föstudagur, september 05, 2008

skúffubakstur og föstudagur..

jamm það er helgi framundan.  Ég er að vinna til 18:00 og Hulda búin að koma og sækja dótið hans Gabríels, og örugglega búin að sækja hann líka.  Sá stutti alltaf hress.  Verður hjá pabba sínum og þar sem gekk svo vel með að hann færi í skólann frá þeim á mánudaginn þá ákváðum við að halda því bara áfram. 

Svo ég sit hér og get ekki annað til 18:00 og velti því fyrir mér hvernig ég eigi að eyða helginni. 

Dóan mín kom og knúsaði  mig bless.  Hún fór suður í dag og fer aftur til Amsterdam á mánudaginn.  Væri til í að hafa hana lengur.  Alltaf.  Hana, Röggu og alla hérna hjá mér - ég er eigingjörn ég veit... Sem betur fer er Anna mín í nálægu sveitarfélagi! - ætla þangað eftir viku í rólegheitin - Gabríel er farinn að tala um að fara í Fellshlíð og hitta Önnu frænku og Hermann frænda. 

Við bökuðum skúffuköku í gær.  Hann fékk að skreyta með smartís.  Það var rosalega gaman hjá okkur.  Hann fékk líka að smakka.. he he ... setti inn myndir á flikkrið okkar !! Ef þið smellið á "slideshow" koma myndirnar stærri og flottari :o)

eigið góða helgi !

gah_smartis

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Yndislegar myndir :)

Kátur og hamingjusamur sonur þarna á ferð ;)

Knús

J?hanna sagði...

hmmm nafnlaus??? Þetta var sko ég ;)

Nafnlaus sagði...

knús!! hvenær kemur næsta bloggfærsla hjá þér min kæra?? Misssss U