miðvikudagur, september 10, 2008

life goes on....

Hugur minn hefur verið hjá vinkonu minni mikið undanfarna daga.  Og það hefur stangast á gleði og sorg, og alveg trúi ég að hún snúist í  hringi þessi elska.  Vildi ég gæti hent öllu frá mér, gripið son minn og farið til hennar, til að deila þessu með henni, grátið í sorginni og hlegið í gleðinni.  Sonur minn mundi knúsa frænku sína og gefa henni alla sína einlægu, innilegu hlýju sem  hann býr yfir.

Þegar ég sótti hann á mánudag í leikskólann knúsuðumst við og það var svo gott að sjá hann.  Og allt kvöldið (þar til hann fór að sofa) átti hann það til að koma til mín uppúr þurru, strjúka yfir handlegginn á mér "mamma mín", og knúsa mig.  

Maður má ekki taka lífinu sem sjálfsögðum hlut, eða einhverjum nákomnum.  Þeir geta verið farnir áður en þú snýrð þér við.  Þökkum fyrir þær stundir sem við eigum saman, og fyrir þá sem standa okkur næst!. Og litlu kraftaverkin sem börnin okkar eru!

knús til ykkar!

Engin ummæli: