Sko - eftir mjög svo vel heppnaða laufabrauðshelgi í Mývó þá finn ég að ég er komin með hræðileg félagsleg fráhvarfseinkenni frá fimm fræknum fljóðum.....
Ég hitti eina góða vinkonu um helgina og ég fann þegar hún var farin að ég hefði viljað hafa hana hjá mér miklu lengur, í meira næði til að spjalla meira saman. Takk fyrir að kíkja inn elsku Anna mín!
Og þá fann ég einnig enn meir hvað ég sakna vinkvenna minna í bænum...
En ég er annars rosalega kát þessa dagana, jólin á næsta leiti, ætla að hengja upp seríur í kvöld, Gabríel yndislegri en allt sem yndislegt er, og stækkar og stækkar..... Hann er núna farinn að borða með okkur alltaf á kvöldin og borðar okkar mat. Tennur no 7 og 8 eru að skríða í gegn, með tilheyrandi látum.
Og púkahornin og halinn koma oftar og oftar í ljós, hann hefur húmor þessi elska. Ragga - hann er með húmor afa síns !! Þið eigið eftir að vera góð saman!! Einnig þá er afar sterkt í honum "láttu mig vera ég get sjálfur" hef á tilfinningunni að þetta verði ein af hans fyrstu setningum - ákveðinn og sjálfstæður! Vill skoða allt, prófa allt og gefst ekki upp fyrr en takmarki er náð. Það er td vegna þessa sem hann er næstum farinn að borða sjálfur með skeið, við megum bara ekki hjálpa, hann vill gera þetta sjálfur. Matur á ekki að vera stappaður, hann skal vera í bitum svo hann geti borðað hann sjálfur, og reynir að stinga í með gaffli. Farinn að drekka úr glasi, drekkur sjálfur úr stútkönnu - ég hjálpa með glasið. Hann er ekki farinn að labba enn, en það stoppar hann ekki, hann fer sínar leiðir og hefur sinn hátt á. Fullkomlega eðlilegt heilbrigt og hraust barn sem segir "namm namm" þegar hann sér lýsisflöskuna, "datt" (þykist vera voða hissa) þegar hann er nýbúinn að grýta hlutnum á gófið.....
mánudagur, nóvember 28, 2005
fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Kominn vetur
Halló dúllurnar mínar. Sorry hvað ég er hræðilega löt að skrifa, en það er bara nóg að gera hjá mér og þegar ég kem heim er dagurinn allt annað en búinn. Litli sonur minn, sem stækkar og stækkar á mig alla þegar ég kem heim og þar til hann fer að sofa, öðruvísi vildi ég ekki hafa það. Okkur líður annars mjög vel.
Það er bar komið ógisslegt veður úti, veturinn kominn með öllu sínu. En samt finnst mér þetta allt í lagi. Ef ég kemst ekki í sveitina á morgun, þá læt ég bara fara vel um mig heima og hengi upp jólaseríur og lýsi upp þetta myrkur sem umlykur allt í kringum mann þessa dagana, en þið kannski takið ekki eftir því að það er nánast alltaf dimmt núna. Maður tekur einhvernveginn meira eftir því þegar maður er svona úti á landi þar sem borgarljósin ná ekki til manns til að lýsa upp umhverfið. Maður þakkar fyrir stjörnurnar og þegar tunglið er fullt, þá er ekki alveg eins dimmt. En annars er alveg kolniðamyrkur. Hjölli ætlar að hjálpa mér að setja upp seríur á hæð 2- það verður skemmtileg breyting að sjá jólaljós þar uppi, í stað dimmrar og drungalegrar hæðar. Eins og litlu krakkarnir kölluðu Sunnuhvol "draugahúsið" eða "nornahúsið"
Svo já - to sum up - jólaseríur eru á leiðinni upp hjá mér...
mánudagur, nóvember 07, 2005
föstudagur, nóvember 04, 2005
Glæpur?
er það glæpur að fá sér súkkulaði fyrir klukkan 09:00 á föstudagsmorgni?
Og ef svo er hverjum er þá það að kenna? Er það manninum sem setti stóra fallega York Peppermint Patties kassann upp á hillu í allra augsýn og í almennri gönguleið sem liggur ma á klósettið svo maður kemst ekki hjá því að ganga fram hjá silfurlituðum umbúðum ilmandi súkkulaðis???
- Komment vel þegin!
þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Ekkert msn
ég held að það sé búið að slökkva á msn - þe búið að loka á það í servernum.... Ég allavega næ ekki að loggast inn - grátur grátur - og þar sem ég er ekki komin með meil hérna þá er ég algjörlega ein í heiminum - ekkert tengd við "the outside world" .... ansk.. helv.. djö....
miðvikudagur, október 26, 2005
Lasin í dag
í gær sagði ég að ég gæti alveg eins setið í vinnu við tölvuna eins og heima hjá mér - en í dag var ég borin ofurliði og var heima.
þriðjudagur, október 25, 2005
útivinnandi mamma
ég hefði aldrei getað ímyndað mér hve flókið þetta getur orðið. En ég er heppin, Gabríel á frábæran pabba, og er sjálfur svo góður. Síðasta vika var strembin, en við lærum öll á þetta. Ég tek bara ofan hattinn fyrir einstæðrum mæðrum!
Vinnan er fín. Hresst fólk sem ég vinn með, góður andi, frá öllum hornum heims. Naut þess að eiga "helgarfrí", knúsaði barnið mitt, karlinn minn og hundinn minn, lék mér í tölvunni, svaf út á sunnudaginn, og náði mér í einhvern flensuskít einhverstaðar. En það er ekki svo slæmt, nefrennsli og smá hausverkur, get alveg eins setið hér fyrir framan tölvuna go heima fyrir framan tölvuna þar.
Ég vil óska kærri vinkonu minni - dugnaðar konu - til hamingju með syni sína tvo, sem eiga afmæli um þessar mundir!! Knús og kossar að austan!!
mánudagur, október 17, 2005
Litli labbapabbakútur
þetta er fyrsti vinnudagurinn frá rúsínustráknum mínum - og ég sakna litla mannsins....
so far so good
jæja - þá er ég komin í vinnu - eftir langan tíma utan vinnumarkaðarins. Þetta lítur allt ágætlega út hérna. Eitthvað vesen hvað varðar vinnustundaviku - 40 eða 48 tímar, samningur segir 40 svo ég vona að það haldist. Finnst svolítið langt að vera í 48 vinnuviku, frá honum Gabríel mínum. Skrifborðið mitt ekki reddí enn, tölvan ekki komin enn, er núna við skrifborð einnar sem er lasin í dag (mánudagsveiki??)
allavega - ókei að vera komin í vinnu - pikka inn tölur....
fimmtudagur, október 13, 2005
Ég er á lífi
hæ hó honeys - ég er á lífi jámm og jæja. Er núna búin að vera heila viku í Mývó og er orðin afar þreytt og komin með mikla heimþrá. Alltaf gott að vera hjá mömmu og pabba, en ég er farin að sakna tölvunnar minnar, stólsins míns, hókus pókus stólsins, rúmsins míns, og já auddað Hjölla mar! Hann og Gunnar eru búnir að vera í að draga nýtt rafmagn í húsið okkar. Hlakka til að sjá árangurinn.
Ég er komin með vinnu - byrja að vinna næsta mánudag - enda er komið MEGA stress í mína núna. Svona fyrstivinnudagarstressið er að herja á mig... það er semst reikningadeild Alcoa sem ég er að fara að brasa við. Ég sendi nánari details þegar ég veit meira - allavega á ég að mæta á svæðið kl átta nk mánudag!!
Ég er reyndar afskaplega ánægð með þetta!
'till later - knús og kossar
þriðjudagur, október 04, 2005
Góð lesning
Hún Jóhanna mín kæra er með snilldar færslu í dag http://nutnews.blogspot.com/ sem ég hvet ykkur til að lesa og spá aðeins í....
sunnudagur, október 02, 2005
Ég er að fara
í sunnudagaskólann núna klukkan 11:00. Ég er að fara með Gabríel ekki halda að ég sé orðin klikkuð. Ég hugsa að hann hafi gaman og gott af því að fara, hitta aðra krakka, heyra tónlist og hlusta á sögur.
föstudagur, september 30, 2005
Klukk....
ég var klukkuð af henni Dóu minni - þarf að finna 5 vitagagnlausar staðreyndir um mig.... og það er nú ekki það auðveldasta sem ég hef gert um ævina.
- Þegar ég var lítil þá var ég (og reyndar er) afskaplega hrifin af hestum, og þar sem foreldrar mínir álíta að þeir séu best geymdir í tunnu þá fékk ég ekki einn slíkan svo ég bjó mér til hest úr tveimur eldhússtólum og lék mér þannig.
- Ég dýrkaði Madonnu á mínum yngri árum
- Ég elska að labba úti í hlýrri dembu (sem gerist aldrei hérlendis)
- Ég komst upp með að brjóta fallegu skálarnar hennar mömmu því ég var svo "róleg" - þær bara óvart "duttu"
- Ég átti bangsa sem hét Misja - í höfuðið á rússneskum bangsa í teiknimyndasögu sem ég horfði á þegar ég var lítil. Bangsinn er enn til, uppi í skáp hjá mömmu, hann fékk ég þegar ég fæddist frá systur minni elskulegu sem gerði götin í eyrun á mér.
Þar hafið þið það dúllurnar mínar! Ég skora á Vilborgu vinkonu til að setja upp blogg og koma með næstu 5 vitaganglausar staðreyndir um sjálfa sig.
fimmtudagur, september 29, 2005
Frosin
Sit hér við gluggann í tölvuherberginu mínu og er frosin. Gabríel sefur úti og ég verð að hafa gluggann opinn til að heyra í honum ef hann skildi vakna.
Reykjavík var frábær, en gott að koma heim. Náði að sjálfsögðu ekki að hitta alla sem mig langaði til að hitta, en svona er þetta bara.
Kom heim á nýjum bíl, hinn er á Akureyri og verður hann húsbóndabíll þegar Hjölli fær prófið. Minn er 98 módel subaru impresa - rosa flott og æðisleg.
Verslaði fullt og meira í bænum, fékk algjört kast í barnafatabúðum. Finn soldið til í veskinu, en hey - ég á ekki eftir að gera þetta aftur á næstunni.
Setti inn myndir úr ferðínni á síðu sonarins sem þið getið nálgast hér og séð hvað ég á laaang fallegasta barnið í heiminum!!!
Reykjavík var frábær, en gott að koma heim. Náði að sjálfsögðu ekki að hitta alla sem mig langaði til að hitta, en svona er þetta bara.
Kom heim á nýjum bíl, hinn er á Akureyri og verður hann húsbóndabíll þegar Hjölli fær prófið. Minn er 98 módel subaru impresa - rosa flott og æðisleg.
Verslaði fullt og meira í bænum, fékk algjört kast í barnafatabúðum. Finn soldið til í veskinu, en hey - ég á ekki eftir að gera þetta aftur á næstunni.
Setti inn myndir úr ferðínni á síðu sonarins sem þið getið nálgast hér og séð hvað ég á laaang fallegasta barnið í heiminum!!!
þriðjudagur, september 13, 2005
kem í bæinn á morgun
að 15:55 staðartíma, verð á bílaleigubíl þar sem ég er alls ekki að nenna að keyra þá splæsti ég á mig flugi.
á faraldsfæti enn einu sinni
jæja dúllurnar minar. Nú fer að koma að því að við komum í bæinn. Erum að reyna að finna íbúð í viku en það gegnur ekki nógu vel þar sem þetta er með dulítið stuttum fyrirvara. Hjölli er þegar farinn suður. Málið er bróður Hjölla líður ekki allt of vel. Og fór Hjölli suður til að hitta hann áður en áætluð ferð til Finnlands hefst hjá Nonna (bró) en þar eru áætlaðar fleiri aðgerðir.
Okkur langar til að vera í viku, svo ef einhver veit um einhverja íbúð sem við getum fengið leigða (með búnaði) þá væru það vel þegnar ábendingar.
Annað - göngin eru bara snilld!! Fór til Reyðarfjarðar í gær - til að versla - og ég var bara klukkutíma í burtu - með akstri fram og til baka (dúllaðist í búðinni) Maður er núna bara korter til Reyðarfjarðar í stað 40-50 mín og auk þess sem allt er núna á sniiiildar vegi!!
Okkur langar til að vera í viku, svo ef einhver veit um einhverja íbúð sem við getum fengið leigða (með búnaði) þá væru það vel þegnar ábendingar.
Annað - göngin eru bara snilld!! Fór til Reyðarfjarðar í gær - til að versla - og ég var bara klukkutíma í burtu - með akstri fram og til baka (dúllaðist í búðinni) Maður er núna bara korter til Reyðarfjarðar í stað 40-50 mín og auk þess sem allt er núna á sniiiildar vegi!!
föstudagur, september 09, 2005
Opnun Fáskrúðsfjarðargangna í dag!
Já loksins í dag verða þau opnuð þessi langþráðu göng. Það er eitthvað húllumhæ í kringum þetta en mér er alveg sama um það - hlakka bara til að fara að nota þau.
Ætlum upp á Egs í dag að skoða bíl fyrir Hjölla en hann fer nú að fá prófið aftur blessaður - rosalega hlakka ég til. Svo sennilegast keyrum við löngu leiðina þangað en stuttu til baka!!
Var að uppfæra síðuna hjá syninum - vona að ykkur líki hún, setti inn fleiri myndir líka. Hann er víst orðinn 8 mánaða og 2 vikna - rosalega líður tíminn - eins og vinkona mín hún Jóhanna sagði - áður en ég veit af þá verður hann farinn að missa barnatennur og að byrja í skóla.. ég hugsa að hún hafi rétt fyrir sér þar blessunin.
Hafið það gott um helgina djásnin mín.
Ætlum upp á Egs í dag að skoða bíl fyrir Hjölla en hann fer nú að fá prófið aftur blessaður - rosalega hlakka ég til. Svo sennilegast keyrum við löngu leiðina þangað en stuttu til baka!!
Var að uppfæra síðuna hjá syninum - vona að ykkur líki hún, setti inn fleiri myndir líka. Hann er víst orðinn 8 mánaða og 2 vikna - rosalega líður tíminn - eins og vinkona mín hún Jóhanna sagði - áður en ég veit af þá verður hann farinn að missa barnatennur og að byrja í skóla.. ég hugsa að hún hafi rétt fyrir sér þar blessunin.
Hafið það gott um helgina djásnin mín.
miðvikudagur, september 07, 2005
Mygluð....
Hvaðan skildli barnið hafa það að vakna kl 6 !! Þó svo ég sé morgun hress þá er ég ekki alveg svooo hress að ég skvettist upp úr rúminu kl 6 og ráðist á daginn. Það þarf "ritual" þegar vaknað er svona snemma. Rumska og fara framúr, pissa með lokuð augun, passa að dagurinn nái ekki alveg að komast að fyrr en maður er kominn að kaffivélinni (enn með lokuð augun) og fá sér kaffi. Þá þarf maður að setjast niður og súpa heitt nýlagað kaffið, og átta sig á staðreyndum að maður er vaknaður og gera líkamanum það ljóst - ásamt heilanum að nú sé kominn tími til að fara að starfa. Sé þetta ekki gert svona er hætta á því að maður verði úríllur, geðvondur, pirraður og þreyttur allann daginn - aka "að hafa farið fram úr vitlausum megin"
miðvikudagur, ágúst 31, 2005
Sökum FJÖLDA áskoranna
þá hef ég ákveðið að hripa niður nokkrar línur. Já okkur líður afskaplega vel. Gabríel stækkar og stækkar og er alltaf jafn yndislegur í alla staði. Hann er kominn með 4 tönnslur, 2 uppi og 2 niðri og er geysilega montinn af þeim. Hann er farinn að skríða og sitja eins og herforingi, og vill vera á fartinu daginn út og inn. Sefur rosalega mikið og borðar vel, enda hraustur og flottur strákur!! (ég er enn montin af honum og sennilegast held ég áfram að vera það um ókomna tíð)
Innilegar hamingjuóskir með afmælin, Vilborg og Jóhanna!!! Þið eruð flottar og ég sakna ykkar beggja mikið! Eins og fleiri. Ég fæ reglulega yfirþyrmandi söknunartilfinningu til ykkar allra! Og ég er farin að þarfnast helgarfrí í Reykjavíkinni. Spurning hvort maður mætti koma einn?
Sumarið leið allt of hratt (like always) Var mikið á flakki í sumar, er td nýkomin frá Mývó - þar sem ég var svo heppin að hitta Önnu og Eddu, og hitta son Eddu í annað sinn og fór það betur en síðast. Drengurinn hennar er rosalega flottur strákur og má hún vera montin af honum!!!
Hjölli mega duglegur að gera við hæð 2, enda fer hún sennilegast að komast í gagnið, mikið hlakka ég til. Þá flytjum við tölvurnar upp og Gabríel fær sitt eigið herbergi hér niðri - þá mitt herbergi. Hlakka til að gera það að alvöru barnaherbergi - ætla að skreyta það sjálf, mála á vegginn og þess háttar.
Jamm ekki mikið meira um að vera hér, öllum líður vel, allir hraustir og hressir.
Bið afsökunnar á netletinni í mér.....
knús og kossar til ykkar allra!!
Innilegar hamingjuóskir með afmælin, Vilborg og Jóhanna!!! Þið eruð flottar og ég sakna ykkar beggja mikið! Eins og fleiri. Ég fæ reglulega yfirþyrmandi söknunartilfinningu til ykkar allra! Og ég er farin að þarfnast helgarfrí í Reykjavíkinni. Spurning hvort maður mætti koma einn?
Sumarið leið allt of hratt (like always) Var mikið á flakki í sumar, er td nýkomin frá Mývó - þar sem ég var svo heppin að hitta Önnu og Eddu, og hitta son Eddu í annað sinn og fór það betur en síðast. Drengurinn hennar er rosalega flottur strákur og má hún vera montin af honum!!!
Hjölli mega duglegur að gera við hæð 2, enda fer hún sennilegast að komast í gagnið, mikið hlakka ég til. Þá flytjum við tölvurnar upp og Gabríel fær sitt eigið herbergi hér niðri - þá mitt herbergi. Hlakka til að gera það að alvöru barnaherbergi - ætla að skreyta það sjálf, mála á vegginn og þess háttar.
Jamm ekki mikið meira um að vera hér, öllum líður vel, allir hraustir og hressir.
Bið afsökunnar á netletinni í mér.....
knús og kossar til ykkar allra!!