þriðjudagur, september 30, 2008

Snjór á bíl

ég kallaði á soninn til að sína honum út um gluggann að það væri snjór á bílnum okkar.  Ég mátti svo hafa virkilega fyrir því að tala hann ofan af því að fara á snjóþotunni í skólann og í snjógallanum !! Hann hlakkar svo til að fá snjó þessi elska!

IMG_3853

föstudagur, september 26, 2008

Snjólínan færist neðar..

jámm í gær var kalt, var alveg að velta því fyrir mér hvort sonur ætti að fara í sokkabuxur.  En þar sem hann er heitfengur og rífur sig úr öllu aftur í skólanum ákvað ég að sleppa því. En svo í morgun sá ég að snjólínan hafði færst neðar í fjallið.. og sá snjó í heiðinni líka... jámm vetur konungur er farinn að undirbúa komu sína...

snjolina

Séð út um gluggann minn í vinnunni :o)

fimmtudagur, september 25, 2008

í rólegheitum.

er ein heima.  sonur er hjá pabba sínum þar sem það er lokaður skólinn hans á morgun, og ég er að vinna.  Fínt fyrir Gabríel, hann gistir þar í nótt og ég sæki hann svo þegar ég er búin að vinna.  Og þá ætlum við í sveitina.  Gabriel talar um að fara í sveitina alltaf reglulega.  Hann þarf á því að halda að hitta afa sinn og ömmu.  Það er líka alltaf gott að fara þangað.

Svo núna er ég ein í koti, að hafa það náðugt og rólegt.  Ekki það að ég geti haft það náðugt og rólegt þó minn yndislegi sonur sé heima.  Það er bara öðruvísi.  Hlakka til helgarinnar sem við eigum framundan saman!

Góða helgi !

þriðjudagur, september 23, 2008

ó guð minn.... ætti nú ekki annað eftir



Íþróttaálfur


Þú ert vanaföst, yfirveguð félagsvera.


Arnold Schwarzenegger er vanaföst, yfirveguð félagsvera. Það er því ekki leiðum að líkjast. Íþróttaálfurinn býr sko ekki í Latabæ (LazyTown TM). Hann tekur til fótanna, án þess að vera að missa af strætó og þótt enginn sé að elta hann. Hann er hrókur alls fagnaðar í heita pottinum og er jafnvígur í flugsundi og að troða marvaða. Rétt eins og Tortímandinn er íþróttaálfurinn marksækinn og staðfastur. Ekkert fær hann stöðvað.



"Áfram Latibær, I'll be back!"



Hvaða tröll ert þú?

sunnudagur, september 21, 2008

Róleg á sunnudegi

er í letikasti, er í heimagallanum, nýskriðin úr glápi, reyndar komst í sturtu.  Vinnuhelgi hjá mér, pabbahelgi hjá Gabríel.  Var einmitt að leika mér í gær að setja myndir uppá veggina hans.  Fann motogp myndir og F1 myndir.  Prentaði út og hengdi upp.  Tók herbergið hans í gegn í gær.  Raðaði dóti, skipti út, svona dútl sem erfitt er að dunda við þegar hann er heima.  Svo bara horfði ég á imbann og sofnaði í lazyboy.  Drattaðist lokst inn í rúm um eitt og hélt áfram að sofa.  Þreytt eftir föstudagskvöldið þar sem EJS keppti við Bræðurna Ormsson í íshokkí.  Ég var bjór/plásturberi - fór ekki á skauta.  Ætla ekki að stúta bakinu mínu endanlega. En við unnum, og svo var kíkt út í gleðskap.  Borða á Strikinu og bjór á Kaffi Akureyri.  Jámm minn soldið þreyttur. 

Það er sunnudagur, var aftur snjór í fjallinu.  Veturinn er bara rétt hinum megin við hornið.  Anna kom með ástæðu til að hlakka til kuldans og snjósins: vélsleðar.  Jámm hún sagði að við Gabríel ættum að koma í Fellshlíð á sleða þegar snjórinn kæmi - og það munum við sko aldeilis gera.  

Og já ekki má gleyma að þegar veturinn kemur þá er enn styttra í jólin!! Og afmælið hans Gabríels.

Var í Hagkaup í gær.  Hitti konu frá Fásk sem ég hef ekki séð síðan ég flutti.  Hún knúsaði mig, og sagði að ég liti svo vel út - að ég ljómaði. Ég sagði henni að það væri vegna þess að lífið er yndislegt þessa dagana  - gaman að vera til. Mér líður vel. Það var rosalega gott að sjá hana.  Fékk hálfgerðan sting í magann því ég hef ekkert farið austur síðan ég flutti.  Og það eru svo margir sem mig langar að hitta.  Hún verður í bænum í 2 vikur, fékk símann hennar og ætla að kíkja á hana í kaffi - hún vildi líka endilega hitta gullmolann minn :)

Jæja - þá er að halda áfram að njóta helgarinnar!!

 

fimmtudagur, september 18, 2008

Snjór í fjalli...

Dagarnir silast áfram.  Reyndar var gærdagurinn alveg hrikalega langur og lengi að líða.  Fannst hann svo þurr og bara ekkert spes.  Maður var hálf tuskulegur eftir svefnlitla nótt.  Hrökk nokkrum sinnum upp við rokið.  Var reyndar alveg hissa að sonurinn skreið ekki uppí.  Hann rumskaði ekki við lætin blessaður. 

Við fórum til Sylvíu Ósk á þriðjudag og skoðuðum froskana og salamöndruna.  Þetta eru lítil, svört og slímug dýr.  Gabríel var rosalega hrifinn.  Ok mér fannst þau obbó sæt.  Lítil og fíngerð, og mér brá alltaf jafn mikið við að sjá þetta hreyfa sig. 

Helgin síðasta var hrein snilld.  Fórum í Fellshlíð eftir vinnu á föstudag, þar var sko vel tekið á móti manni.  Þau eru svo frábær.  Bjór og kjólaþættir frameftir nóttu.  Láum svo í leti fram eftir laugardegi og enduðum í smá jeppaferð.  Fórum upp að Narfastaðaseli.  Og þar eru gamlar tóftir, en síðast var búið þar 1940.  Tók hellings af myndum og á eftir að henda þeim inná flikkrið.  Gabríel fílaði sig í tætlur.  Hann dýrkar að fara í Fellshlíð, er eins og heimavanur þar.  Líður vel, enda ekki annað hægt! Hann talar um Önnu frænku og Hermann frænda og Blíðu sætu. 

Við fórum svo í Mývó á laugardagskvöldinu.  Ákvað að fara ekki í nörrapartýið.  Ég hreinlega vildi ekki fara frá syni  mínum.  Mer finnst yndislegt að vakna með honum á morgnana, njóta lífsins. 

Fórum að smala með pabba, Hirti Smára og Sylvíu Ósk.  Mamma kom með sem ráðleggjandi :) he he - bara gaman.  Horft á formúlu og borðað snakk.  Gabríel og Hjörtur eru sko vel liðtækir í snakkinu !

Jámm snilldar helgi.  Á eftir að sakna guttans næstu helgi, en það er bara gott.  Verður enn betra að fá hann heim!.

þriðjudagur, september 16, 2008

Blessuð sé minning

Í dag kvaddi Herkúles okkur.  Hann var orðinn 13 ára og nokkrum mánuðum betur.  Þeir sem ekki þekkja til þá var hann hundur foreldra minna.  Þýskur fjárhundur, stór og mikill með einstaklega gott geðslag.  Barngóður og mikill karakter.  Var með sitt á hreinu og setti gjarnan upp svipi ef honum líkaði ekki eitthvað.  Átti það meira að segja til að tala ekki við viðkomandi ef hann fór í fílu.  Tók þá jafnvel stóran sveig framhjá til þess að sýna hve ósáttur hann var.  En alltaf kom hann og kom með skottadillið á móti manni.  Þá komu framlappirnar uppá axlirnar og hann ýtti manni niður og stóð á manni og þreyf manni í framan.  Man ein jólin þá kom ég heim um hádegi á aðfangadag eftir langan og strangan mánuð í BT og sofnaði í sófanum, þegar ég vaknaði var hann búinn að koma sér fyrir hjá mér í sófanum þannig að ég lá með höfuðið á maganum hans. Gleymi aldrei þegar ég sá hann fyrst í bílnum hans pabba.  Mamma og pabbi komu til mín í ÚA og vildu kynna mig fyrir nýjasta fjölskyldumeðlimnum, þá var ég tvítug.   Hann með allt of stór eyru og allt of stórar lappir. 

Við áttum margar góðar stundir saman.  Maður getur týnt til fullt af minningum um þennann gamla góða vin.  Td þegar hann sat með Hirti Smára undir eldhúsborði þegar barnið var að tannbursta hann.  Enginn annar hefði getað komist upp með þetta en Hjörtur.  Eða þegar hann átti það til að hoppa upp í rúm til mín, og vilja ekki sofa annarsstaðar, þó svo plássið væri nú ekki alveg til staðar. Þegar hann rak hausinn ofaní barnastólinn hans Gabríels þegar við komum með hann heim í Birkihraun fyrst.  Vá hvað skottið fór af stað.  Og þegar hann búffaði á eftir gettunum, á eftir kettinum, á eftri flugvélunum... Og vá hvað hann gat orðið þreyttur á Kítöru. 

Gamall hundur átti gott líf, lengra en margir hans líkir. Hans verður sárt saknað.  Kíttið mitt hefur eflaust tekið vel á móti honum.

DSC02691

DSC02451

DSC02278  Og þarna bíða þau eftir að komast út í labbó!

fimmtudagur, september 11, 2008

Rigning... :o)

er í vinnunni... ennþá.. klukkan er að nálgast 18:00 og ég hlakka til að sækja soninn og fara heim. 

Það er búið að rigna eins og mófó í allan dag.  Fór eftir hádegi í Hagkaup, í klikkuðu regni, bara til að fatta að ég gleymdi að millifæra á debitið, og fór því fíluferð í regni í Hagkaup.  Reyndar er sagan smá lengri þar sem ég byrjaði á að fara í Hagkaup, en þar var hraðbankinn bilaður og ég í mófó regni uppá Glerártorg og þar komst ég að því að ég hafði gleymt að millifæra... bara ég í smá skömmtum..

Á morgun liggur leið í Fellshlíð.  Og á laugardag í tölvurnörrapartí... hehe það verður bara gaman!!

miðvikudagur, september 10, 2008

life goes on....

Hugur minn hefur verið hjá vinkonu minni mikið undanfarna daga.  Og það hefur stangast á gleði og sorg, og alveg trúi ég að hún snúist í  hringi þessi elska.  Vildi ég gæti hent öllu frá mér, gripið son minn og farið til hennar, til að deila þessu með henni, grátið í sorginni og hlegið í gleðinni.  Sonur minn mundi knúsa frænku sína og gefa henni alla sína einlægu, innilegu hlýju sem  hann býr yfir.

Þegar ég sótti hann á mánudag í leikskólann knúsuðumst við og það var svo gott að sjá hann.  Og allt kvöldið (þar til hann fór að sofa) átti hann það til að koma til mín uppúr þurru, strjúka yfir handlegginn á mér "mamma mín", og knúsa mig.  

Maður má ekki taka lífinu sem sjálfsögðum hlut, eða einhverjum nákomnum.  Þeir geta verið farnir áður en þú snýrð þér við.  Þökkum fyrir þær stundir sem við eigum saman, og fyrir þá sem standa okkur næst!. Og litlu kraftaverkin sem börnin okkar eru!

knús til ykkar!

föstudagur, september 05, 2008

skúffubakstur og föstudagur..

jamm það er helgi framundan.  Ég er að vinna til 18:00 og Hulda búin að koma og sækja dótið hans Gabríels, og örugglega búin að sækja hann líka.  Sá stutti alltaf hress.  Verður hjá pabba sínum og þar sem gekk svo vel með að hann færi í skólann frá þeim á mánudaginn þá ákváðum við að halda því bara áfram. 

Svo ég sit hér og get ekki annað til 18:00 og velti því fyrir mér hvernig ég eigi að eyða helginni. 

Dóan mín kom og knúsaði  mig bless.  Hún fór suður í dag og fer aftur til Amsterdam á mánudaginn.  Væri til í að hafa hana lengur.  Alltaf.  Hana, Röggu og alla hérna hjá mér - ég er eigingjörn ég veit... Sem betur fer er Anna mín í nálægu sveitarfélagi! - ætla þangað eftir viku í rólegheitin - Gabríel er farinn að tala um að fara í Fellshlíð og hitta Önnu frænku og Hermann frænda. 

Við bökuðum skúffuköku í gær.  Hann fékk að skreyta með smartís.  Það var rosalega gaman hjá okkur.  Hann fékk líka að smakka.. he he ... setti inn myndir á flikkrið okkar !! Ef þið smellið á "slideshow" koma myndirnar stærri og flottari :o)

eigið góða helgi !

gah_smartis

fimmtudagur, september 04, 2008

Hrikalega pirruð eitthvað..

bara einn af þessum dögum.  Stundum er maður bara betur geymdur heima í svona skapi.  það er bara svo margt sem er að pirra mig og þá er kannski bara ágætt að taka það út á einum degi í stað þess að dreifa því um heila viku. 

 

þriðjudagur, september 02, 2008

Vinkonukvöld og réttir

ALveg hreint yndisleg helgi að baki.  Byrjaði snemma með að leikskólum var lokað á hádegi.  Og þar sem það er ekki pabbahelgi þá sótti ég guttann minn og áttum við snilldar tíma saman eins og alltaf.  Fórum upp í sveit og um kvöldið hitti ég svo Önnu mína og Dóu mína!  Gabríel var í passi hjá afa sínum og ömmu. 

Þær skvísur gistu hjá mér um nóttina og það var rosalega gaman að hafa þær! Mikið talað og rætt.  Kíktum á lífið en vorum í rólegri kantinum. 

Laugardag fór ég uppeftir aftur. Pabbi var með afmælismatinn sinn og það var rosalega ánægjuleg stund.  Þarna náðist að hóa saman báða afana mína og ömmu mína, Jenna í Belg, Þórhöllu og hennar lið.  Gabríel var svo ánægður með þetta.   Hann naut þess að spila við langömmu sína, og vera innan um allt fólkið.  Hann vildi td bara sitja og borða hjá Jenna sínum.  Enda læðir hann ósjaldan hendinni í hendi Jenna svo lítið beri á.  Þeir eru miklir félagar og hafa verið alla tíð.  Jenni er eina manneskjan sem Gabríel tók strax sem ungabarn.  Brosti strax til hans. Og vildi strax fara til hans.  Enda vill hann alltaf fara til Jenna í Belg þegar hann er í sveitinni. 

Og sunnudag var réttað í sveitinni.. það var gaman að sjá allt fallega féð koma af fjöllum.  Gabríel var ekki alveg eins kaldur og í fyrra, en skemmti sér þó.  Og við pabbi keyrðum svo féð í Belg er búið var að draga. 

Ég er búin að setja myndirnar á netið frá helginni :)

rettir