Það er rigning. Og smá rok. Ég vona að það verði ekki svona veður á morgun, þar sem sjómannadagurinn er á morgun. Er að spá í að kíkja á dagskránna hérna sem verður í gangi. Meira að segja í kvöld er ball í Skrúð, sem er félagsheimilið hérna. Fólk man lítið eftir hvernig það lítur út að innan því það er sárasjaldan notað. Enda er hótelið við hliðina á því með flottan sal á kjallarahæðinni, sem býður upp á alls konar skemmtanir. Bar, dansgóf og pallur fyrir litlar hljómsveitir. Hef ekki hugmynd um hverjir eru að spila í kvöld. Spurning hvort maður geri eitthvað. Langar samt að kíkja og fá mér öl á barnum. Veit samt ekki hvernig það fer því greiðlsuþjónustan mín tók 13þ kr of mikið af mér. Og það er laugardagur og ég get ekkert gert í því núna.
Annars sit ég bara og spila Morrowind, skemmti mér ágætlega yfir því. Búin að horfa á Friends þættina sem ég náði mér í. Brilliant skemmtun!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli