mánudagur, apríl 25, 2005

Hallormstaðaskógur og Moli

Hæ dúllur nær og fjær. Ofboðslega gott veður var um helgina. Við semst ákváðum að fara á rúntinn í gær og rúnta um okkar nánasta umhverfi. Enduðum uppi á Egs, í ís og sól. BT opnaði ekki fyrr en kl 13:00 svo við tókum rúnt í Hallormstað. Rosalega fallegt er þar, en sumarið er samt ekki alveg byrjað svo gróðurinn er rétt að fara að taka við sér. Við löbbuðum um, leyfðum tíkinni að hlaupa lausri, og auðvitað fann hún læk og spýtur. Rosa fjör. Gabríel líkaði þetta alveg ágætlega. Við ákváðum að koma hingað aftur seinna í sumar þegar gróðurinn er kominn vel af stað.
Við fórum á föstudeginum á Egs til að versla, og rúntuðum á Reyðarfjörð. Þar var verið að opna nýja verslunarmiðstöð Molann. Var svakalega margt fólk og svakalega stór kaka. Þótt ég sé í nammibanni þá fékk ég mér smá smakk og var hún ofboðslega góð. (btw hef ekki borðað nammi í 3 vikur núna - ekki einu sinni á laugardögum)
Hjölli gaf mér online leikinn World of Warcraft. Er að installa honum, hlakka til að byrja að spila hann.

3 ummæli:

Dóa sagði...

Kona góð! Það er náttlea GLÓRULAUST að fara í nammibindindi og ekki borða nammi á laugardögum! Þú ert að neita þér um alveg einn fæðuflokk og allir næringaráðgjafar segja að það sé ekki hollt og gott fyrir mann til lengri tíma! Og hana nú!

Þetta gæti ég sko ekki, þú átt alveg heiður skilið fyrir þetta... en mér finnst það samt glórulaust!

þú ert hetja! :o)

Guðrún K. sagði...

ég er samt ekkert að minnka!!
(grátur GRÁTUR GRÁÁÁÁÁTUUUUUR)

Dóa sagði...

Hang in there honey!
og mundu að góðir hlutir gerast hægt.. þetta kemur vittu til :o)