föstudagur, október 17, 2003

Ahhhhh föstudagur!!!!!!!!!
Loksins kominn þessi ágætis dagur sem maður bíður eftir frá mánudagsmorgni... ég er nýkomin með kaffið í hendurnar, og sest með sígóina. Það er svo rólegt, og svo notalegt.
Kannski fer ég eftir vinnu yfir á Eskifjörð - ef ég nenni og ef það verður ekki þessi svarta þoka sem lá yfir öllu í gær. Langar helst bara til að rjúka af stað núna til að klára daginn sem fyrst...

Sátum í gær og horfðum á imbann - bara við tvær. Poppuðum og höfðum það kósi. En fyrst þar sem ég var ein heima þá tók ég allt í gegn - mér fannst eins og ég yrði að "þvo Val út" Og það var svo skrýtið þegar ég vaknaði í morgun - þá var allt eins og ég skildi við það í gær! Ekki komin milljón glös á bekknum við vaskinn (hann gat aldrei notað sama glasið) og ekki brauðmylsna eða ófrágengið á bekknum. Alveg hreint ótrúleg tilfinning. Þurfti ekki að "ryðja mér leið" að kaffivélinni.

Engin ummæli: