Sögurnar sem berast hingað suður eru þannig að það sé best að halda sig inni á meðan bíladagar eru til að lenda ekki í hnífabardaga :P

J?hanna sagði...

Haha.. rétt hjá Ingu Hrund. Það er engu líkara en að Akureyrarbær sé að stefna íbúum í stórhættu með þessari uppákomu :) Merkilegur alltaf þessi fréttaflutningur...