Kæru félagar og vinir!!!
í dag er góður dagur. Reyndar er rigning, en ég er í svo brilliant skapi að það skiptir mig engu máli. Ég fékk að vita það í dag að ég fékk vinnuna í skólaselinu í grunnskólanum hérna í vetur!! Svo ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að vera atvinnulaus í haust!! ég ekkert smá ánægð. Reyndar hefði ég sennilegast fengið að halda eitthvað áfram í búðinni því verslunarstjórinn er það ánægður með mig að hann vill hafa mig áfram í vetur, þá fyrir hádegi!! Snilld, bara snilld!!
Núna er ég ein heima. Hjölli fór aftur í gær inn á Eskifjörð, en er væntanlengur aftur á morgun. Ég hafði það gott í gærkveldi, horfði á Lord of the Rings, the two towers, nýkomin af netinu í brilliant gæðum, engin smá snilld, pjúra augnakonfekt. Ég ætla samt að kaupa hana á DVD - dugar ekkert minna fyrir svona klassa mynd.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli