mánudagur, júní 23, 2003

Halló halló kæru vinir og félagar.
Það er búið að vera nóg að gera hjá mér þessa dagana, eins og sést - heil vika síðan síðasta blogg.
Ég er bara að vinna á fullu í búðinni, serm er ok. Ekki mitt uppáhalds starf en vinna samt sem áður.

Í síðustu viku þann 17. júní komu Þórhalla systir og Lalli í heimsókn. Færðu mér blóm og alles, svaka gaman að hitta þau. Alltaf gaman að fá fólk í heimsókn!!
Veðrið í vikunni sem leið var ekkert spes, svo vikan var bara vinna, eta, sofa, fór sama og ekkert í Morrowind.

Á föstudeginum hætti ég kl fimm og fór með minn mann og dót í bílinn og brunaði til Mývatnssveitar. Pabbi átti afmæli á laugardeginum - 55 ára gamall !! Svo var ættarmót. Það var semst ætt mömmu samankomin. Alveg geggjað stuð í blíðskaparveðri. Sam var frábær tilbreyting. Fórum semst á laugardeginum um hádegi á svæðið. Þetta var haldið í Heiðarbæ, sem er rétt fyrir utan Húsavík. Um kl fjögur fórum við pabbi og Hjölli aftur í Mývó, kíktum í gufu og slökuðum áðeins á þar til um sjö, tími til að fara aftur niður eftir í grillið. Svo var djammað til um þrjú með lifandi tónlist og fjöri. Pabbi og Hjölli gáfust upp fyrir miðnætti og fóru heim. En við mamma vorum eftir. En þarna voru allir samnkomnir sem maður hefur ekki hitt lengi.
Sunnudagurinn var tekinn með ró, enda var geggjað veður í Mývó. Lá í sólbaði, lék við hundinn og naut þess að vera heima með mömmu og pabba. Tímdi ekki að fara, það var svo notalegt. En við lögðum af stað upp úr fimm, og keyrðum rólega yfir því það var svooo gott veður.

Og í dag er frábært veður og ég missti af því... held að allir hérna á svæðinu ætli að grilla því það var biluð sala á grillkjöti í allan dag.

Annars er eitt sem veldur mér smá áhyggjum. Ég fór í það mission í síðustu viku að athuga kennitölur á debit kortum hérna og komst að því að flestar "dömur" sem eru fæddar árin '72-'77 eru orðnar kellingar!!! Ég er farin að fíla mig sem síðasta móhíkanann hérna. Þegar ég hugsa um vinkonur mínar sem eru fæddar á þessum árum þá dettur mér bara í hug "stöðnuðum við einhverstaðar á leiðinni"??? Eða eru þessar "dömur" orðnar bara svona gamlar langt fyrir aldur framm???

Engin ummæli: