miðvikudagur, maí 21, 2008

Sól og veikindi

jamm við erum enn heima við sonur.  Reyndar er hann allur að koma til.  Hættur að lúra á milli stunda og búinn að rústa stofunni.  Hann var með 38 í gær svo ég ákvað að halda honum inni í dag líka því hann var enn frekar slappur í gær.  En í dag er greinilega síðasti dagur inniverunnar (jahúúú)

Annars höfum við það bara gott. Hún Anna mín úr vinnunni kom áðan með kók, mjólk og svala (og smá súkkulaði) þetta eru náttla nauðsynjar hvers heimilis. 

Liggur vel á okkur - sólin skín, trén eru á fullu að laufgast, allar lóðir orðnar grænar og dagmömmurnar úti með börnin á leikvellinum hérna á móti.  Sem betur fer sá Gabríel þau ekki - þá hefði sennilegast orðið smá sírenuvæl. 

Hlakka til helgarinnar.  Stefnt er á sveitina þar sem búskapurinn bíður.  Það er nokkuð borið í Belg og þarf að marka liðið (þarf að vita hvað á að setja á grillið í haust hehe) Hef ekki skoðað veðurspá en ég vona að það verði gott veður - með sól og sundi :)

Annars er bara ekkert að gerast.  Fékk góðar kveðjur frá Eþíópíu (reyndar stödd á spáni núna) og ég fylgist alltaf með myndum frá Litháen.  Hugsa mikið til Amsterdam og Rotterdam - langar svo í heimsókn þangað.  Þó það væri ekki nema til Köben.. labba Strikið og sötra bjór í sólinni. 

Þar til næst.. Image028

1 ummæli:

Raggan sagði...

Hæ elskan... Rotterdam hugsar líka til þín... Annars er ég búin að festa kaup á miða til Íslands. Verð á landinu 6. - 20. júní.
Knús og kossar frá Röggu Rotterdammer.