fimmtudagur, september 18, 2008

Snjór í fjalli...

Dagarnir silast áfram.  Reyndar var gærdagurinn alveg hrikalega langur og lengi að líða.  Fannst hann svo þurr og bara ekkert spes.  Maður var hálf tuskulegur eftir svefnlitla nótt.  Hrökk nokkrum sinnum upp við rokið.  Var reyndar alveg hissa að sonurinn skreið ekki uppí.  Hann rumskaði ekki við lætin blessaður. 

Við fórum til Sylvíu Ósk á þriðjudag og skoðuðum froskana og salamöndruna.  Þetta eru lítil, svört og slímug dýr.  Gabríel var rosalega hrifinn.  Ok mér fannst þau obbó sæt.  Lítil og fíngerð, og mér brá alltaf jafn mikið við að sjá þetta hreyfa sig. 

Helgin síðasta var hrein snilld.  Fórum í Fellshlíð eftir vinnu á föstudag, þar var sko vel tekið á móti manni.  Þau eru svo frábær.  Bjór og kjólaþættir frameftir nóttu.  Láum svo í leti fram eftir laugardegi og enduðum í smá jeppaferð.  Fórum upp að Narfastaðaseli.  Og þar eru gamlar tóftir, en síðast var búið þar 1940.  Tók hellings af myndum og á eftir að henda þeim inná flikkrið.  Gabríel fílaði sig í tætlur.  Hann dýrkar að fara í Fellshlíð, er eins og heimavanur þar.  Líður vel, enda ekki annað hægt! Hann talar um Önnu frænku og Hermann frænda og Blíðu sætu. 

Við fórum svo í Mývó á laugardagskvöldinu.  Ákvað að fara ekki í nörrapartýið.  Ég hreinlega vildi ekki fara frá syni  mínum.  Mer finnst yndislegt að vakna með honum á morgnana, njóta lífsins. 

Fórum að smala með pabba, Hirti Smára og Sylvíu Ósk.  Mamma kom með sem ráðleggjandi :) he he - bara gaman.  Horft á formúlu og borðað snakk.  Gabríel og Hjörtur eru sko vel liðtækir í snakkinu !

Jámm snilldar helgi.  Á eftir að sakna guttans næstu helgi, en það er bara gott.  Verður enn betra að fá hann heim!.

Engin ummæli: