mánudagur, júní 27, 2005

Vegalengdir...

er styttra frá Fáskrúðsfirði til Reykjavíkur, en frá Reykjavík til Fáskrúðsfjarðar??

fimmtudagur, júní 16, 2005

Allt við hið sama

og ekkert að gerast. Gabríel alltaf jafn rólegur og yndislegur. Hann er svakalega duglegur þessi elska, næstum farinn að sitja sjálfur. Skoðar allt, talar við alla, rosalega hress og hraustur. Ég bíð svoooo spennt eftir litla bumbubúa hjá Eddu vinkonu. Hlakka til að hitta hann/hana.
Hjölli er búinn að vera mikið uppi á hæð 2, enda er hún líka orðin geggjuð. Hann er að panelklæða hana, og það kemur svooo vel út.
Gabríel er reyndar pirraður oft vegna tanna og hefur verið að vakna um 6 á morgnana. Ég er orðin ágætlega þreytt.
Fæðingarorlofið mitt fer að verða búið og mér óar við hve hrikalega fljótt tíminn líður.

miðvikudagur, júní 08, 2005

Lítil (stór) prinsessa komin í heiminn!

Hrund vinkona eignaðist prinsessu í gær 7. júni. Heilsast þeim vel og gekk ágætlega. sú stutta (langa) er 16,5merkur og 54cm!!
Til hamingju elsku hjartans Hrund og fjölskylda!!!

Molla

það er molla úti, búið að vera molla undanfarna daga. Sem betur fer þá er viftan sem Hjölli setti upp í holinu alveg að virka og standa sig. Skruppum til Akureyrar á mánudaginn. Tilgangur fararinnar voru gleraugnakaup. Og náðum við hjónaleysin að versla okkur bæði ágætis gleraugu. Þau koma í pósti síðar í vikunni, hlakka klikkað til.
Panellinn kom loks í gær og er Hjölli byrjaður á að klæða hæðina uppi. þetta á eftir að vera klikkað flott! Ég náttla búin að innrétta hæðina í huganum......

sunnudagur, júní 05, 2005

Afmælisbarn dagsins

Anna Geirlaug. Hún er 30. ára í dag - velkomin í hóp hinna fullorðinna krumpudýra!!! Takk aftur fyrir dásemdarkvöld! Ástarkveðja Guðrún

laugardagur, júní 04, 2005

Velti sér

Í dag velti Gabríel sér í fyrsta skipti!! Hann varð ekkert smá hissa þegar hann endaði á bakinu, en ég náttla hoppaði um af kæti og sagði öllum á WoW servernum frá því.....

Afmælisbarn dagsins....

Ragga vinkona!! Til hamingju með daginn elsku Ragga mín!!

þriðjudagur, maí 31, 2005

Heitt, heitt, heittheittheittheitt

það er svo heitt að það er engu lagi líkt. Sólin steikir allt, hafgolan nær samt að kæla, en hérna inni, með þessum stóru gluggum er nánast ekki hægt að vera. Sonurinn í tannatöku má ekki við miklu og er ekkert hrifinn af þessum hita, endaði á þunnri samfellu með kalt vatn í pela - þá var hægt að ræða aðeins við hann, og svalasti staðurinn í húsinu er rúmið hans, enda liggur hann þar núna í smá dúr.

mánudagur, maí 30, 2005

Tennur

Í dag fundust 2 tennur í neðri góm Gabríels. Ég er held ég montnasta mamma í heimi!!!

laugardagur, maí 28, 2005

Mývó, ammæli, eyrin.

Jamm jamm og jæja. Biðst afsökunnar á bloggleti. Málið er að WoW hefur átt allann minn aukatíma undanfarið. Ég er gjörsamlega húkkt á þessum leik, enda er hann geggjað skemmtilegur, og ég er að spila með meiriháttar hressu fólki allstaðar í heiminum.
Gabríel er yndislegur. Hann mældist á 5 mánaða afmæli sínu 66 cm og 8,8 kg. Flottur, sprækur og hress strákur. Hann er draumabarn.
Ég fór ein af bæ um helgina. Reyndar með tíkina með mér, en skildi þá feðga eftir heima. Kominn tími til að lengja aðeins á naflastrengnum. Gekk svona líka vel. Leið frekar asnalega heima hjá mömmu og pabba á fimmtudagskvöldið, enginn Gabríel til að stumra yfir og sinna. Átti yndislegan dag með mömmu minni á Akureyrinni á föstudeginum (í gær) og svo um kvöldið átti ég frábæra kvöldstund með tveimur kjarnakonum og krumpudýrum Dóu og Önnu. Það var mikið spjallað og skrafað. Þetta var í tilefni krumpuafmælis Önnu, en hún verður 30. núna 5. júní.. þarf að finna mynd til að pósta hérna á ammælisdaginn sjálfann!!! Þær fengu sér bjór og rauðvín (ég er alveg hætt öllu slíku) var magnaður matur á þeim bæ. Og frábært andrúmsloft. Spiluðuðm hið bráðskemmtilega Jungle Speed, úff mar, það fengu glös og skálar að fljúga og nef klóruð, og puttar beyglaðir, mikið helgið og mikið gaman!!!
Alveg snilld.....

föstudagur, maí 20, 2005

Kæra vinkona

í Reykjavíkinni. Lífið er alltaf eins og rússibani - got it's ups and downs. Málið er að hjá sumum okkar þá fer það lengra niður en gengur og gerist og maður verður bara að díla við það. Og á þeim stundum er bara að bíta á jaxlinn, bera höfuðið hátt og senda puttann á vandamálin.
En auðvitað númer eitt, tvö og þrjú er að vita hverjir vinir sínir eru og nota þá. Til þess eru þeir. Vinir eru bara eitt símtal í burtu þó vegalengdin sé löng. Og það skiptir ekki máli hvenær á sólarhringnum það er!!!
Þó að þú sjáir manneskju sem þér líkar ekki við - þá ertu samt yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst og þakka Guði fyrir að eiga vin í þér!

fimmtudagur, maí 19, 2005

Rosalega

líður tíminn hratt.......

föstudagur, maí 13, 2005

Where Dogs Dream


They might not need me - yet they might.
I'll let my heart be just in sight.
A smile so small as mine might be.
Precisely their necessity.


Alveg yndisleg bók sem ég fékk í afmælisgjöf frá Önnu G. og Dóu. Þessi bók er nauðsynleg til að flétta upp í til að finna sér smá bros á erfiðum dögum.

fimmtudagur, maí 12, 2005

Nýjar myndir

loksins loksins kom ég því í verk að lóda myndum úr fermingunni á netið. Það var afskaplega gaman að hitta allt fólkið, og er þetta bara pínu brot af þeim myndum sem voru teknar.
Annars er allt gott að frétta héðan. Gabríel er nett pirraður þessa dagana - hugsa að tennurnar séu loks að koma. Hann á það til að reka upp sársaukaorg reglulega og fara hreinlega að hágráta upp úr þurru. Maður finnur svo til með honum að maður vill helst bara sitja einhverstaðar með hann og knúsa hann.
Ég er í pásu frá leiknum mínum, enda er frekar erfitt að spila þegar maður er með hugann við annað og fær kannski bara 5-15 mín í einu að spila. Er búin að grípa í föndrið þess í stað enda nálgast afmæli sem ég er að klára afmælisgjöf fyrir.
Sumarið er komið.......

fimmtudagur, maí 05, 2005

Líf og fjör

jamm er tilbúin í slaginn við hálkubletti öræfanna. Er búin að pakka mér og syninum, læt kallinn um að pakka sjálfum sér. Skítakuldi úti, rok og leiðindi. Sonurinn með ræpu þe munnræpu við fluguna sína, hættur að syngja í dag snáðinn, en undanfarið hafa dagarnir byrjað á þessum líka yndislega söng.
En svo já erum við að fara´i sveitina á eftir til að vera viðstödd þegar Sylvía verður fermd.

miðvikudagur, maí 04, 2005

Afmælisbarn dagsins

er hún mamma mín
Rósa Emelía Sigurjónsdóttir
(mynd tekin 1955)

Hún er 55 ára í dag!
Til hamingju með daginn elsku mamma mín !!

þriðjudagur, maí 03, 2005

Latte með undanrennu....

ég er orðin svooooo mikill snillingur í lattegerð að ég gat gert froðuna úr undanrennu!!!!

sunnudagur, maí 01, 2005

Skýrnir, fermingar, jarðarfarir....

Góðan daginn og gleðilegan sunnudag. Lífið gengur sinn vanagang hérna fyrir austan. Sonur minn er í óða önn að stækka - fullhratt að mínu mati. Eins og góð vinkona mín sem er reynslurík yndisleg mamma segir að áður en maður veit af þá eru þau komin með tennur, farin að missa þær aftur og byrjuð í skóla. Ég var að fatta það áðan að ég þarf að fara úr 4-9 kg bleyjur í stærra næst þegar ég kaupi birgðir.
Hlakka rosalega til næstu helgar. Þá er önnur snilldar mamma að ferma. Þórhalla systir er að ferma frumburð sinn hana Sylvíu Ósk Sigurðardóttur. Þá koma saman fullt af ættingjum, og mér finnst persónulega skemmtilegra þegar allir safnast saman í fermingar eða skýrnir frekar en jarðarfarir. Það er allt of algengt að fólk hittist bara á jarðarförum. Margir af ættingjum mínum hafa ekki hitt Gabríel, og ég hlakka til að monta mig af honum. Við ætlum að skýra í sumar, stefnum að helginni 17-19 júní þar sem 17. júní er frídagur sem kemur upp á föstudegi (ótrúlegt það nær aldrei gerist) og þá hafa fleiri kannski möguleika á að komast norður! Við ætlum að skýra á Akureyri, miðsvæðis. Mig langaði til að skýra á afmælisdegi pabba, sólsumarstöðum 21. júní en hann kemur upp í miðri viku.
Jæja Wold of Warcraft kallar.....

föstudagur, apríl 29, 2005

World of Warcraft

og teamspeak hefur átt alla mína umfram athygl sl daga. Gabríel no 1, 2 og 3, svo kemur Kítara og Hjölli, annars hefur world of warcraft verið í gangi. Við Hjölli sitjum í sitthvoru herberginu með teamspeak á og hlaupum um annann heim í leit að monsterum og lootum og spjöllum við fólk sem er online hvar sem er úr heiminum. Þetta er virkilega gaman!
Sonur minn er gullmoli, langfallegasta barn ever!!!

mánudagur, apríl 25, 2005

Hallormstaðaskógur og Moli

Hæ dúllur nær og fjær. Ofboðslega gott veður var um helgina. Við semst ákváðum að fara á rúntinn í gær og rúnta um okkar nánasta umhverfi. Enduðum uppi á Egs, í ís og sól. BT opnaði ekki fyrr en kl 13:00 svo við tókum rúnt í Hallormstað. Rosalega fallegt er þar, en sumarið er samt ekki alveg byrjað svo gróðurinn er rétt að fara að taka við sér. Við löbbuðum um, leyfðum tíkinni að hlaupa lausri, og auðvitað fann hún læk og spýtur. Rosa fjör. Gabríel líkaði þetta alveg ágætlega. Við ákváðum að koma hingað aftur seinna í sumar þegar gróðurinn er kominn vel af stað.
Við fórum á föstudeginum á Egs til að versla, og rúntuðum á Reyðarfjörð. Þar var verið að opna nýja verslunarmiðstöð Molann. Var svakalega margt fólk og svakalega stór kaka. Þótt ég sé í nammibanni þá fékk ég mér smá smakk og var hún ofboðslega góð. (btw hef ekki borðað nammi í 3 vikur núna - ekki einu sinni á laugardögum)
Hjölli gaf mér online leikinn World of Warcraft. Er að installa honum, hlakka til að byrja að spila hann.