fimmtudagur, september 25, 2008

í rólegheitum.

er ein heima.  sonur er hjá pabba sínum þar sem það er lokaður skólinn hans á morgun, og ég er að vinna.  Fínt fyrir Gabríel, hann gistir þar í nótt og ég sæki hann svo þegar ég er búin að vinna.  Og þá ætlum við í sveitina.  Gabriel talar um að fara í sveitina alltaf reglulega.  Hann þarf á því að halda að hitta afa sinn og ömmu.  Það er líka alltaf gott að fara þangað.

Svo núna er ég ein í koti, að hafa það náðugt og rólegt.  Ekki það að ég geti haft það náðugt og rólegt þó minn yndislegi sonur sé heima.  Það er bara öðruvísi.  Hlakka til helgarinnar sem við eigum framundan saman!

Góða helgi !

Engin ummæli: