föstudagur, október 31, 2003

Og loks aftur föstudagur!!
Var að senda út fjöldapóst vegna bílaleitarinnar minnar. Það gengur brösulega að finna eitthvað nothæft. Og miðað við veðrið þá er ég að verða ískyggilega smeik um að komast ekkert í vetrarfríinu mínu. Ok lít þá á ljósu punktana - get þá lært helling á meðan.
Vona bara að ég fái eitthvað feedback frá þessu meili mínu. Ég notaði alla gömlu félagana úr vinnunni og alles.... hjálpið mér að krossleggja fingur og vona það besta!!

fimmtudagur, október 30, 2003

Sjokk á leiðinni heim...
ég var að bruna heim í brunagaddi á mínum "fjalla bíl" sem ég taldi trú um í morgun að væri ofurtrukkur og komst á honum í vinnu og heim aftur, þegar ég var að koma heim þá mæti ég manni sem ég kannaðist mjög vel við. Ég fékk sjokk og þar á eftir kom hryllingur og vanlíðan og stresskast og ég bjóst við að dagurinn yrði bara ónýtur innan við 5 mínútur frá þessari sjón. Jú þarna var hann mættur Herra Valur!!!
Þegar heim kom þá réðst ég á Hjölla "hvurn andskotann hann væri að vilja hérna á Fáskrúðsfirði aftur" - hey - þá var dallurinn sem hann er á dreginn í land hérna!! Bara spyr : eru engin takmörk???? Tók okkur 2 1/2 mánuð að losna við hann og hann er mættur aftur!! Fór á dallinn í R-vík, og af ÖLLUM krummaskuðum sem hafa bryggjur á þessu skeri þá eru þeir dregnir í land hérna!!!!!! - samt ljósi punkturinn er að hann gistir ekki hjá okkur!!!

En helgin nálgast, og krakkarnir eru þegar farnir að tínast í burtu vegna vetrarfrísins. En viti menn - eins og mig grunaði þá verður 1 barn í skólaselinu á mánudaginn!! þessi fatlaði. Og þar sem hann er bara einn þá kemur enginn með honum "auddað reddar hún Guðrún þessu"

En í dag og í gær var hálka dauðans hérna. Og í gær "áhyggjuefni dagsins" var ekki að ástæðulausu. Ég gat ekki einu sinni snúið bílnum við fyrir framan húsið mitt. Komst ekkert. Svo þar sem ég dey ekki ráðalaus þá húkkaði ég far með brauðbílnum sem var að koma í bæinn frá Egilsstöðum upp í blokk. Þaðan fann ég einhvern vinnumann sem var á stærri bíl og hann skutlaði mér með matarkassahlunkinn upp á elliheimili - svo tryllaði ég bara með draslið á vagninum niður í blokk aftur!
Í dag þá bakkaði ég bílnum á gamla slökkviliðsplanið og snéri honum við þar - keyrði svo á miðri götunni þar sem komið var autt í hjólförum og nauðgaði bílnum í vinnuna!!
En það gengur ekkert með bílaleit. Enginn bíll neinstaðar. Ég er ekki nógu hress með það.

Jæja best að snúa sér að lærdómi.

miðvikudagur, október 29, 2003

Frí 3. og 4. nóv??
Það eru sko starfsdagar hjá mér þó skólinn verði ekki - ég sendi börnin heim með miða í gær um hvort foreldrar ætluðu að nýta skólaselið þessa daga þrátt fyrir frí - kemur í ljós í dag hverjir eru íllgjarnir og hverjir ekki.....
Krossleggið fingurna með mér - kannski fæ ég alveg frí - kannski ekki..
Vetrarfríið enn óráðstafað.
Hundahótel kom í umræðurnar, en þá þarf tíkin að vera búin að fá 2 hvolpasprautur. Ég var einmitt sl föstudag að tala við dýralækninn á Breiðdalsvík um að koma með hana í tékk og fá sprautur, en þá þarf að líða eitthvað 10-14 dagar á milli sprautanna. Svo það er eiginlega úr sögunni. Svo sennilegast komumst við ekkert út núna.
En, ef bílamálin ganga upp eins og þau líta út í dag þá kannski bara skellum við okkur suður í fríinu, vonum bara að einhver vilji skjóta yfir okkur þrjú húsaskjóli.

Bakið er enn að drepa mig, hver einasta hreyfing er sársaukafull, ég vona bara að ég finni einhvern til að halda á helv.. matarkassanum fyrir mig upp stigann og niður stigann, hann er þokkalega stór og þungur - er bara hissa á að ég hafi ekki fengið fyrr í bakið á að dröslast með þetta flykki út og suður.

Og áhyggjuefni dagsins er; kemst bíllinn minn í vinnu í dag. Já gott fólk - hér er hálka á götum, glæra svokölluð, og bíllinn minn er aumingi dauðans sem fer í gang sökum húsbóndaholllustu og helst saman á riði og því sem eftir er af lakkinu.... hmm spennandi verk framundan.

þriðjudagur, október 28, 2003

Auglýsi eftir hundapíu!
áhugasamir hafið samband sem fyrst.
Maður á ekki að taka til...
komst að því í gær! Ég var að brasa eitthvað og það tognaði á bakinu á mér - svo núna er ég að drepast í bakinu.
En ég er komin á ról, með kaffibollann, búin að læra heima og senda verkefni í sögu.
Hjölli kom mér á óvart í gær - hann er að spukulera að bjóða mér í helgarreisu eitthvert erlendis í vetrarfríinu okkar :o) !!! ég verð að segja að við eigum það svo sannarlega skilið að gera eitthvað svoleiðis. Bara ein spurning.. hvar eigum við að geyma hundgreyið á meðan...

laugardagur, október 25, 2003

P.s.
vitiði hvað Captain Morgan er góður drykkur svona á rólyndislaugardegiseftirmiddegi???
Og loksins komin í helgarfrí!!
Var að klára að læra - saga sem hefur valdið mér lífið leitt varðandi tíma. En þetta gekk í dag og núna ætla ég að leika mér aðeins í Morrowind og hafa það næs!!!

Ég skoðaði nokkra bíla á netinu í gær og þar koma slatti til greina - þú þarf ég bara að finna 200-300þ krónur - þjónustufulltrúinn minn sagði mér að ég myndi fá peningana í einhvernveginn formi - svo ég þarf bara að fá pabba til að fara yfir hlutina með mér um hvað sé best að gera í minni stöðu... alltaf sama pabbastelpan... :o)

föstudagur, október 24, 2003

Loksins... loksins....
komin helgi - og auddað í dag var ég til fimm (típískt er yfirleitt alltaf bara til fjögur á föstudögum) - og þurfti að fara með diskadraslið í eldhúsið á Uppsölum fyrir helgina svo ég er rétt komin heim. Frekar erfiður dagur í dag. Er nett pirruð eitthvað, þreytt, svöng og pirruð - hugsa að það sé rétta lýsingin á mér akkúrat þessa stundina.
Föstudagur !!!! YEEESSSSSSSSSSS !!!!!!!!!
Þar kom að því að þessi langþráði - alltaf þráði dagur kom ! Ég leyfði mér að sofa til níu - þrátt fyrir 2 söguverkefni sem ég þarf að gera, ég átti það alveg skilið að sofa aðeins núna.
Náttúrufræðiprófið gekk held ég bara ágætlega - var afar margt sem ég var nokkuð viss á, og þegar við kíktum í bækur eftir prófið þá var ég með mikið rétt - svo ég er vongóð með ok einkunn. Þakka öllum fyrir þessa ljúfu strauma sem mér voru sendir í gær - fann greinilega fyrir þeim!!!!!! Og þegar heim kom - eftir ísl og dönsku tíma þá fékk ég mér einn öl og slakaði á. Og núna er ég reiðubúin undir helgina.

Annars er kominn tími á bílaleit. Ætla að athuga hvort þjónustufulltrúinn minn í sparisjóð þingeyinga vilji hækka heimild um 2-300þ með ábyrgð frá pabba og finna mér bíl - sem virkar í snjó - eða sem virkar bara almennt - sem ég get treyst á - því ég er orðin drulluhrædd við að lokast hérna inni og komast ekki einu sinni til Egilsstaða, komast ekki til mömmu og pabba - hvað þá til Akureyrar og HVAÐ ÞÁ TIL REYKJAVÍKUR!!
Kemur í ljós.....

fimmtudagur, október 23, 2003

Fimmtudagur og helgin nálgast!!!
og hér sit ég og læri undir náttúrufræðipróf!! Fór á fætur kl sjö í morgun - hellti upp á kaffi - fór út með tíkina í labbó - mjög hressandi og gott, og settist svo niður og er búin að vera hér síðan. Hef ekki hugmynd um hvernig ég kann þetta - mér finnst þetta allt vera svo skýrt en það fannst mér líka með söguna - svo ég hef bara ekki hugmynd um hvar ég stend. Kemur þá allt í ljós. Ætla að taka með mér námsefnið í vinnuna og læra í þessari klst eyðu þegar börnin fara í leikfimi, og svo kíki ég á þetta aftur kl fimm, en prófið er kl sjö.... allir krossleggja fingur og hugsa vel til mín í kvöld -endilega ef þið eruð klár í líffræði (Inga Hrund) sendið þá með þessum straumum allt um efnahvörf, frumur, líffæri og líffærakerfi :o)

miðvikudagur, október 22, 2003

Miðvikudagur og það styttist í helgina!!!
En það róast ekkert hjá mér í skólanum.. Núna er ég að læra undir lokapróf í kafla 3,4 og 5 í Náttúrufræði. Það próf er á morgun. Og þar sem ég gat ekkert lært um helgina líður mér eins og ég sé svoooo langt á eftir með allt saman. Svo hver vakandi fría stund fer í nám núna. Stærðfræðin er að bögga mig. Söguprófið gekk ekki nógu vel - 6,5.. og verkefni hlaðast upp alls staðar. Mig vantar semst núna fleiri klukkutíma í sólarhringinn.
Hvar er kallinn sem útdeilir þessum aukatímum sem sumir virðast hafa?? Helloooo I need some!!! Nú skipulegg ég tímann minn vel og hvað ég læri og hvenær - en það má bara greinilega ekkert raska því þá fer allt í hönk!

He he Bubbi Morteins var að spila hérna í gær - fór ekki - hmm - fann ekki fyrir snefil af löngun til að fara og hlusta á hann!!

mánudagur, október 20, 2003

Koffeinlaust kaffi virkar ekki...
Allt í lagi á bragðið - það vantar ekki - en það vantar kikkið!
Vetrarfrí..
Rosalega hlakkar mig til þegar það kemur vetrarfrí í skólanum. Ég er ekki að nenna þessu - núna td. langar mig bara til að vera heima - slappa af í tölvunni - taka pásu frá lærdómi og leika mér við hundinn.
20 Október!! pælið í þessu!!!
pælið hvað tíminn er hrikalega fljótur að líða!! þetta er ekkert skondið!
Hér sit ég og drekk koffeinlaust - já takið eftir koffeinlaust instant kaffi!! Minn kæri maður var rosa duglegur á föstudaginn að versla á Egilsstöðum og keypti fyrir mistök instant kaffi...
En helgin var ok - frekar róleg. Við Kítara fórum yfir á Eskifjörð þegar ég var búin að vinna. Vorum þar í góðu yfirlæti - nema hvað Monsa - sjéffer tíkin hans tengdó var ekki alveg að meðtaka Kítöru - tók nokkrum sinnum í hana. Semst - þegar Hjölli var á skakinu (kom heim með um 50kg af fisk) eða þegar hann var að hjálpa föður sínum þá vorum við Kítara úti - vorum úti í labbó alla helgina - enginn tími fyrir lærdóm. En það slapp þar sem ekki lá mikið fyrir þessa helgi.
Svo í gær þegar heim var komið þá átti eftir að gera að fisknum - og sunnudagskvöld hjá okkur í gær var í aðgerð!! Fjör á Sunnuhvoli!!

föstudagur, október 17, 2003

Ahhhhh föstudagur!!!!!!!!!
Loksins kominn þessi ágætis dagur sem maður bíður eftir frá mánudagsmorgni... ég er nýkomin með kaffið í hendurnar, og sest með sígóina. Það er svo rólegt, og svo notalegt.
Kannski fer ég eftir vinnu yfir á Eskifjörð - ef ég nenni og ef það verður ekki þessi svarta þoka sem lá yfir öllu í gær. Langar helst bara til að rjúka af stað núna til að klára daginn sem fyrst...

Sátum í gær og horfðum á imbann - bara við tvær. Poppuðum og höfðum það kósi. En fyrst þar sem ég var ein heima þá tók ég allt í gegn - mér fannst eins og ég yrði að "þvo Val út" Og það var svo skrýtið þegar ég vaknaði í morgun - þá var allt eins og ég skildi við það í gær! Ekki komin milljón glös á bekknum við vaskinn (hann gat aldrei notað sama glasið) og ekki brauðmylsna eða ófrágengið á bekknum. Alveg hreint ótrúleg tilfinning. Þurfti ekki að "ryðja mér leið" að kaffivélinni.

fimmtudagur, október 16, 2003

Yfir á Eskifjörð..
Hjölli er að fara yfir á Eskifjörð núna - fer sennilegast áður en ég fer í vinnuna - pabbi hans er á leiðinni að ná í hann. Kallinn vantar aðstoð við eitthvað. Og þar sem kallinn datt niður í fjörunni um daginn og flæddi næstum yfir hann meðvitundarlausan þá gengur það ekkert að hann sé að vafrast einn í einhverri erfiðis vinnu. Það var einmitt þess vegna sem Hjölli vildi fara um síðustu helgi þegar Valur nennti ekki með honum. En VALUR ER FARINN og það er yndislegt að vakna upp á svona degi -ekkert getur skemmt þetta fyrir mér!!!!

Svo við Kítara verðum einar heima - heyriði EINAR HEIMA vegna þess að VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN!!!!!!!!!!! :o)

miðvikudagur, október 15, 2003

VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN VALUR ER FARINN!!!!!!!!
Brillliant !!!

Heilt community of dragonlovers!!!!

þriðjudagur, október 14, 2003

Og dagurinn er enn góður..

allavega hefur ekkert gerst enn (sjö, níu, þrettán) Sat í dag og teiknaði dreka fyrir liðið hef ekki tölu á hve marga dreka ég teiknaði - en þau voru rosa sæl með drekana sína og ætla að lita þá og hengja upp á vegg heima hjá sér. Sumir vilja að ég teikni drekana fyrir þau á sögubækurnar sem þau eru að búa til, sem flestar fjalla um kastala, kónga og dreka - þess vegna byrjuðu drekateikningarnar.

Ég er ansi hrædd um að fá ekki hátt skor í söguprófinu. Var að spjalla við eina og hún svaraði fullt öðruvísi en ég og segist hafa verið með allt rétt.... hmm... damn it!! En það verður víst að koma í ljós.