föstudagur, maí 30, 2008

Mömmuhjarta...

Litli drengurinn minn er búinn að vera lítill í sér undanfarna daga.  Hann hefur ekki viljað skilja við mig á morgnana - fer að gráta og rígheldur í mig.  "mamma mín ekki fara, vil ekki að þú farir, vil ekki að þú farir að vinna, ég fer að gráta"....

Svo kemur gráturinn og það nístir inn í merg og bein og mér líður eins og það sé verið að slíta úr mér hjartað..  Og í dag var það erfitt meira en aðra daga þar sem ég sæki hann ekki í dag og ég sé hann ekki fyrr en á sunnudaginn, þannig mér fannst ég ekki geta huggað hann almennilega...

Ég er líka að velta því fyrir mér hvað veldur þessu hjá honum.  Núna er hann já byrjaður á þessari nýju deild, sem hann er mjög hress með.  Vinir hans  eru með honum og þeir eru hressir guttar.  En þetta er auðvitað stór breyting hjá honum - hann man ekkert eftir öðru en Undralandinu sínu, svo þetta er mikið og stórt stökk hjá svona litlum manni.  Hann er líka meira hjá pabba sínum núna, það er líka stór breyting.  Nú er hann mjög kátur með að fara til pabba síns og hann kemur mjög kátur þaðan svo mér finnst það hæpið. 

Óöryggi hjá honum, veit ekki.  Nema það sé bara þessi aðskilnaður.  Við erum ekki eins mikið saman og við vorum áður og kannski er það eitthvað að spila inní.   Spurning um naflastrenginn??? við erum náttla búin að vera svo hrikalega samrýmd sl eitt og hálft ár. 

Svo gæti þetta bara verið eitthvað feis hjá honum, bóla sem gengur yfir.  Spurning um línu og hvað hann kemst langt.  Maður veit ekki. 

Þið reynsluríku mæður megið alveg koma með feedback á þetta hjá mér - comment, tölvupóst eða síma...

1 ummæli:

Solla sagði...

Úff, þetta er ekki auðvelt, ég vildi ég gæti gefið þér eitthvað frábært ráð sem reddar öllu en það er víst erfitt.

Arndís Dúna hefur tekið svona tímabil, það hefur yfirleitt verið í kringum breytingar í hennar lífi. Þessar breytingar hafa yfirleitt ekki verið til hins verra en það er nóg að breytingar séu til staðar.

Svona til huggunnar þá er þetta að öllum líkindum tímabundið, þar til hann er orðinn alveg öruggur á nýju deildinni í skólanum og vanur að fara heim til pabba síns. Hann þarf bara að venjast þessari nýju "rútínu".

Síðan er eflaust líka, eins og þú segir, verið að reyna hvað hægt er að gera.

Gangi þér vel :)

Solla