Fimmtudagur og helgin nálgast!!!
og hér sit ég og læri undir náttúrufræðipróf!! Fór á fætur kl sjö í morgun - hellti upp á kaffi - fór út með tíkina í labbó - mjög hressandi og gott, og settist svo niður og er búin að vera hér síðan. Hef ekki hugmynd um hvernig ég kann þetta - mér finnst þetta allt vera svo skýrt en það fannst mér líka með söguna - svo ég hef bara ekki hugmynd um hvar ég stend. Kemur þá allt í ljós. Ætla að taka með mér námsefnið í vinnuna og læra í þessari klst eyðu þegar börnin fara í leikfimi, og svo kíki ég á þetta aftur kl fimm, en prófið er kl sjö.... allir krossleggja fingur og hugsa vel til mín í kvöld -endilega ef þið eruð klár í líffræði (Inga Hrund) sendið þá með þessum straumum allt um efnahvörf, frumur, líffæri og líffærakerfi :o)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli