Jæja - dagur 2 í vinnunni - og ég í hádegismat. Til að segja ykkur sannleikann - þá meikaði ég ekki neitt þegar ég kom heim í gær. Við skelltum pizzu í ofninn og horfðum á X-Men 2, svo fór ég í rúmið (með nýju James Patterson bókina mína) En ég var alveg búin á því - aðallega í löppunum - come on - hef setið við tölvu síðast liðin 2 ár, ekkert hreyft mig að ráði - svo allt í einu að standa í annann endann í 9 klst!!!!!!
En mér líður strax mikið betur í dag - er líka búin að vera að læra á kassann - svo þá fæ ég að sitja smá.
Annars líst mér bara vel á þetta - auðvitað er þetta annað en ég hafði vonast til að fara að gera - en let's face it - það er ekki offramboð af atvinnu hérna - svo ég er bara fegin að hafa fengið eitthvað að gera. Fólkið sem ég er að vinna með er afar indælt og hresst og skemmtilegt.
Svo er ég aftur orðin ein í koti!!!! ("grátkall") Hjölli er farinn aftur á Eskifjörð til að hjálpa tengdó. I miss him already....... Svo ég verð sennilegast ein um helgina - svo ég ætla að bjóða mig fram í helgarvinnu. Og hafa það svo næs með rauðvín og græs, bara alein.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli