Laugardagur, laugardagur og laugardagur!!! Ég hef beðið eftir þessum degi alla vikuna. Kaffið er að fæðast, og tölvan komin í gang. Það er engin sól, en gæti komið síðar, svo núna ætla ég að gleyma mér í Morrowind, hef ekki spilað síðan........ 17. Júni!!!! Það er orðið langt síðan.
Vinnan í gær var ok, slatti að gera, langur dagur enda opið til sjö. Fór í hádeginu í gær og hitti skólastjórann sem er minn verðandi yfirmaður og skoðaði aðtöðuna sem ég fæ - þe skólastofuna. Þetta er mega flott stofa, stór og björt með gluggum sem snúa til suðurs. Við förum í það í ágúst að panta inn fyrir selið, bækur, föndur og þess háttar. Setjumst svo niður og semjum skipulagið, en planið er að hafa skipulagða dagskrá fyrir hvern dag. Fáum til dæmis aðgang að handmentarstofunni einn dag í viku fyrir málun og þess háttar sem er subbulegt, það verður mega gaman!! Ég fékk á tilfinninguna að ég kæmi til með að leika mér í allan vetur, hlakka geðveikt til. Krakkarnir hérna eru svo skemmtilegir. Rosalega kurteis, hress og já skemmtileg, svo innileg, opin og ófeimin.
Vinnudagurinn verður frá ellefu til fimm, svo ég hugsa að ég geti ekki tekið að mér vinnu í kaupfélaginu fyrir hádegi, sérstaklega ekki þar sem ég ætla líka í skóla.
Svo kom Hjölli heim í gær, og við áttum notalega kvöldstund. Byrjuðum á að fara á geisladiskamarkaðinn sem var í gær, og ég náði mér í nýja Bon Jovi diskinn :D Þar var líka fullt af nammi á engu verði, og við versluðum smá af því (hehehehe) Svo var "vídeó" kvöld. Við vorum komin með fullt af nýjum myndum af netinu og horfðum á tvær af þeim í gær, Shanghai Nights með Jackie Chan (mega fyndin) og National Security með Martin Lawrence, sem var líka mjög fyndin.
En núna Morrowind!!!!!!!!!!!!!!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli