Hallóóó gott fólk!!
Ekki mikið búið að gerast í vikunni. Ég er ein í koti þessa dagana, eða næstum. Hjölli fór inn á Eskifjörð á mánudaginn til að hjálpa pabba sinum í húsinu hans þar. Vési vinur okkar datt í fjörðinn á þriðjudaginn, svo ég keyrði á móti þeim feðgum svo Hjölli gæti nú hitt félgaga sinn líka. Það var rosa gaman að hitta Vésa. Hann var hérna vegna vinnunnar. Við fengum okkur nokkra öl og spjölluðum. Rólegt og notalegt. Góð tilbreyting. Hjölli fór svo aftur til Eskifjarðar í gær. En kemur aftur í kvöld vegna þess að þeir hringdu úr beitningunni og vantar fólk. Annars hefði Hjölli ekkert komið heim fyrr en einhvern tímann og einhverntímann.
Annars er voða lítið að frétta. Bíð enn eftir að byrja að vinna, og bíð enn eftir svari úr grunnskólanum. Ok veður, gæti verið betra. Skiptir mig ekki máli - ég spila bara Morrowind og fíla mig ágætlega!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli