20 Október!! pælið í þessu!!!
pælið hvað tíminn er hrikalega fljótur að líða!! þetta er ekkert skondið!
Hér sit ég og drekk koffeinlaust - já takið eftir koffeinlaust instant kaffi!! Minn kæri maður var rosa duglegur á föstudaginn að versla á Egilsstöðum og keypti fyrir mistök instant kaffi...
En helgin var ok - frekar róleg. Við Kítara fórum yfir á Eskifjörð þegar ég var búin að vinna. Vorum þar í góðu yfirlæti - nema hvað Monsa - sjéffer tíkin hans tengdó var ekki alveg að meðtaka Kítöru - tók nokkrum sinnum í hana. Semst - þegar Hjölli var á skakinu (kom heim með um 50kg af fisk) eða þegar hann var að hjálpa föður sínum þá vorum við Kítara úti - vorum úti í labbó alla helgina - enginn tími fyrir lærdóm. En það slapp þar sem ekki lá mikið fyrir þessa helgi.
Svo í gær þegar heim var komið þá átti eftir að gera að fisknum - og sunnudagskvöld hjá okkur í gær var í aðgerð!! Fjör á Sunnuhvoli!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli