Loksins komin heim úr vinnunni í dag. Og viti menn - það er komin rigning aftur!! Maður verður þunglyndur á þessu, rigning, rigning og aftur rigning. En ljósi punkturinn er að bíllinn fór í gang í dag.
Svo er Hjölli að yfirgefa mig aftur. Hann er að fara aftur inn á Eskifjörð til að hjálpa pabba sínum. Þetta fer að verða svolítið þreytandi, því kallinn veit ekkert hvað hann er að gera, hvað hann á að gera eða hvernig. Og alltaf bætist nýtt og nýtt við, ekki eins og við þurfum að gera fullt hérna líka, hann bara fattar það ekki. Hann nennir ekki einu sinni að koma og ná í Hjölla, heldur þarf hann að fara með rútu á morgun, því ekki get ég keyrt hann þar sem ég er að vinna. Kallinn skilur það ekki heldur.
Svo er Sigurdís, barnsmóðir Hjölla alltaf að kvabba, "taka strákinn fyrr, þarf að fara í aðgerð, þarf að vinna, þarf að gera þetta,. þarf að gera hitt...." það er aldrei það sama sem hún þarf að gera, hún þarf bara greinilega að losna við krakkann 15 júli, og vera laus við hann fram í enda ágúst. Býsna böggandi. Hún er svo frek og tilætlunarsöm að það hálfa væri nóg.
Sorry - ég er bara soldið pirruð.
En ég hef þó eitt mega tilhlökkunarefni = Ragga vinkona ætlar að koma til okkar örugglega í vikunni eftir verslunarmannahelgi - ég hlakka geggjað til !!!!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli