Og dagurinn er enn góður..
allavega hefur ekkert gerst enn (sjö, níu, þrettán) Sat í dag og teiknaði dreka fyrir liðið hef ekki tölu á hve marga dreka ég teiknaði - en þau voru rosa sæl með drekana sína og ætla að lita þá og hengja upp á vegg heima hjá sér. Sumir vilja að ég teikni drekana fyrir þau á sögubækurnar sem þau eru að búa til, sem flestar fjalla um kastala, kónga og dreka - þess vegna byrjuðu drekateikningarnar.
Ég er ansi hrædd um að fá ekki hátt skor í söguprófinu. Var að spjalla við eina og hún svaraði fullt öðruvísi en ég og segist hafa verið með allt rétt.... hmm... damn it!! En það verður víst að koma í ljós.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli