sunnudagur, júní 15, 2003

Sæl og blessuð öll sömul. Vonandi líður ykkur jafn vel og mér. Var að koma heim frá Eskifirði. Já ég stóðst ekki mátið þegar bíllinn loks komst í gang í gær en að skutlast yfir og vera þar í nótt. Svo líka kom kallinn minn með mér heim. :)

Ég átti samt afar rólegt og notalegt föstudagskvöld. Fór í ríkið og náði mér í rauðvín. Fékk mér osta, vínber og súkkulaði, horfði á TV og hafði það óskaplega gott.

Svo núna ætla ég að hafa það enn náðugra og njóta þess að vera í tölvunni.

Engin ummæli: