þriðjudagur, maí 27, 2008

31 dagur í sumarfrí.... but who's counting..?

Byrjaði daginn á sundi - sem er snilld verð ég bara að segja.  Tók hálfa km núna í sprettum og náði púlsinum vel upp. 

Að sjálfsögðu byrjar samt dagurinn fyrr.  Byrjar á mömmuknúsi.  Hann vaknar á undan mér og byrjar að leika sér, þegar klukkan mín hringir hrynja yfir mig brunabílar, goggi, duddur og sængur og kossar.  Hvað er betra???

Og ég hlakka bara til að fara og sækja hann til að fara í sund og leika okkur.  Við eigum eftir að skemmta okkur svo í sumarfríinu okkar sem hefst í júlí! Ég ætla að fjárfesta í korti í lóninu svo við getum verið þar eins og við viljum! - enda eigum við eftir að vera mest megnis uppí sveit.

Svo hringdi pabbi í mig í morgun - þá er jafnvel von á lömbum frá kindinni hans Gabríels í dag :) Það er náttla bara gaman !!

Já það er sko bara gaman að vera til þessa dagana!! Það er fátt sem er að hrella mann.  Ég er ekki enn laus úr þessu gjaldþrotsmáli en þar sem ég get lítið gert í augnablikinu nema bara beðið eftir að lögfræðingurinn komi með fréttir þá er ég ekki að velta mér uppúr því. 

Okkur líður snilldar vel í þessari íbúð sem við erum í núna.  Hún er svo sólrík og björt.  Er búin að velja mér hillur sem ég ætla að kaupa á föstudaginn og hengja upp sjálf um helgina!!! - þarf reyndar að redda mér hallamáli en það er annar handleggur - vinn með nóg af fólki og einhver hlýtur að eiga hallamál :) Speglar og myndir fá líka að fljúga uppá vegg!.  Ætla að gera íbúðina að okkar hreiðri alveg eftir mínu höfði! Og hvað er betra en að nýta helgar sem sonur minn er hjá pabba sínum í þessháttar dútl ??

Fann allt föndurdótið mitt um sl helgi og er búin að útspekúlera complete makeover á gólflampanum mínum - ég elska þennan lampa en hann er hriiikalega blár...

Svo þetta er það sem er í gangi í dag mín kæru - eigið góða daga þar til næst :o)

2 ummæli:

Inga Hrund sagði...

Ég er líka að telja niður í sumarfríið. Verð á norðurlandi 6.-9.júlí, hitti ykkur í lóninu þá :)

Nafnlaus sagði...

Þokkalega !! við Gabríel eigum eftir að búa þar í sólinni :) Verður gaman að hitta ykkur !!!