föstudagur, september 30, 2005

Klukk....

ég var klukkuð af henni Dóu minni - þarf að finna 5 vitagagnlausar staðreyndir um mig.... og það er nú ekki það auðveldasta sem ég hef gert um ævina.
  1. Þegar ég var lítil þá var ég (og reyndar er) afskaplega hrifin af hestum, og þar sem foreldrar mínir álíta að þeir séu best geymdir í tunnu þá fékk ég ekki einn slíkan svo ég bjó mér til hest úr tveimur eldhússtólum og lék mér þannig.
  2. Ég dýrkaði Madonnu á mínum yngri árum
  3. Ég elska að labba úti í hlýrri dembu (sem gerist aldrei hérlendis)
  4. Ég komst upp með að brjóta fallegu skálarnar hennar mömmu því ég var svo "róleg" - þær bara óvart "duttu"
  5. Ég átti bangsa sem hét Misja - í höfuðið á rússneskum bangsa í teiknimyndasögu sem ég horfði á þegar ég var lítil. Bangsinn er enn til, uppi í skáp hjá mömmu, hann fékk ég þegar ég fæddist frá systur minni elskulegu sem gerði götin í eyrun á mér.
Þar hafið þið það dúllurnar mínar! Ég skora á Vilborgu vinkonu til að setja upp blogg og koma með næstu 5 vitaganglausar staðreyndir um sjálfa sig.

fimmtudagur, september 29, 2005

Frosin

Sit hér við gluggann í tölvuherberginu mínu og er frosin. Gabríel sefur úti og ég verð að hafa gluggann opinn til að heyra í honum ef hann skildi vakna.
Reykjavík var frábær, en gott að koma heim. Náði að sjálfsögðu ekki að hitta alla sem mig langaði til að hitta, en svona er þetta bara.
Kom heim á nýjum bíl, hinn er á Akureyri og verður hann húsbóndabíll þegar Hjölli fær prófið. Minn er 98 módel subaru impresa - rosa flott og æðisleg.
Verslaði fullt og meira í bænum, fékk algjört kast í barnafatabúðum. Finn soldið til í veskinu, en hey - ég á ekki eftir að gera þetta aftur á næstunni.
Setti inn myndir úr ferðínni á síðu sonarins sem þið getið nálgast hér og séð hvað ég á laaang fallegasta barnið í heiminum!!!

þriðjudagur, september 13, 2005

kem í bæinn á morgun

að 15:55 staðartíma, verð á bílaleigubíl þar sem ég er alls ekki að nenna að keyra þá splæsti ég á mig flugi.

á faraldsfæti enn einu sinni

jæja dúllurnar minar. Nú fer að koma að því að við komum í bæinn. Erum að reyna að finna íbúð í viku en það gegnur ekki nógu vel þar sem þetta er með dulítið stuttum fyrirvara. Hjölli er þegar farinn suður. Málið er bróður Hjölla líður ekki allt of vel. Og fór Hjölli suður til að hitta hann áður en áætluð ferð til Finnlands hefst hjá Nonna (bró) en þar eru áætlaðar fleiri aðgerðir.
Okkur langar til að vera í viku, svo ef einhver veit um einhverja íbúð sem við getum fengið leigða (með búnaði) þá væru það vel þegnar ábendingar.

Annað - göngin eru bara snilld!! Fór til Reyðarfjarðar í gær - til að versla - og ég var bara klukkutíma í burtu - með akstri fram og til baka (dúllaðist í búðinni) Maður er núna bara korter til Reyðarfjarðar í stað 40-50 mín og auk þess sem allt er núna á sniiiildar vegi!!

föstudagur, september 09, 2005

Opnun Fáskrúðsfjarðargangna í dag!

Já loksins í dag verða þau opnuð þessi langþráðu göng. Það er eitthvað húllumhæ í kringum þetta en mér er alveg sama um það - hlakka bara til að fara að nota þau.
Ætlum upp á Egs í dag að skoða bíl fyrir Hjölla en hann fer nú að fá prófið aftur blessaður - rosalega hlakka ég til. Svo sennilegast keyrum við löngu leiðina þangað en stuttu til baka!!

Var að uppfæra síðuna hjá syninum - vona að ykkur líki hún, setti inn fleiri myndir líka. Hann er víst orðinn 8 mánaða og 2 vikna - rosalega líður tíminn - eins og vinkona mín hún Jóhanna sagði - áður en ég veit af þá verður hann farinn að missa barnatennur og að byrja í skóla.. ég hugsa að hún hafi rétt fyrir sér þar blessunin.

Hafið það gott um helgina djásnin mín.

miðvikudagur, september 07, 2005

Mygluð....

Hvaðan skildli barnið hafa það að vakna kl 6 !! Þó svo ég sé morgun hress þá er ég ekki alveg svooo hress að ég skvettist upp úr rúminu kl 6 og ráðist á daginn. Það þarf "ritual" þegar vaknað er svona snemma. Rumska og fara framúr, pissa með lokuð augun, passa að dagurinn nái ekki alveg að komast að fyrr en maður er kominn að kaffivélinni (enn með lokuð augun) og fá sér kaffi. Þá þarf maður að setjast niður og súpa heitt nýlagað kaffið, og átta sig á staðreyndum að maður er vaknaður og gera líkamanum það ljóst - ásamt heilanum að nú sé kominn tími til að fara að starfa. Sé þetta ekki gert svona er hætta á því að maður verði úríllur, geðvondur, pirraður og þreyttur allann daginn - aka "að hafa farið fram úr vitlausum megin"

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Sökum FJÖLDA áskoranna

þá hef ég ákveðið að hripa niður nokkrar línur. Já okkur líður afskaplega vel. Gabríel stækkar og stækkar og er alltaf jafn yndislegur í alla staði. Hann er kominn með 4 tönnslur, 2 uppi og 2 niðri og er geysilega montinn af þeim. Hann er farinn að skríða og sitja eins og herforingi, og vill vera á fartinu daginn út og inn. Sefur rosalega mikið og borðar vel, enda hraustur og flottur strákur!! (ég er enn montin af honum og sennilegast held ég áfram að vera það um ókomna tíð)

Innilegar hamingjuóskir með afmælin, Vilborg og Jóhanna!!! Þið eruð flottar og ég sakna ykkar beggja mikið! Eins og fleiri. Ég fæ reglulega yfirþyrmandi söknunartilfinningu til ykkar allra! Og ég er farin að þarfnast helgarfrí í Reykjavíkinni. Spurning hvort maður mætti koma einn?

Sumarið leið allt of hratt (like always) Var mikið á flakki í sumar, er td nýkomin frá Mývó - þar sem ég var svo heppin að hitta Önnu og Eddu, og hitta son Eddu í annað sinn og fór það betur en síðast. Drengurinn hennar er rosalega flottur strákur og má hún vera montin af honum!!!

Hjölli mega duglegur að gera við hæð 2, enda fer hún sennilegast að komast í gagnið, mikið hlakka ég til. Þá flytjum við tölvurnar upp og Gabríel fær sitt eigið herbergi hér niðri - þá mitt herbergi. Hlakka til að gera það að alvöru barnaherbergi - ætla að skreyta það sjálf, mála á vegginn og þess háttar.

Jamm ekki mikið meira um að vera hér, öllum líður vel, allir hraustir og hressir.
Bið afsökunnar á netletinni í mér.....
knús og kossar til ykkar allra!!

miðvikudagur, júlí 27, 2005

home sweet home

jamm við ákváðum að fara heim á mánudaginn. Hjölli á að mæta í skoðun inni á A-eyri 4. ágúst svo við nenntum ekki að bíða þangað til. Gott að koma heim!
Fórum alla leið í Varmaland, komumst ekki lengra suður enda var það ekki á planinu. Ættarmót var fínt, rosalega heitt og Gabríel ekki alveg að fíla allann þennann hita. Hann var samt algjör gullmoli, og knúsaður af mörgum ættmennum Hjörleifs.
Vikan okkar á Akureyri var afskaplega róleg og notaleg. Vorum ein í húsinu hans tengdó og létum fara afskaplega vel um okkur. Ég hins vegar náði að tábrjóta mig á litlu tá - þið sem þekkið mig þá vitið þið að ég er einstaklega heppinn á þessu sviði. Ekki gott, blæddi inn á liðinn og hvað eina - er með teipaða tá núna.
Við fjárfestum okkur í nýju rúmi. Var á mega afslætti í Húsgagnahöllinni um helgina - sjá bækling sem kom í öll hús. Og við splæstum líka í gasgrill og er Hjölli búinn að taka til staðinn fyrir grillið en það er væntanlegt með pósti í dag. Rúmið kom í gær og í morgun var fyrsta skipti sem ég vakna og er ekki að drepast í bakinu - þvílík snilld.
Gabríel er kominn með 2 tennur í viðbót - í efri góm. Hann er einstaklega pirraður út af þessu, en samt er alltaf stutt í brosið hjá þessum gullmola mínum. Hann tók þessu flakki okkar einstaklega vel. Brunað suður á laugardaginn, norður aftur á sunnudag og svo austur á mánudag. Hann var reyndar farinn að mótmæla þegar við vorum að nálgast Egs, en það er bara skiljanlegt. Ég var farin að mótmæla löngu áður.....

mánudagur, júlí 18, 2005

Road trip

Við erum alveg við að leggja í hann. Áætlað er að fara til A-eyrar og vera þar í einhverja daga og dúllast. Vonandi verður gott veður. Svo er jafnvel áætlað að bruna suður næstu helgi. Ættarmót og fleira. Svo mín kæru - dyggu lesendur - kannski hittumst við !
Verið góð hvert við annað.

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Meiddi...

datt í gær - er með stóran skurð á vinstra hné......

fæðingar, skírnir og fleira

jæja - sorry dyggu lesendur. Bara í sumarfríi, sit samt rosalega mikið við tölvuna en er ekki í stuði til að blogga. það sem er fréttnæmast er þetta:
  • þann 25. júni átti mín kæra æskuvinkona Edda Björg sitt fyrsta barn, drengur, 14 merkur og 54 cm. Hann er rosalega flottur sá strákur, en við Gabríel fórum og hittum þau mæðgin á fæðingardeildinni á Húsavík. Ótrúlegt að hugsa til þess að Gabríel hafi verið einu sinni svona lítill.
  • Þann 2. júlí var Gabríel Alexander skírður. Athöfnin fór fram í Kolfreyjustaðarkirkju, sem er hérna rétt utar í firðinum, afskaplega falleg, lítil og gömul sveitakirkja. Séra Þórey frænka sá um athöfnina. Var fámennt en góðmennt, en við ákváðum að bjóða aðeins nánasta fólki, vona að engum sárni sú ákvörðun okkar.
  • Búið að vera svakalega gott veður.
  • Fór í sund með Gabríel á sunnudaginn sl. Drifum Rímu og Hartmann með, svaka stuð!
  • Þórhalla systir, Lalli og Hjörtur Smári eru í bústað á Einarstöðum (rétt við Egs) Hitti þau á mánudaginn sl. Rosa gaman.
  • Hartmann átti afmæli núna 9. júlí, eins árs guttinn, var rosa fín veisla.
Jamm - ekki mikið að gerast. Allir hraustir og hressir.

mánudagur, júní 27, 2005

Vegalengdir...

er styttra frá Fáskrúðsfirði til Reykjavíkur, en frá Reykjavík til Fáskrúðsfjarðar??

fimmtudagur, júní 16, 2005

Allt við hið sama

og ekkert að gerast. Gabríel alltaf jafn rólegur og yndislegur. Hann er svakalega duglegur þessi elska, næstum farinn að sitja sjálfur. Skoðar allt, talar við alla, rosalega hress og hraustur. Ég bíð svoooo spennt eftir litla bumbubúa hjá Eddu vinkonu. Hlakka til að hitta hann/hana.
Hjölli er búinn að vera mikið uppi á hæð 2, enda er hún líka orðin geggjuð. Hann er að panelklæða hana, og það kemur svooo vel út.
Gabríel er reyndar pirraður oft vegna tanna og hefur verið að vakna um 6 á morgnana. Ég er orðin ágætlega þreytt.
Fæðingarorlofið mitt fer að verða búið og mér óar við hve hrikalega fljótt tíminn líður.

miðvikudagur, júní 08, 2005

Lítil (stór) prinsessa komin í heiminn!

Hrund vinkona eignaðist prinsessu í gær 7. júni. Heilsast þeim vel og gekk ágætlega. sú stutta (langa) er 16,5merkur og 54cm!!
Til hamingju elsku hjartans Hrund og fjölskylda!!!

Molla

það er molla úti, búið að vera molla undanfarna daga. Sem betur fer þá er viftan sem Hjölli setti upp í holinu alveg að virka og standa sig. Skruppum til Akureyrar á mánudaginn. Tilgangur fararinnar voru gleraugnakaup. Og náðum við hjónaleysin að versla okkur bæði ágætis gleraugu. Þau koma í pósti síðar í vikunni, hlakka klikkað til.
Panellinn kom loks í gær og er Hjölli byrjaður á að klæða hæðina uppi. þetta á eftir að vera klikkað flott! Ég náttla búin að innrétta hæðina í huganum......

sunnudagur, júní 05, 2005

Afmælisbarn dagsins

Anna Geirlaug. Hún er 30. ára í dag - velkomin í hóp hinna fullorðinna krumpudýra!!! Takk aftur fyrir dásemdarkvöld! Ástarkveðja Guðrún

laugardagur, júní 04, 2005

Velti sér

Í dag velti Gabríel sér í fyrsta skipti!! Hann varð ekkert smá hissa þegar hann endaði á bakinu, en ég náttla hoppaði um af kæti og sagði öllum á WoW servernum frá því.....

Afmælisbarn dagsins....

Ragga vinkona!! Til hamingju með daginn elsku Ragga mín!!

þriðjudagur, maí 31, 2005

Heitt, heitt, heittheittheittheitt

það er svo heitt að það er engu lagi líkt. Sólin steikir allt, hafgolan nær samt að kæla, en hérna inni, með þessum stóru gluggum er nánast ekki hægt að vera. Sonurinn í tannatöku má ekki við miklu og er ekkert hrifinn af þessum hita, endaði á þunnri samfellu með kalt vatn í pela - þá var hægt að ræða aðeins við hann, og svalasti staðurinn í húsinu er rúmið hans, enda liggur hann þar núna í smá dúr.

mánudagur, maí 30, 2005

Tennur

Í dag fundust 2 tennur í neðri góm Gabríels. Ég er held ég montnasta mamma í heimi!!!