laugardagur, maí 17, 2008

ein heima...

Er í vinnunni.  Ekkert að gera - ekki neitt.  Það er svo komið sumar hjá fólki - þá er minna að gera hjá mér. 

Gabríel er hjá pabba sínum og er vonandi að skemmta sér vel.  Sakna hans hrikalega - en hef heyrt hjá öðrum mömmum að þetta sé eðlilegt hjá mér og gangi yfir með nokkrum helgum.  Maður þarf að venjast því að fá ekki morgun smsin eða kvöld smsin eins og þegar hann er hjá afa sínum og ömmu.  Mér finnst ég vera svo sambandslaus við hann.  Hann verður núna í 2 nætur hjá pabba sínum.  Það hlýtur að ganga vel. Maður kann bara að meta þær stundir sem við eigum saman miklu meira núna :) Litli blíði strákurinn minn sem er alltaf brosandi og hlæjandi, hálfgerður besservisser en með svo ógurlega lítið hjarta en samt svo stórt.  Þegar hann tekur utan um hálsinn á mömmsunni sinni og segir "mamma mín - mamma mín ég elska þig"

- hvað er betra???

Við hjóluðuðm í skólann í gær.  Ég sagði við hann ef hann yrði fljótur að klæða sig þá mætti hann hjóla í skólann - og vá hvað barnið tók kipp! Og vá hvað mamma hans var hrædd í umferðinni með hann! Hann er svoddan "mr. know it all" og ekki alltaf að vilja hlýða.  En hann skildi loks alvöru málsins og var til sóma! Hann var svo duglegur - þetta er nefnlega smá spotti sem hann hjólaði!gah og hjol

- Svona sætur á hjólinu sínu!

Fór aðeins út í gær.  Hitti Írisi sötruðum nokkra, kíktum niðureftir en það var alveg dautt í bænum, var komin snemma heim, og kúrði yfir Firefly.  Í dag ie kvöld er ekkert planað - ætla að kúra og hafa það notalegt - kannski maður bara leggi sig eftir vinnu... nap attack...

 

Engin ummæli: