föstudagur, júlí 20, 2007

Mývatnssveit


Where my parents live

fimmtudagur, júlí 19, 2007

sumar og sól í sveitinni


og ég er enn í fríi, að gera nákvæmlega ekki neitt. Fórum á rúntinn í dag á Húsavík, þórhalla systir og mamma komu með. Geggjað gott veður. Gáfum öndunum brauð, fengum okkur snæðing á bryggjuveitingahúsi sem ég er ekki alveg klár á nafninu. Skoðuðum í tuskubúðir, gengum um, og nutum veðurblíðunnar. Gabríel alveg yndislegur eins og venjulega. Þótti gaman að væflast í kringum endurnar.

Sætastur!



laugardagur, júlí 14, 2007

Sumarfrí - sweeeet !!!

jahá það er sko búið að vera notalegt í fríinu. Við mæðgin erum búin að liggja í leti nær allt fríið. Útilegan í Vaglaskógi var náttla bara snilldar byrjun á góðu fríi !! Og þar sem ég er í letikasti svo ógurlegu þá hafa myndir þaðan ekki ratað inn á netið enn.
Við Gabríel erum búin að vera mest á flakki á milli Akureyrar og Mývó.
Snilldarveður sumar og sól... Hrikalega skotin, lífið skemmtilegt og gaman að vera til :)

Awesome day



Life is sweet



fimmtudagur, júlí 12, 2007



sunnudagur, júlí 01, 2007

Finally asleep


First night in a tent

laugardagur, júní 30, 2007

And finally midnightsun



Playing in the sun



Enjoying life



And the coffee



First part over


Shopping supplies

Við Gabríel erum týnd :-P



Útilega :)

jamm minns er að fara í útilegu!!! Hef ekki farið í útilegu síðan ég var krakki (ef maður telur ekki með fyllerísferðir um verslunnarmannahelgar)
Við Gabríel erum sem sagt að fara í Vaglaskóg með Hafdísi vinkonu og syni hennar ásamt annarri sem ég hef ekki hitt. Þetta verður bara gaman ! Það er frábært veður, sumarfrí og sól í heiði og lífið er snilld!! - er enn "smitten" uppfyrir haus og það er svo gaman!!

föstudagur, júní 29, 2007

Góðan daginn


Lífið er yndislegt!

þriðjudagur, júní 26, 2007

vá svo margt að segja!!!

átti bara frábærustu helgi ever!!!! Og er skotin... omg!! Hvað það er furðuleg tilfinning þegar maður fær svona fuzzy warm fiðrilda fílíng bara við það eitt að fá sms !!! Ég var búin að gleyma þessu og hvernig þetta er! Manni finnst maður vera lifandi og maður fær á tilfinninguna að maður sé eitthvað sem varið er í!! Þá tilfinningu hef ég ekki fundið fyrir í mörg ár!
Anna snillingur útskrifaðist með brilliant einkunnir! ég er svo montin af henni! Athöfnin var rosa flott, og þær voru allar svo sætar stelpurnar sem voru að útskrifast með henni!
Við fórum á Hereford steikhús á eftir og stuffuðum okkur með dýrindis nautasteikum og skolað niður með afar bragðgóðu rauðvíni!
Um kvöldið var svo sullað í bjór og skálað í freyðivíni! Spilað Jungle SPEEEEED og björkössum stútað! Myndir af þessu kvöldi verður einungis ætlaðar lokuðum hópi en ég smelli inn myndum af útskriftinni fyrir puplic :)
Það er svo gott veður, er í pilsi, það er svo gaman að vera til !!

föstudagur, júní 22, 2007

Sætasti strákur í heimi


Sem er svo duglegur í passi

Reykjavík BABY !!!!!!

Hlakka gegt til að fara í bæinn og hitta stelpurnar!! Anna mín útskrifast á morgun og við norðlendingarnir endurheimtum hana norður - pakka henni niður í tösku og ræni henni heim ef hún mótþróast eitthvað!! og svo "ssshhhhh" - ALGJÖRT LEYNDÓ HVAÐ VIÐ GEFUM HENNI Í ÚTSKRIFTARGJÖF!!!!!
Yndislegasti sonur í heimi er hjá mömmu og pabba - kampa kátur - talaði heillengi við hann í símann í morgun og hann er sko alveg sáttur við að vera hjá afa sínum og ömmu!!
og ...
ég mætti í pilsi í vinnuna ...!!!

miðvikudagur, júní 20, 2007

Lögfræðin og vinnan

jæja.... ég fékk að frétta það í morgun að ég komst inn í Lögfræðina. Ekki bjóst ég við að komast þar inn, heldur frekar í eitthvað af því sem ég sótti um til vara.
En ég hef ákveðið að afþakka þessa skólavist því ég er orðinn verslunnarstjóri EJS á Akureyri.
.....dilemma lokið...

þriðjudagur, júní 19, 2007

allt að koma..

jamm - vonandi fara peningamálin að reddast fljótlega. Það er erfitt að vera öðrum háður í þeim efnum, þó svo foreldrar mínir séu ekkert að tala um þetta. "Fjölskyldan stendur saman" Enda er ég þeim ævinlega þakklát!!
Annars var helgin góð - lesið um það hér: Sonurinn. Og endilega kvittið nú í gestabókina hans :)
Hlakka til að fara suður, hlakka til að fara í frí. Hlakka til lífsins, og hlakka til þess óvænta sem bíður handan við hornið.
Verið góð hvert við annað og eigið góðan dag!

laugardagur, júní 16, 2007

Heim i sveitina!



fimmtudagur, júní 14, 2007

Top 10 Reasons Not to Kill Your Husband

10. The insurance company won't pay up if you kill him, so you'll wind up having to work two jobs to pay the rent.

9. If you think he never helps with the housework now, wait until he's buried. The odds are good he'll never fold laundry at that point.

8. The kids may drive you bonkers now, but imagine how much crazier you will go without their dad to wind them up - allegedly burning all energy - right before bedtime.

7. Orange neon jumpsuits make your complexion look nasty. There's no way around that.

6. And if you think your husband hogs the hot water now, wait until you have to shower with ten or fifteen other prisoners at the same time.

5. Lawyer fees are even more expensive than golf and boating charges. That's why the lawyers like to play golf and go boating.

4. If you try and fail and manage to reconcile, and then a one-armed man comes after your husband, the cops will most likely blame you, leaving you to scream, "It was not me! It was the one-armed man!" They'll think you've just watched too many movies and ignore your alibi.

3. Not to mention the fact that generally, murder attempts make it less likely for you to reconcile your differences. Counseling is probably less hassle.

2. Then there is all that stress about coming up with an alibi. Although as a wife, you feel like you are always doing two - or ten - things at once, odds are good that you can't really commit murder AND get your hair done at the same time.

And the number one reason not to kill your husband:
1. C'mon, you know you love him. Sure, he can be an annoying pest at times, but you married him for a reason. You probably get under his skin just as often. Work it out and save yourself the stress of trying to plan a funeral from jail.

Hvert fór sólin??

- finnandi vinsamlegast beðinn um að skila henni til Akureyrar takk!

17. júní næstu helgi...

og ég verð að telja búðina mína á laugardaginn. Hvað á maður svo að gera á sunnudag?
  1. á eyrinni 17. júní?
  2. í sveitinni 17. júní?

miðvikudagur, júní 13, 2007

hmm....

setti á youtube söng sonarins sem ég náði að festa í símann í febrúar! bara snilld litli snáðinn minn. http://www.youtube.com/watch?v=FzVHMS6zeb0
Annars bara same old hérna. Reyndar er ég að upplifa smá einmannaleika. Allt eitthvað svo vanafast. Og þar sem ég hef verið að hitta fólk um helgar þá finnst mér dálítið erfitt núna á kvöldin. Maður er svo rosalega fastur. En það lagast vonandi fljótt.

laugardagur, júní 09, 2007

Kjarnaskógur


Yndislegur dagur og frábært veður :)
lesið um það á síðu sonarins:

föstudagur, júní 08, 2007

er í vinnunni...

með hósta hor og nebbarennsli... svaka sexy....
Samviskan bara leyfði mér ekki að vera heima einn dag í viðbót... Brjálæðislega heitt, gott veður, eins og hina dagana sem ég var lasin :( típískt fyrir mig...
En ég ætla að hrista þetta af mér og haska mér í pikknikk á morgun með Gabríel snúllu, Hafdísi og hennar syni og vinkonu hennar og hennar kjördóttur :) gaman saman grilla gaman!!!
Ætla að vera heima um helgina. Hlakka til að eyða henni með syni mínum! Hann er svo yndislegur!!!

miðvikudagur, júní 06, 2007

lasin...

og það er ég núna ekki Gabríel - hann fór á leikskólann og ég sit hérna ein heima með hor í nös, hausverk og þrýsing í eyrum og augum...

þriðjudagur, júní 05, 2007

Afmæli!!!


Til hamingju með afmælin elsku dúllurnar mínar - Anna og Ragga !!!!


Það er annars allt gott að frétta héðan. Sonur hress og skemmtilegur eins og alltaf! Vorum í sveitinni um helgina, reka rollur og hafa það gott. Reyndar fórum við ekki fyrr en á laugardag, því ég fann það svo hjá syni mínum að hann vildi vera heima meira. Þar af leiðandi ætlum við ekki af bæ næstu helgi :) Hann vill vakna heima, fara með sængina fram, njóta þess að vera bara á náttfötunum, leggjast í smá hvílu uppi í mömmubóli og horfa á barnaefnið þar.

Næstu helgi ætlum við einmitt að reyna að hitta á Hafdísi vinkonu og fara í skóginn, grilla og næs - leyfa þessum gaurum að hlaupa um eins og þeim lystir!! Það er eitthvað sem þeir hafa svo gott af.

Ég reiddist í morgun. Las á bloggi fyrrverandi ýmislegt sem ég bara átti ekki orð yfir. Máluð grýla á netinu. Og það sem stakk mig mest að fólk skuli dæma án þess að heyra hinar hliðar líka. Fólk sem hann umgengst sem veit ekkert hvernig þetta var í byrjun desember þegar ég stóð allt í einu uppi alein með barn. Og hafði ekki hugmynd um hvar maðurinn sem ég bjó með væri, lífs, liðinn, hvort hann kæmi yfir höfuð aftur til baka... Og að krítisera mig fyrir að taka meirihlutann af búslóðinni !!

En ég veit betur - aumingja fólkið sem lifir í blekkingu og þröngsýni. Ég hef það ágætt - peningamálin mín eru ekki alveg að ná saman enn en ég vona að það greiðst úr því fljótlega. þakka fyrir að eiga góða að!

Svo hér sit ég með hornös. Er ekki í dilemma lengur, en ekki orðið opinbert enn hvað ég geri.

....to be continued...

fimmtudagur, maí 31, 2007

Dilemma

Skóli eða vinna? Eins og mörg ykkar vita þá hef ég hug á að fara í skóla. Henti inn umsókn í gær, og reyndi að segja upp vinnu í gær líka en það gekk ekki eins vel og stend ég nú á krossgötum og veit barasta ekkert í minn haus.
Svo virðist sem ég sé hinn frábæri starfskraftur og yrði missir ef ég færi. Hann bauð mér ágætis kjör - en ekki alveg það sem ég vil. Ég vil hætta 5 á daginn. Ef ég get hætt 5 á daginn, þá fresta ég námi í ár. - ég er lost... any ideas???

miðvikudagur, maí 30, 2007

Gulur Póstbíll

Er alveg endurnærð eftir gærkveldið! Átti svo notalega og góða stund með knúsinni minni Dóu. Grilluðum og kjöftuðum. Gabríel er rosalega hrifinn af þessari "frænku" sinni og var líka rosalega þægur og rólegur. Engir gestastælar! Ég náttla bara montin núna !!
Þetta er svo nauðsynlegt, að fá góða vinkonu í heimsókn, til að kjafta um allt og ekkert. Losa um fullt af böggi sem hefur verið að eta mann að innan sem maður talar bara um við sínar nánustu vinkonur.
Og ég vil bara segja að ég er rosalega stolt af vinkonum minum í dag. Dóa vinkona komst í mega flottan skóla úti í Amsterdam og er að fara þangað í ágúst. Ragga vinkona ætlar að leggja land undir fót og fara á vit ævintýranna með sálufélaganum sínum til Hollands í júlí. Anna vinkona er að brillera í skólanum sínum og stefnir í flotta útskrift í Júní.
Ég er montin af þessum konum.

sunnudagur, maí 27, 2007

Köflótt gluggatjöld

og er í sveitinni hjá mömmu og pabba. Hef ekkert að segja nema sonur er happy, alltaf gaman að koma hingað til afa og ömmu. Við erum í afslöppun, fyrir utan að marka lömb. Gabríel reyndar sá það ekki, hann fór bara með að gefa fyrr um daginn og er efni í stórbónda :)
Fundum gamalt Playmobil dót sem ég hafði átt. Það fær að fara með heim á morgun, hann er svo hugfanginn af því:)
Annars hef ég bara ekkert að segja.
Er enn að venjast þeirri tilhugsun að x-ið sé flutt á eyrina og ég muni mæta honum á gatnamótum. Sem reyndar gerðist svo á föstudaginn, og hann hefur alltaf efni á að keyra um á nýja bílnum sínum sem gerir mig svo reiða. En ég hugsa bara um að ég á gullmolann minn!

þriðjudagur, maí 22, 2007

Gott að sofa í sínu rúmi


Syni mínum finnst gott að sofa og tekur hiklaust 3 tíma þegar hann sefur heima á daginn

mánudagur, maí 21, 2007

Grænn sportbíll


Frábær helgi að baki! Fór í skemmtilega heimsókn til Hafdísar og sonar hennar Jóhanns Haralds. Þau búa rétt fyrir utan eyrina, ekki langt að skjótast. Alveg nauðsynlegt að fara og hitta annað fólk, og tala við aðra en bara vinnufélaga go soninn. Takk kærlega fyrir okkur Hafdís. Situr uppi með okkur núna góða mín!

Við Gabríel áttum góða daga saman. Fann hvað hann naut þess að hafa mig eina hjá sér. Bara ein vika og síðan er verslunin opin bara til fimm - þá get ég sótt hann sjálf á leikskólann.

Ég grillaði í gær!! Og ég ekki alveg komin á þá bylgjulengd að við erum bara 2 í mat og ég tók allt of mikið til á grillið. Og þegar uppi var staðið þá var orðið allt of seint að bjóða í mat. Svo gaf ég honum ávexti og rjóma í eftirmat, og ég vissi ekki hvert hann ætlaði af kæti blessaða barnið.

Svo í gærkveldi þegar hamingjusama barnið mitt var farið að sofa, fann ég hvað ég var sátt og ánægð. Stolt af heimilinu sem ég hef búið til handa okkur Gabríel, fallegt, notalegt hlýlegt heimili sem honum líður vel á. Já okkur báðum!

föstudagur, maí 18, 2007

Rauður traktor

Skrýtið að maður vinni bara einn dag og fái svo aftur frí. Gera eins og hinar norðurþjóðirnar vera með "optional workday" þar sem fólk getur ráðið því mikið hvort það mæti í vinnu á svona degi - sem þá sennilegast er tekið af sumarleyfi eða þvíumlíkt - svíinn sem ég tala mikið við segir að þau þar fái bara frí þessa föstudaga sem lenda á milli fimmtudagafrídags og helgar. Ekker vesen - enda er hann búinn að vera með fullt fullt af 4 daga helgum - imp..
Ég tilkynnti syni mínum það í gær þegar við komum heim að við ætluðum sko að vera heima þessa helgi. Og ég hlakka svo til! Búin að mæla mér mót við eina vinkonu á morgun og fór í kaffi til einnar í gær :) - þetta eru stelpur sem ég er að kynnast því best að fara að reyna að eignast einhverja vinkonu hérna - ekki gengur að messa bara við svíann minn.
Sonur er orðinn hress - sem betur fer. Var farinn að þreyta ömmu sína - þar sem hann var orðinn hitalaus sl þriðjudag og farinn að hanga í ljósakrónum. En þau vildu passa hann fyrir mig miðvikudag líka þar sem skólanum var lokað um hád og þá hefði ég þurft að taka frí í vinnunni - og þessi einstæða móðir hefur barasta ekki efni á slíkum lúxus.
Annars er barasta allt í gúddí :) helgin framundan, sonur hraustur, bíllinn fullur af bensíni, peningarnir ekki alveg búnir, svo allt getur gerst :) - nei ég er ekki á leiðinni suður - ætla samt að íhuga alvarlega næstu helgi.

þriðjudagur, maí 15, 2007

Tæknival reunion....

25. maí nk er reunion hjá gömlum Tæknivölsungum!!! Gaman væri að komast suður og hitta alla gömlu vinnufélagana.

datt í dúnalogn...


Var nóg að gera fyrir hádegi. Síminn hringdi og fólk kom. Núna - ekkert. Hlýtt úti, dulítið hvasst, sólin potar nefinu reglulega út á milli skýjanna til að minna okkur á sig. Sonur minn er enn í sveitinni og ég sakna hans mikið. Einmannalegt heima þegar hans nýtur ekki við. Hann hefur svo mikinn lífskraft og hann er svo ferskur og kemur með svo hressar uppákomur. Hann verður þar líka á morgun þar sem leikskólinn lokar í hádeginu og ég hefði þurft að fá frí eftir hád á morgun. Og þá væri ég að taka áhættu með heilsuna hans þar sem hann er ekki orðinn fullfrískur enn. Svo; ein heima aftur í kvöld.

Ég fór að versla í gær. Ísskápurinn gargaði á móti mér af tómleika. Greinilegt að ef maður væri ekki með barn á heimilinu þá væri ísskápurinn svona alltaf. Svo mín trillaði í Bónus og verslaði fyrir um 11 þúsund!! - getið rétt ímyndað ykkur hve tómt var orðið. Nema í kistunni minni. Ég á fullt af kjöti og frosnum mat.

mánudagur, maí 14, 2007

Gabríel lasin


hæ .. hvað segist? Bara allt gott héðan, nóg að gera, Gabríel lasin sl viku og er hjá mömmu og pabba núna þar sem hann var ekki búinn að losna við hitann sem hann fékk, eftir að hann losnaði við vírusinn úr augunum. Þannig ég var heima 2 daga sl viku með honum. Svo föstudag keyrði ég hann uppeftir. Sú ferð var heldur viðburðarrík fyrir það fyrsta að það snjóaði á leiðinni - commonnn - það er kominn Maí!!! Og svo dó kúplingin á leiðinni - að sjálfsögðu á eina blettinum í Reykjadal sem síminn dettur út - upp brekkuna úr dalnum (já rétt hjá Önnukoti) Með lasið barn, mátti ég bíða í bílnum eftir að kæmi bíll svo ég gæti fengið far inná Lauga til að bíða þar og komast í símasamband. En það reddaðist allt saman - og við fundum kubba í Sparisjóðnum okkar.

Annars var helgin viðburðarlítil. Las eina bók, lék við Gabríel, horfði á Formúlu, Júróvision, bölvaði Rúv fyrir að taka okkur í rassagatið smjörlíkislaust og geta svo ekki drullast til að sýna úrslitin frá Júróvision - commonon það voru fokkins 5 mín eftir!!! Ég hef ekki horft á Rúv í laaaangan tíma - svo horfi ég þarna - nú fá eitthvað fyrir þessa himinháu reikn sem maður fær heim, og þeir klúðra því.

Svo kom ég heim í gær - litli garmurinn minn hjá mömmu og pabba og ég veit að það fer ekki ílla um hann.

mánudagur, maí 07, 2007

Bjöggaball :)

alveg snilldar helgi að baki! Fórum í sveitina á föstudaginn í tilefni afmæli mömmu. Gabríel fór með afa sínum og ömmu reyndar fyrr um daginn - það er svo mikill munur fyrir hann að hætta fyrr og þurfa ekki að dröslast í bíl eftir 10 tíma vinnudag - sem er nógu langur fyrir svona lítinn kút.
Nú - á laugardag var afslappelsi og Ragga vinkona go hennar spúsi komu í heimsókn í Mývó - þau höfðu verið á "hvalveiðiskoðunnartúr" á Húsavík. Svo var planið að fara á Akureyri og kíkja í krukku. Og ég ákvað að skella mér - mamma og pabbi svo himinlifandi yfir að ég skuli drífa mig út að þau hugsuðu sig ekki um og pössuðu litla gullmolann minn.
Og það var svoooo gaman!! Ég hef ekki hlegið svona mikið svo lengi! Björgvin Halldórss var nöttla flottastur - en reyndar hlustaði ég ekki mikið á hann - en dansaði þó eitthvað. Og var hálf vönkuð á sunnudag en ekki mikið þó. Þetta var eitthvað sem ég virkilega þurfti á að halda - sérstaklega að hlæja svona mikið.
takk elsku Ragga fyrir frábært kvöld!!!

föstudagur, maí 04, 2007

Afmæli í dag....

Mamma mín elskulega á afmæli í dag!!!!

(mynd tekin 1955)

Til hamingju með daginn elsku mamma mín!

miðvikudagur, maí 02, 2007

snilldar veður

hef þannig séð ekker annað að segja. Týnd...
Atburðir helgarinnar eru hér http://gabrielalex.blogspot.com/

sunnudagur, apríl 29, 2007

Frábært veður



þriðjudagur, apríl 24, 2007

Sonur minn er yndislegur...

átti stórkostlegan morgun með honum í morgun. Málið er að sumir morgnar eru erfiðari en aðrir, og þessi gæti jafnvel talist einn af þeim. En það veltur alltaf á því hvernig litið er á málið. Í mínum augum var hann hrein snilld, sem sýnir hvað sonur minn er alltaf að verða sjálfstæður í hugsun, hvað hann getur verið skemmtilegur og uppátækjasamur. Og þegar maður hugsar um það þá eru flestir morgnar svipaðir þessum, nema hann finnur alltaf upp á einhverju nýju... ótrúlegur!
En endilega lesið um okkar venjulega morgun hér: Gabríel Alexander.

mánudagur, apríl 23, 2007

rugluð... kannski

sko ég fékk þá flugu að fara aftur í skóla. Og það sem heillar mig mest er lögfræðideildin á Bifröst... Og þá er náttla komið upp hjá manni.. "hvað er maður að spá..? " ég kæmist aldrei þar inn, og ef maður svo ótrúlega vildi til kæmist inn þar sem einhver í inntökudeildinni hafi verið í snilldargóðu skapi, hvað ætli maður eigi erindi í þessum geira? hefur maður gáfur til að klára svona pakka?? Nú er ótrúlegasta fólk að taka sálfræði (nei ekki þú dóa - þú ert snillingur) fólk sem maður hefði haldið að væri ekki í meðallagi gáfað. Svo maður fær smá örvandi púst með að maður gæti nú klórað sig í gegnum þetta - hef alltaf átt auðvelt með að læra.
Nú í bjartsýniskasti sótti ég um. Þæglegt aðgengi þar. Hugsaði sem svo að þetta væri kúl lausn á bráðabirgðartíndílausulofti stöðunni sem ég er í. Vinnan mín er ekki að virka, húsnæðið mitt er of dýrt, ég er sennilegast að fá magasár af stressi, svefn er eitthvað sem ég man ekki hvað er, og að borða holt (að borða yfir höfuð) er lúxus sem ég man eftir í blörrí minningu. (ekki misskilja - sonur er í góðu yfirlæti - ég passa það) Þessu öllu sópa ég undir teppi þegar ég hitti son minn sem er allt of sjaldan, spukulera í að hengja á hann mynd af mér til að minna hann á hvernig ég líti út. (það er partur af "vinnan er ekki að virka")
Þarna er skóli, húsnæði, leikskóli og ég ekki að vinna 24 tíma frá syni minum á daginn.
- er ég rugluð.... ?

laugardagur, apríl 21, 2007

í góðu yfirlæti

oki.. er búin að vera crappy undanfarið í skrifum. En vona að myndir hafi komið í staðinn :) Erum í sveitinni. Var að vinna í dag. Ekkert að gera.l
Búið að ganga upp og niður. Sumir dagar eru frábærir, aðrir crappy. Ég hata peninga, meira en allt annað. Þeir gera ekkert annað en að draga úr manni. Og maður er ekkert afskaplega í bloggstuði þegar maður hefur ekkert gott að segja. Þess vegna setur maður bara inn fallegar myndir af syninum sem er sólargeislinn í lífinu þegar maður hefur fátt annað. Og við eigum góðar stundir, eins og td á sumardaginn fyrsta, rosa gaman að fá sér ís, og hann mundi sko alveg hvernig það hafði verið að fá sér ís! Við hlógum mikið. Hann er það besta.

fimmtudagur, apríl 19, 2007

þriðjudagur, apríl 17, 2007

Slappur strákur



föstudagur, apríl 13, 2007

Yndislegir páskar



Lesið um það hér : Páskar og myndir 2007

sunnudagur, apríl 08, 2007

Gleðilega páska



laugardagur, apríl 07, 2007

þriðjudagur, apríl 03, 2007

mánudagur, apríl 02, 2007

Yndisleg helgi

- átti yndislega helgi með syni mínum. Og hér getið þið lesið allt um það...

sunnudagur, apríl 01, 2007

Ekki þreyttur


Og kann að segja nei

þriðjudagur, mars 27, 2007

same ol'

Átti yndislega helgi :o)

Við sonur fórum snemma í sveitina á föstudaginn og áttum svo góða og rólega helgi. Nutum þess að vera saman, og vera þar og gera ekki neitt. Fórum í fjárhúsin á laugardaginn, kubbuðum, sváfum lásum og átum :o)

Sonur svo glaður að vera kominn til afa og ömmu loksins að hann réð sér varla fyrir kæti og vildi gera allt í einu strax, svo glaður var hann. Athuga hvort allt væri ekki örugglega á sínum stað :o)

Hann og amma hans leyfðu mér svo að sofa á sunnudaginn. Afskaplega gott var það, að sofa út :) ekki oft sem það gerist á mínum bæ. Enda kann maður að meta það þegar það gefst færi á.


Svo er maður komin aftur í hið daglega amstur, og hugsar um næsta frí sem maður getur verið meira með litla kút. Mér finnst stundum frekar erfitt að vera að vinna svona langan dag frá honum. Við fáum ekki það mikinn tíma saman á virkum dögum. En njótum þess þó. Morgnarnir eru oft samt erfiðir. Sumir stuttir eru með skap og eru ekki alltaf til í að hlýða mömmu sinni. Og er oft skipst á skoðunum. En það er bara svoleiðis, en við förum aldrei ósátt út. Knúsumst alltaf áður en farið er af stað inn í daginn :o)
---

Gott að borða hjá afa !!!

föstudagur, mars 23, 2007

Afmæli í dag....

ég á afmæli í dag... 27+ :) en er alltaf jafn ung í anda !!!
----

Eigið góða helgi dúllurnar mínar !!!

fimmtudagur, mars 22, 2007

omg...

hvað tíminn getur verið lengi að líða milli 17:45 og 18:00... :(

Ætla að vitna í vinkonu mína Dóublessaða


upp og niður vika

búin að eiga upp og niður daga í vikunni. Frábær helgi, Þórhalla systir og sonur hennar komu í heimsókn. Þau voru að keppa á Dalvík á skíðum og það styttir rúntinn þeirra þessa daga að gista hjá okkur. Og er nú búið að prufukeyra Tjarnarlundinn í gestastússi og kom þetta vel út allt saman.
Svo niðurdagur á mánudag þar sem sonur fékk í eyrað kvöldið áður. Sváfum ekkert um nóttina. Var kíkt í eyrað á mánudag og er það í lagi núna. Hann þarf ekki einu sinni sýklalyf hann er svo hress og hraustur að eðlisfari. Hristir þetta af sér. Ég náttla fékk samviskubit; hvar hef ég nú klikkað?? En læknirinn sagði mér að ég væri að gera allt rétt, þetta væri sýkill venjulega í hvers manns nebba, og hann hefði getað blómstrað bara við að strákurinn fengi flensuna þarna um daginn, eða einhver krakki á leikskólanum verið að bera þetta um.
Þriðjudagurinn var mjög fínn. Brynja saumó kom í vinnuferð norður og fengum við að fara út að borða saman á Greifanum í boði vinnunnar. Mjög gaman að hitta hana! Ég kláraði skattaskýrsluna og fékk veður af utanlandsferðinni sem verður árshátíðin okkar í haust. Sonur alltaf yndislegur.
Í gær var downdagur og nær hann að teygja sig yfir á daginn í dag. Stundum eru bara ljósupunktarnir í tilverunni svo afar langt í burtu að maður sér varla glitta í þá.
Málið er held ég að nú er ég búin að vera í brjálaðri keyrslu síðan í desember. Og svo margt búið að ganga á go eitt leitt af öðru. En núna eru 2 vikur sem bara hafa verið venjulegar. Og ég er ekki að ná að tjúnna mig niður aftur. Er yfirspennt, yfirstressuð, og er með áhyggjur af öllu mögulegu og næ ekki að slaka á. Ég er alltaf þreytt, sef ílla, vakna jafn þreytt og þegar ég fór að sofa. Hádegismaturinn fer í að hlaupa og gera það sem ég þarf að gera fyrir heimilið þar semég hef engan annann tíma til að td versla.
Ég hef hugsað um að fara aftur á þunglyndislyfin mín, á þau uppi í skáp. En þau halda bara svo djöfulli fast í aukakílóin. Og ég hreinlega langa ekki til að byrja að reykja aftur.

fimmtudagur, mars 15, 2007

Sýning sonarins

Vá - allt í einu kominn fimmtudagur ... aftur! Vikan að verða búin aftur.. Ekki mikið búið að gerast. Fór á danssýningu hjá syni mínum, sem var svo ekki mikil sýning þar sem fætur sonarins hættu að virka og vildi bara vera í fangi mömmu. En þetta var rosa gaman, sá vini hans, og fóstrur. Fengum veitingar sem börnin höfðu sjálf bakað og sonur minn var afar montinn af möffinsunum sem hann hafði átt þátt í að baka.
Þetta eru sonur minn (lengst til hægri) og félagar hans á Undralandi, Flúðum. Þess má geta að þeir eru allir 7-9 mánuðum eldri en hann.
Annars er allt ágætis að frétta. Maður er dálítið þreyttur. Er mikið að fara skalann, upp og niður í skapinu, þar sem allt er að settlast og hin nýju daglegu vandamál eru að líta dagsins ljós. Og líka þar sem allt er að komast í fastar skorður hef ég meiri tíma til að hugsa, og þar sem ég hef ekki fellt eitt tár almennilega yfir því sem gerðist, finn ég núna fyrir að ég er viðkvæm, má við litlu. En ég samt næ að hrista það af mér og halda áfram :) Aðallega er ég fegin yfir öllu, en svo blossar upp reiðin.

Núna er maður farinn að hugsa um sumarið, og hvað maður eigi nú að gera af sér í þeim málum :) Einhverjar hugmyndir?

mánudagur, mars 12, 2007

Fín helgi að baki

með syni mínum og WoW. Hitti systur mína og son hennar sem voru hér að keppa í fótbolta. Kveikti í lifrapylsunni og blóðmörskeppunum sem ég var að sjóða á laugardag, og þurfti að kaupa úr búð... Og ég skammast mín ekkert að viðurkenna þetta, eldamennska er ekki mitt fag. Mitt helsta áhyggjuefni er daglega "hvað á ég að gefa syni mínum að borða í kvöld" Hann er svo svangur þegar dagurinn er liðinn því hann fær ekkert að borða milli 14:30 og 18:00 og hann er gjörsamlega hungurmorða greyið og ég er ekkert sátt við það.
Svo finn ég stundum fyrir blues... einmannablús. Og jafnvel sakna fjarðarins fyrir austan. Sakna hússins míns, og já hundsins sem ég átti bróðurpartinn af veru minni þar. Og ég fyllist reiði við manninn sem tók þetta allt af mér án þess að gefa mér tækifæri á að halda í það.
En ég er heppin að eiga gullmolann minn. Við leiruðum, kubbuðum, lituðum og pússluðum. Hlógum og lékum okkur. Hann átti mömmsuna sína alveg útaf fyrir sig og honum fannst það ekki leiðinlegt þessari elsku :o)
þar til næst - hafið það gott og farið vel með ykkur

föstudagur, mars 09, 2007

Þreytt á gamla

komin tími til að breyta smá til... þó það sé ekki nema útlit frá blogger sjálfum! En 12 mín í lokun, föstudagur, rólegheit framundan. Ætla að vera heima með syni mínum og hafa það notalegt.
Foreldrar mínir komu í heimsókn í hádeginu og buðu mér í mat á Greifanum, ohhh það var svo notalegt og svo gaman að hitta þau svona surprise!
Hafið það gott um helgina elskurnar mínar !

fimmtudagur, mars 08, 2007

Ný helgi framundan

já - ég var svo lasin alveg fram á þriðjudag - þá vogaði ég mér út fyrir hússins dyr og í vinnu. Nema sonur var orðinn frískur og var afar hress um helgina ! Mamma og pabbi lágu hinsvegar eftir að við fórum.
Já lífið heldur áfram sinn vanagang hjá okkur mæðginum. Okkur líður vel, gaman í vinnu, gaman á leikskólanum, og svei mér þá en ég átti fyrir öllum reikn um mánaðarmótin (sleppum að ræða afganginn sem var heldur lítill)
En ég er að skipuleggja mig og mitt líf upp á nýtt. Guð má vita hvar ég kem karlmönnum fyrir -en ekki alveg í náinni framtíð - sorry Jóhanna en ég er ekki á leiðinni að verða skotin strax (hleyp enn hratt úr sundi þegar ég sé helgarpabbana mæta) Pússluspilið býður bara ekki uppá það í augnablikinu. Þó gaman væri að hafa bíóbuddy á svæðinu.
Snjórinn er farinn - vonandi kemur hann ekki aftur. Bjart þegar ég er búin að vinna og ég fíla það. Barnapían mín er bara yndisleg, og Gabríel er svo sáttur og kátur, ég er svo heppin með hann, ég þakka fyrir hann á hverjum degi. Knús!

föstudagur, mars 02, 2007

back to the land of the living...

jamm - þegar ég vaknaði í morgun leið mér eins og manneskju aftur. Enginn mega hausverkur, hor eða eyrnaverkur sem gerði það að verkum að lyfta haus af kodda væri ógerlegt. Og ég fattaði að það væri föstudagur og þetta væri 3 dagur minn heima í veikindum. Í gærmorgun þá vissi ég ekki vikudag, eða hve lengi ég hafði verið heima, eða neitt var hreinlega út úr kortinu.
Í morgun langaði mig meira að segja í kaffi! og sá var ljúfur bollinn! Ég hef ekki getað verið í tölvunni, ekki getað gert neitt, nema bara legið og stytt stundir með NCIS og skjánum.
Sonur minn er enn í sveitinni og veit ég að fer vel um hann. Sakna hans ógurlega, en ég veit að ég hefði aldrei getað sinnt honum sem skyldi núna sl daga. Er ég því óendanlega þakklát þeim öllum fyrir aðstoðina. Mamma og pabbi hafa verið með hann og gullmolarnir systir mín og hennar lið fært honum dót og sinnt honum líka!
Ég vona að mér líði það vel í dag að ég komist uppeftir.
Eigið góða helgi!

fimmtudagur, mars 01, 2007

Hver er sætastur!



þriðjudagur, febrúar 27, 2007

blehhh

og pestin herjar á mig lika. Ég er í vinnunni - en vildi óska ég væri heima í bleiku frottesokkunum mínum, undir teppi/sæng. Meira að segja tölvan heillar ekki, svo það er mikið í gangi, hor, hiti, hausverkur, augnverkur, beinverkir...
Litli knúsustrákurinn minn er í sveitinni. Sakna hans. Þakka fyrir að eiga góða að þar sem geta hugsað um hann svo ég geti unnið.
En Dóa mín á afmæli í dag!!! Hún fær að testa aldurinn á undan okkur Önnu G. - en ekki í langan tíma þar sem þetta er óumflýjanlegur andskoti að eldast!
Innilega til hamingju með daginn í dag hjartaknúsan mín!!!

sunnudagur, febrúar 25, 2007

Duglegur strákur


Að hjálpa mömmu með þvottinn

laugardagur, febrúar 17, 2007

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

gubbupúki

og sonur minn tók upp á því að byrja að gubba á mánudaginn. Mátti fara fyrr úr vinnu og sækja hann í skólann. Og núna er Alli farinn í frí, og Jónas er í Frakklandi, svo við Reynir erum bara tvö með búðina. Og þar sem hann er ekta yfirmaður þá er hann mikið á fundum, og ég get bara ekki tekið mér fleiri daga frá vinnu. Svo mínir yndislegu foreldrar eru með son minn. Fór með hann þangað á þriðjudagsmorgun fyrir vinnu. Var ein heima á þrið.kvöld- svakalega einmanna sérstaklega um morguninn. Var svo tómlegt í íbúðinni. Saknaði litla mannsins míns svo rosalega - kom mér frekar á óvart hve mikill söknuðurinn var og var hann ekki langt í burtu.


Og núna er hann að hressast. Hann er enn í sveitinni, en neitar alveg að borða. Hann drekkur en borðar ekki neitt. Elsku kallinn minn litli. Ég vona að þetta sé restin. Vona að næsta vika verði eðlileg.


Mér finnst svo erfitt að biðja um pössun, og erfitt að skilja hann svona eftir, að keyra í burtu og hann grætur á eftir mér vegna þess að hann hefur varla séð mig þessa vikuna.
Hann er litla hetjan mín þessi elska.

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Back to work...life...


og þá er þetta loks yfirstaðið. Og maður er kominn út á meðal fólks. Svakalega finnur maður fyrir því að vera einn í bænum á svona stundum... Varð td að klæða barnið mitt út í gær til að fara í apótek til að kaupa hitamæli! (hinn rann til og datt í flísarnar go brotnaði) En sem betur fer er barnið mitt hraust og apótekið er nálægt. Og svo bara einveran.. enginn í kaffi, enginn að kíkja við. Bara við Gabríel. Sem betur fer er sonur minn það besta í heimi. Manni leiðist sko ekki í nærveru hans, og hann er svo hjartahlýr og góður, klár og skemmtilegur. Hugsa alltaf um hve heppin ég er um að eiga svona hraustan go duglegan strák! Á þessum 2 árum sem hann hefur lifað hefur hann bara 2 orðið svona almennilega veikur - bæði skiptin þegar hann er að byrja á leikskóla! Það bítur fátt á hann og hann fékk ekki í eyrun með þessu! Hann er hetja!

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

mánudagur, febrúar 05, 2007

pestarbæli og Bubbi byggir

jámm. hérna er sko pestarbæli. Sonur vaknar á morgnana með 38,5 stiga hita og fer í rúmið með 39+ á kvöldin - síðan á föstudag. Vona að þetta fari að lagast. Afi hans Magnús læknir kom í gær og hlustaði hann og vill hitta okkur á stofunni i dag. Hann var ekki ánægður með að heyra í smá astma. En það er einhver fylgikvilli flensunnar.
Svo það eina sem blívar er bubbi byggir... og ég kann dvd diskinn utan að núna. omg..
Ég er náttla að deyja úr samviskubiti út af vinnunni. Nýbyrjuð og alles, en svo sé ég framan í litla lasarusinn minn og veit að hann einn skiptir máli, hitt má bíða. Við leikum okkur með kubba og bubba byggir bílana sem hann á, gröfurnar og Gogga...

sunnudagur, febrúar 04, 2007

laugardagur, febrúar 03, 2007

Kubbar og Bubbi byggir


er í uppágaldi núna!

miðvikudagur, janúar 31, 2007

So true...

"Af hverju er þessi mánuður búinn að vera grunsamlega lengi að líða, en samt fljótur.. það er kominn 3o jan, en samt einn dagur í útborgun enn!!!"
þessa klausu fann ég á bloggi systur vinkonu minnar. þegar vinkonur blogga lítið fer maður að glugga í blogg þeirra nærstöddu til að ath hvort eitthvað sé að gerast. En þetta var akkúrat það sem ég hugsaði í gær. "vá hvað þessi mánuður er búinn að vera lengi að líða - samt búinn að vera á milljón allann mánuðinn. Svo mikið búið að gerast og miðað við það allt ætti að vera kominn Mars!! þetta er ekki venjulega svona og ég er alls ekki vön þessu áreiti og þessu stressi sem fylgir svona miklum breytingum. 2007 byrjar með bombu hjá mér - það er satt. Og það er enn ekki útborgað fyrr en á morgun.

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Þorrablót og fl

fór á snilldar þorrablót í Reykjadal um helgina!! það var bara gaman! Reykdælingar eru klikk segi ég nú bara. Það var dulítið skondið að sjá gömlu kennarana af Laugum reyndar :o) Anna og Hermann eru nú alltaf jafn miklar perlur þessar elskur! Og það var etið að góðum sið mikið og vel af skemmdum jafnt sem ferskum mat! Allavega var ánægjulegt að borða hákarl með fólki sem finnst hann jafn góður og mér (smbr Védís; mamma Önnu, og Hermann).
Gabríel var í passi hjá mömmu og pabba og var þokkalega ánægður með það allt saman. Fer alltaf vel um hann þar! Honum finnst alltaf jafn gaman að fara þangað, og ég er alltaf jafn hrædd um að hann vilji svo ekki fara heim aftur. En hann er líka jafn kátur að fara heim og á sunnudag sönglaði hann í bílum "heim hjóla heim hjóla" og hlakkaði til að komast í hjólið sitt heima.
Já okkur líður rosalega vel.
Gaman í vinnunni. Hresst fólk sem ég vinn með, og gaman að koma í vinnu á morgnana, sem skiptir jú miklu máli. Dagarnir eru langir reyndar, en svona er þetta bara þegar maður er "sjálfstætt" foreldri. Þetta virkar, Gabríel er ánægður og það er fyrir öllu :)
/knús :o)

laugardagur, janúar 20, 2007

föstudagur, janúar 12, 2007

Gleðifréttir!


Ég fékk vinnu hjá EJS! Og í gær fórum við Gabríel á Glerártorg og héldum upp á það á viðeigandi máta!

Fyrsta freyðibaðið mitt


og kominn tími til!

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Gjafakort í Eymundsson


færði mér 2 seríur af uppáhaldinu mínu NCIS!!