miðvikudagur, október 29, 2003

Vetrarfríið enn óráðstafað.
Hundahótel kom í umræðurnar, en þá þarf tíkin að vera búin að fá 2 hvolpasprautur. Ég var einmitt sl föstudag að tala við dýralækninn á Breiðdalsvík um að koma með hana í tékk og fá sprautur, en þá þarf að líða eitthvað 10-14 dagar á milli sprautanna. Svo það er eiginlega úr sögunni. Svo sennilegast komumst við ekkert út núna.
En, ef bílamálin ganga upp eins og þau líta út í dag þá kannski bara skellum við okkur suður í fríinu, vonum bara að einhver vilji skjóta yfir okkur þrjú húsaskjóli.

Bakið er enn að drepa mig, hver einasta hreyfing er sársaukafull, ég vona bara að ég finni einhvern til að halda á helv.. matarkassanum fyrir mig upp stigann og niður stigann, hann er þokkalega stór og þungur - er bara hissa á að ég hafi ekki fengið fyrr í bakið á að dröslast með þetta flykki út og suður.

Og áhyggjuefni dagsins er; kemst bíllinn minn í vinnu í dag. Já gott fólk - hér er hálka á götum, glæra svokölluð, og bíllinn minn er aumingi dauðans sem fer í gang sökum húsbóndaholllustu og helst saman á riði og því sem eftir er af lakkinu.... hmm spennandi verk framundan.

Engin ummæli: