mánudagur, júní 30, 2003

Hæ hó hæ hó!! Sólin og sumarylur hérna fyrir austan. Loksins loksins, ekkert smá ánægð!!!
En auðvitað var ég að vinna í dag, og gat aðeins sleikt sólina í kaffitímanum mínum, eins og sumir vita sem fengu sms frá mér!

Stolt af vinkonum mínum - þær eru svo duglegar að blogga að !! ;)

En helgin var róleg. Ég átti tvo yndislega daga með Morrowind, þar sem laugardagurinn var ekkert spes veður og sunnudagurinn... ehh... vindur en sól og hiti, en ég var bara hreinlega komin með fráhvarfseinkenni frá tölvunni (morrowind) svo ég rak nefið út stöku sinnum þar sem útihurðin hérna niðri er við hliðina á tölvuherberginu mínu.

Og nú eru sumarfríin byrjuð i vinnunni og þá þessa vikuna þar sem við erum soldið undirmönnuð þá þarf ég að mæta kl átta, en það er bara þessa vikuna því það kemur ein úr fríi á mánudaginn. Og viti menn ég þarf að vinna um helgina. Ég fór að pæla í hvenær ég vann síðast um helgi og það er frekar langt síðan, ekkert síðan ég var í BT, febrúar 2000!! En það verður auðvelt að mæta klukkan átta þar sem það er yfirvinna - og manni gengur alltaf betur að vakna hugsandi um það!!!!
Og í dag var Hjörtur verslunarstjóri að setja mig inn í störf sem hann sér um, þar sem hann verður í fríi um næstu mánaðarmót. Kemur kunnátta hins "blessaða og kærkomna" Navision Financials vel að notum...... hehehehehe

Hjölli gerði heiðarlega tilraun til að slá garðinn í gær, með sláttuorfinu sem hann fékk að láni hjá pabba sínum. En orfið er eitthvað lasið og helst ekki í gangi, og garðurinn er eins og frumskógur að það þarf eitthvað öflugra en þetta litla orf sem við erum með, come on - grasið og draslið nær upp að hnjám næstum og ég er búin að tína blómabeðinu mínu.... ég kvarta allavega ekki um að ekkert vaxi hérna, trén og runnar orðin þokkalega gróskumikil! Það er svo gaman að eiga sinn eigin garð að þið getið ekki ímyndað ykkur!! hlakka geggjað til að taka skurk í honum og geta svo grillað úti og legið í sólbaði!! hehehehehehe!!!

Engin ummæli: