fimmtudagur, maí 08, 2008

Hvar er sumarið...??

hæ - hvar er sumarið?? Það kom þarna um daginn og fór aftur.. ekki alveg mitt að fíla það!

Áttum alveg frábæra helgi sl helgi.  Hann gisti hjá pabba sínum í fyrsta skipti á föstudagskvöldinu, og gekk held ég bara vel.  Hann kom svo ekki heim aftur fyrr en á laugardeginum.  Ég var hálf tínd.  Þetta var allt öðruvísi en þegar hann er hjá mömmu og pabba - þá hringi ég til að bjóða góða nótt, og fæ góðan dag sms daginn eftir.  Þetta var sennilegast í fyrsta skipti sem ég býð honum ekki góða nótt og mömmu hjartað mitt var einmanna, mig vantaði svo stóran hlut.  Og oft kom sú hugsun ; hvað var ég von að gera áður en ég varð mamma... og sérstaklega áður en ég varð sjálfstæð mamma???

Mamma mín átti svo afmæli 4. mai og við fórum auðvitað í sveitina!  Það eru komnar inn myndir frá helginni á flikkrið mittt hér til hliðar !

Lífið heldur annars sinn vanagang hjá okkur á Akureyri.  Reyndar er Gabríel er afskapelga tættur eitthvað þessa dagna þar sem hann er á flakki milli deilda í skólanum; aðlögun fyrir eldri deild. þakka fyrir að hann flytur með vinum sínum. 

Það þarf afskaplega lítið til að raska ró hjá s vona ungum manni. En við reynum bara að nýta kvöldin til að vera saman go fá hann til að slaka á.  Þetta eru langir dagar hjá okkur eitthvað núna.  Hlakka til helgarinnar, hlakka til að eiga 3 daga með honum. Hlakka til að fara í fjárhúsin,  hlakka til að hitta Önnu og þau í Fellshlíð og sjá hvolpana.  Hlakka til að fara í sveitina og hitta þau öll þar!

rjomi godur

1 ummæli:

J?hanna sagði...

Oh, hvað ég skil þig vel. Ég er ennþá hálftýnd þegar mínir kallar fara til pabba síns...

Þeir eru þó orðnir 7 og 9 ára :)

Sumarið kemur.. vittu til.

Loveya