föstudagur, maí 30, 2008

Mömmuhjarta...

Litli drengurinn minn er búinn að vera lítill í sér undanfarna daga.  Hann hefur ekki viljað skilja við mig á morgnana - fer að gráta og rígheldur í mig.  "mamma mín ekki fara, vil ekki að þú farir, vil ekki að þú farir að vinna, ég fer að gráta"....

Svo kemur gráturinn og það nístir inn í merg og bein og mér líður eins og það sé verið að slíta úr mér hjartað..  Og í dag var það erfitt meira en aðra daga þar sem ég sæki hann ekki í dag og ég sé hann ekki fyrr en á sunnudaginn, þannig mér fannst ég ekki geta huggað hann almennilega...

Ég er líka að velta því fyrir mér hvað veldur þessu hjá honum.  Núna er hann já byrjaður á þessari nýju deild, sem hann er mjög hress með.  Vinir hans  eru með honum og þeir eru hressir guttar.  En þetta er auðvitað stór breyting hjá honum - hann man ekkert eftir öðru en Undralandinu sínu, svo þetta er mikið og stórt stökk hjá svona litlum manni.  Hann er líka meira hjá pabba sínum núna, það er líka stór breyting.  Nú er hann mjög kátur með að fara til pabba síns og hann kemur mjög kátur þaðan svo mér finnst það hæpið. 

Óöryggi hjá honum, veit ekki.  Nema það sé bara þessi aðskilnaður.  Við erum ekki eins mikið saman og við vorum áður og kannski er það eitthvað að spila inní.   Spurning um naflastrenginn??? við erum náttla búin að vera svo hrikalega samrýmd sl eitt og hálft ár. 

Svo gæti þetta bara verið eitthvað feis hjá honum, bóla sem gengur yfir.  Spurning um línu og hvað hann kemst langt.  Maður veit ekki. 

Þið reynsluríku mæður megið alveg koma með feedback á þetta hjá mér - comment, tölvupóst eða síma...

fimmtudagur, maí 29, 2008

Malbik...

já þegar það eru 3 stórir vörubílar + bikkari fyrir framan búðina mína - þá meina ég beint fyrir framan - innan við 2 mtr frá innganginum mínum - þá eiga örugglega hrikalega margir eftir að koma inn...

Jarðskjálftar hvað?? það drynur í öllum hillum og vörum hjá mér og gólfið nötrar... ekki er verið að mæla rikka hérna er það???

(kaldhæðnishúmor)

miðvikudagur, maí 28, 2008

Sól og sumar

það var hriikalega notalegt að fara í ískalt vatnið í morgun!! Sonur minn var sko alveg til í sund í dag líka enda ætla ég að fara með hann aftur í dag!  Það var svo gaman hjá okkur í gær.  Hef ekki hlegið eins mikið lengi.  Hann líka datt alveg út kl hálf átta þessi elska :o)

Góður dagur í dag - eins og alla hina :o)

þriðjudagur, maí 27, 2008

31 dagur í sumarfrí.... but who's counting..?

Byrjaði daginn á sundi - sem er snilld verð ég bara að segja.  Tók hálfa km núna í sprettum og náði púlsinum vel upp. 

Að sjálfsögðu byrjar samt dagurinn fyrr.  Byrjar á mömmuknúsi.  Hann vaknar á undan mér og byrjar að leika sér, þegar klukkan mín hringir hrynja yfir mig brunabílar, goggi, duddur og sængur og kossar.  Hvað er betra???

Og ég hlakka bara til að fara og sækja hann til að fara í sund og leika okkur.  Við eigum eftir að skemmta okkur svo í sumarfríinu okkar sem hefst í júlí! Ég ætla að fjárfesta í korti í lóninu svo við getum verið þar eins og við viljum! - enda eigum við eftir að vera mest megnis uppí sveit.

Svo hringdi pabbi í mig í morgun - þá er jafnvel von á lömbum frá kindinni hans Gabríels í dag :) Það er náttla bara gaman !!

Já það er sko bara gaman að vera til þessa dagana!! Það er fátt sem er að hrella mann.  Ég er ekki enn laus úr þessu gjaldþrotsmáli en þar sem ég get lítið gert í augnablikinu nema bara beðið eftir að lögfræðingurinn komi með fréttir þá er ég ekki að velta mér uppúr því. 

Okkur líður snilldar vel í þessari íbúð sem við erum í núna.  Hún er svo sólrík og björt.  Er búin að velja mér hillur sem ég ætla að kaupa á föstudaginn og hengja upp sjálf um helgina!!! - þarf reyndar að redda mér hallamáli en það er annar handleggur - vinn með nóg af fólki og einhver hlýtur að eiga hallamál :) Speglar og myndir fá líka að fljúga uppá vegg!.  Ætla að gera íbúðina að okkar hreiðri alveg eftir mínu höfði! Og hvað er betra en að nýta helgar sem sonur minn er hjá pabba sínum í þessháttar dútl ??

Fann allt föndurdótið mitt um sl helgi og er búin að útspekúlera complete makeover á gólflampanum mínum - ég elska þennan lampa en hann er hriiikalega blár...

Svo þetta er það sem er í gangi í dag mín kæru - eigið góða daga þar til næst :o)

mánudagur, maí 26, 2008

Sól sól skín á mig :o)

já ég er rauð - eeld rauð eftir helgina.  Hélt ég væri brunnin en ég er ekkert aum eða sár - bara rauð :o)

Helgin var bara snilld.  Fórum uppeftir á föstudag eftir vinnu, og Gabríel var sönglandi happy þar sem hjólið hans var með í för.  Svo er bara svo notalegt að fara uppí sveit, stússast í fjárhúsinu, fara í lónið og njóta þess að vera til.  Við mæðgin meira að segja sváfum bæði laugardagseftirmiddagslúr, og mikið svakalega er það gott að nappa aðeins.  Skella sér svo í lónið og fylgjast með litla orkuboltanum mínum buslast og skvettast um allt.  Þetta er sko staður fyrir hann.

herkulesFórum út að ganga með Herkúles gamla.  Hann smitaðist af leiknum í Gabríel (sem stoppaði hvað eftir annað á hjólinu til að gefa öndunum brauð) og sá gamli fann spýtu og fór að leika sér.  Má geta þess að sá gamli er 13 ára gamall!  Gabríel á það til að lána honum sængina sína, klappar honum afar varlega því hann er orðinn svo gamall.  En Herkúles er afar góður við hann, finnst hann oft á tíðum heldur hávaðasamur.

Maður horfði á júró með öðru.  Kom mér á óvart hve hátt þau komust en það var gaman að sjá þau komast áfram :) Missti alveg af atriðinu þeirra í forkeppninni þar sem ég var í keilu og út að borða með vinnunni. 

Sunnudagur fór í að njóta þess að vera til.  Njóta þess að vera með sínum nánustu, plana og plotta afmæli, knúsa barnið mitt, sleikja sólina, kíkja í lónið fá sér ís og lesa.  Kíktum á lömbin og Gabríel alveg með stjörnur í augum - fannst þau svo falleg.  Og hann má eiga það blessaður að hann er ekkert að hamast í þeim, vilja halda, fikta eða neitt þannig.  Bara horfði með lotningu og strauk litla lambinu um kollinn.

Í dag er sól og sumar.  Fór í sund í morgun, synti minn hálfa km og var snögg að.  Svo hrikalega notalegt að svamla á morgnana.  Koma frískur og ferskur í vinnu, fá sér kaffi og takast á við daginn. 

Það er ekkert í gangi hjá mér og er bara að fíla það.  Dóa vinkona bendir mér á að ég sé að  vanda mig við að loka á alla sem gætu þýtt eitthvað meira;  aka sápustykki... Hmm - gæti hún verið að rata á rétt þar?  Ég er bara svo sátt við allt eins og er í dag.  Ég hreinlega nenni ekki að fara að blanda saman heimili mínu við annað strax. Allt of flókið. 

þar til næst - njótið tilverunnar og sólarinnar :o)

föstudagur, maí 23, 2008

Í sveitina

gabriel

  jamm í sveitina skal haldið í dag - Gabríel orðinn frískur og hress.  Hlakka til að vera í sveitinni um helgina - spáð góðu veðri, fara í fjárhús og sjá lömbin, fara í sund og lónið og eiga quality stundir með syni mínum!!

eigið góða helgi!

 

miðvikudagur, maí 21, 2008

Sól og veikindi

jamm við erum enn heima við sonur.  Reyndar er hann allur að koma til.  Hættur að lúra á milli stunda og búinn að rústa stofunni.  Hann var með 38 í gær svo ég ákvað að halda honum inni í dag líka því hann var enn frekar slappur í gær.  En í dag er greinilega síðasti dagur inniverunnar (jahúúú)

Annars höfum við það bara gott. Hún Anna mín úr vinnunni kom áðan með kók, mjólk og svala (og smá súkkulaði) þetta eru náttla nauðsynjar hvers heimilis. 

Liggur vel á okkur - sólin skín, trén eru á fullu að laufgast, allar lóðir orðnar grænar og dagmömmurnar úti með börnin á leikvellinum hérna á móti.  Sem betur fer sá Gabríel þau ekki - þá hefði sennilegast orðið smá sírenuvæl. 

Hlakka til helgarinnar.  Stefnt er á sveitina þar sem búskapurinn bíður.  Það er nokkuð borið í Belg og þarf að marka liðið (þarf að vita hvað á að setja á grillið í haust hehe) Hef ekki skoðað veðurspá en ég vona að það verði gott veður - með sól og sundi :)

Annars er bara ekkert að gerast.  Fékk góðar kveðjur frá Eþíópíu (reyndar stödd á spáni núna) og ég fylgist alltaf með myndum frá Litháen.  Hugsa mikið til Amsterdam og Rotterdam - langar svo í heimsókn þangað.  Þó það væri ekki nema til Köben.. labba Strikið og sötra bjór í sólinni. 

Þar til næst.. Image028

mánudagur, maí 19, 2008

Gabríel lasinn

já sonur minn tók upp á því allt í einu að fá pest.  Kom svo aftan að mér þar sem hann var svo hress í gær.  Vesen í nótt og hiti og læti í morgun.  þegar hann skríður aftur uppí ból eftir miðdeigislúrinn sinn þá er hann lasinn þessi elska.

Það er erfitt að vera inni í þessu góða veðri.  Hann talar um að hann langi út, ég skil hann svo vel.  Yndislegt sumarveður hérna á Akureyri í dag.  Svo við erum heima - Bubbi Byggir og Svali er eina sem blívar :o)

Image022

sunnudagur, maí 18, 2008

Frábært :)

sonur kom heim áðan og hann svo sæll og ánægður.  Greinilega skemmt sér vel um helgina sem er frábært .  Hann knúsaði mömmsuna sína þegar hann kom "mamma mín ég sakna þín og Gogga" ... hm Goggi var nú reyndar með honum um helgina. 

En hann fór strax að dótast og leika sér.  Grilluðum og áttum yndislegt kvöld.  Hann var tilbúinn að fara að sofa þegar Top Gear var hálfnaður - þá búinn að horfa á flotta bíla og snjósleða í þættinum á undan!

Með þessu veit ég að næst þegar hann fer í burtu heila helgi til pabba síns þá verður allt í lagi með okkur bæði. Vissi náttla að það færi vel um hann þar, ég var með meiri áhyggjur af mér og mínu litla mömmusálartetri. 

Þessi helgi gekk vel, hann sáttur og kátur, enda örugglega dekrað við hann á alla mögulega máta á þeim bænum, þá er ekki hægt að biðja um meira :)

Image014

 

Slökunnarhelgi

já það er sko búið að vera slökun þessa helgi.  Meikaði nú ekki í sundið reyndar en það er vel hægt að slaka á heima hjá sér líka. 

Ég er ekki að kunna þetta að vera án barnsins míns, og finnst ég svo ein og tóm.  En ég tek þær reyndu mömmur sem ég þekki trúanlegar um að þetta sé bara fyrst - strax næst þegar hann fer í burtu heila helgi þá verði það auðveldara. Ég hlakka bara ógurlega til að fá hann heim aftur.  Hann hefur örugglega átt góða helgi og er vonandi sæll og glaður.  - þá er ég ánægð.

Var nú reyndar að vinna í gær.  Fór eftir vinnu, náði mér í ís og fór heim.  Og haldiði ekki að ég hafi bara sofnað yfir Firefly - og svo var mín bara í lazy-boy stólnum - dottandi yfir imbanum í gærkveldi.  Svaf svo til níu í morgun, og viti menn - nap attack kl ellefu til tólf.  Ég held ég hafi ekki sofið svoan mikið síðan... ummm í mööööörg ár!

Ég er að horfa út um gluggann minn - á snúrur í blokkinni á móti. Sem væri ekki frásögufærandi nema allt á snúrunni er bleikt - nema einn eeeld rauður bolur... Makes u wonder...

Vona þið hafið átt góða helgi :)

laugardagur, maí 17, 2008

ein heima...

Er í vinnunni.  Ekkert að gera - ekki neitt.  Það er svo komið sumar hjá fólki - þá er minna að gera hjá mér. 

Gabríel er hjá pabba sínum og er vonandi að skemmta sér vel.  Sakna hans hrikalega - en hef heyrt hjá öðrum mömmum að þetta sé eðlilegt hjá mér og gangi yfir með nokkrum helgum.  Maður þarf að venjast því að fá ekki morgun smsin eða kvöld smsin eins og þegar hann er hjá afa sínum og ömmu.  Mér finnst ég vera svo sambandslaus við hann.  Hann verður núna í 2 nætur hjá pabba sínum.  Það hlýtur að ganga vel. Maður kann bara að meta þær stundir sem við eigum saman miklu meira núna :) Litli blíði strákurinn minn sem er alltaf brosandi og hlæjandi, hálfgerður besservisser en með svo ógurlega lítið hjarta en samt svo stórt.  Þegar hann tekur utan um hálsinn á mömmsunni sinni og segir "mamma mín - mamma mín ég elska þig"

- hvað er betra???

Við hjóluðuðm í skólann í gær.  Ég sagði við hann ef hann yrði fljótur að klæða sig þá mætti hann hjóla í skólann - og vá hvað barnið tók kipp! Og vá hvað mamma hans var hrædd í umferðinni með hann! Hann er svoddan "mr. know it all" og ekki alltaf að vilja hlýða.  En hann skildi loks alvöru málsins og var til sóma! Hann var svo duglegur - þetta er nefnlega smá spotti sem hann hjólaði!gah og hjol

- Svona sætur á hjólinu sínu!

Fór aðeins út í gær.  Hitti Írisi sötruðum nokkra, kíktum niðureftir en það var alveg dautt í bænum, var komin snemma heim, og kúrði yfir Firefly.  Í dag ie kvöld er ekkert planað - ætla að kúra og hafa það notalegt - kannski maður bara leggi sig eftir vinnu... nap attack...

 

miðvikudagur, maí 14, 2008

Ýmislegt :o)

Yndislegt veður í dag!! Sólin skín og frábært veður, enda snilld að byrja daginn á sundspretti fyrir vinnu á svona degi. 

Við sonur höfum átt góða daga undanfarið - helgin var fín - gott að eiga auka dag í fríi.  Eftir að hafa farið að vinna alveg aðra hverja helgi þá finnst mér ég vera alltaf í vinnunni.  Kíktum í Fellshlíð og Blíða á svo yndislega hvolpa! Þeir voru rétt farnir að sjá og bara tveir komnir með skott uppí loft.  Sjö stykki - hver öðrum fallegri! 

Í sveitinni var gott að vera um helgina.  Mánudag var svo gott veður að sonur þurfti bara í skó og út.  Enda var hann á hlaupum út og inn allann daginn. 

Nú er hann kominn á eldri deild.  Sá flutningur gekk vel fyrir sig, og er hann hæst ánægður með þetta - þið getið lesið um það á hans síðu - ég hef ekki verið alveg eins löt að blogga þar og hér. 

Hann fékk nýtt reiðhjól í dag! Fyrsta reiðhjólið hans - og hann er afskaplega montinn með það.  Appelsínugult - hans uppáhalds litur!  Við fórum í dag á rólóinn hér á móti og hann hjólaði og hjólaði!!

Annars er ekki mikið um að vera hjá okkur.  Mig langar út - mig langar til Amsterdam og til Rotterdam.  Ótrúlegt að það sé að nálgast ár síðan Ragga mín flutti út! Sumarfrí í júlí og svo margt sem mann langar að gera en í augnablikinu þá verður það bara að bíða. 

Ég er bara svo sátt við það sem er í dag og hamingjusöm yfir að sumarið sé finally að skríða í hlað. 

Já ég bætti inn slatta af nýjum myndum á flikkrið okkar og einnig á jútúbbinu okkar :)

DSC01673

fimmtudagur, maí 08, 2008

Hvar er sumarið...??

hæ - hvar er sumarið?? Það kom þarna um daginn og fór aftur.. ekki alveg mitt að fíla það!

Áttum alveg frábæra helgi sl helgi.  Hann gisti hjá pabba sínum í fyrsta skipti á föstudagskvöldinu, og gekk held ég bara vel.  Hann kom svo ekki heim aftur fyrr en á laugardeginum.  Ég var hálf tínd.  Þetta var allt öðruvísi en þegar hann er hjá mömmu og pabba - þá hringi ég til að bjóða góða nótt, og fæ góðan dag sms daginn eftir.  Þetta var sennilegast í fyrsta skipti sem ég býð honum ekki góða nótt og mömmu hjartað mitt var einmanna, mig vantaði svo stóran hlut.  Og oft kom sú hugsun ; hvað var ég von að gera áður en ég varð mamma... og sérstaklega áður en ég varð sjálfstæð mamma???

Mamma mín átti svo afmæli 4. mai og við fórum auðvitað í sveitina!  Það eru komnar inn myndir frá helginni á flikkrið mittt hér til hliðar !

Lífið heldur annars sinn vanagang hjá okkur á Akureyri.  Reyndar er Gabríel er afskapelga tættur eitthvað þessa dagna þar sem hann er á flakki milli deilda í skólanum; aðlögun fyrir eldri deild. þakka fyrir að hann flytur með vinum sínum. 

Það þarf afskaplega lítið til að raska ró hjá s vona ungum manni. En við reynum bara að nýta kvöldin til að vera saman go fá hann til að slaka á.  Þetta eru langir dagar hjá okkur eitthvað núna.  Hlakka til helgarinnar, hlakka til að eiga 3 daga með honum. Hlakka til að fara í fjárhúsin,  hlakka til að hitta Önnu og þau í Fellshlíð og sjá hvolpana.  Hlakka til að fara í sveitina og hitta þau öll þar!

rjomi godur

fimmtudagur, maí 01, 2008

Frídagur til notalegheita:o)

Við sonur áttum yndislegan dag.  Vöknuðum snemma, hann meira að segja vaknaði á undan mér og fór fram að leika sér áður en hann vakti mig.  Fórum út á róló- hann fékk að hjóla sjálfur - og það sló bara í gegn.  Kakó á eftir að hans ósk. 

Við urðum bæði fyrir nap attack, og sváfum til fjögur! Fórum þá út á rúntinn og fengum okkur ís - í tilefni snjókomunnar hahahaha - ég held ég sé búin að tína því varðandi þessa helvítis snjókomu og skítakulda.   Eins og sonur segir - sem ég hugsa að hann hafi lært uppi í sveit "aumingja fuglarnir - þeim verður svo kalt á rassinum sínum... "

en sætasti strákur:

DSC00307

Og ég var að bæta inn myndum á flikkrið mitt :o) 

miðvikudagur, apríl 30, 2008

Góður dagur í dag!

Þrátt fyrir snjó, okur í Hagkaup og sannleikann um hve lítils virði maður er á markaðnum þegar maður er kominn með barn. 

Ok - ég fer á fætur - allt hvítt.  Skítakuldi og barnið er sett í kuldagallann aftur - og á morgun er 1. mai.  Mér finnst þetta bara ekki sniðugt.  Skoðaði Risaland í morgun og líst vel á.  Þetta er minni deild, færri börn en sameinast Huldulandi í mat og kaffitíma.  Hann mun fá að sofa daglúrinn sinn samt áfram á Undralandi þar sem Risaland er ekki með aðstöðu fyrir hans klukkutíma lúra á daginn.  Það er víst eitthvað minna um að þau sofi svona mikið eftir hádegi þegar þau eru orðin þetta gömul... ekki minn litli maður - honum finnst gott að sofa.  Aðlögunin byrjar semst ekki næsta mánudag heldur þarnæsta þe 12. mai. 

Sonur minn er semst hættur með bleyjur á daginn.  Notar þær á næturna og er svakalega montinn - enda má  hann vera það.  Ég fór í Hagkaup áðan og bakkaði eiginlega bara út.  Þar eru bleyjurnar 40% dýrari en í Bónus!! Svo ég fór þangað og shoppaði bleyjur, kók, popp og nammi fyrir morgundagsletina fyrir sama verð og pakkinn kostaði í Hagkaup!  Þess má geta að 6 pakka öllapopp í Bónus er ódýrara en 3 pakka í Hagkaup... Og kaffið... ok ætla ekki að byrja á því - gæti sko rætt um það endalaust!!

Nú svo komst ég að því að maður rýrnar í verðleikum á markaðinum við að eiga barn.  Það ef menn geta ekki skilið að barnið mitt gengur fyrir, að ég á ekki til allan þann lausa tíma sem barnlaus kona hefur; þá eiga þeir ekkert erindi inn í mitt líf. 

Barnið mitt er það besta sem fyrir mig hefur komið og ég myndi ekki skipta honum út fyrir neitt í heiminum! Gæti hreinlega ekki hugsað mér lífið án hans!!

Jamm - annars er góður dagur í dag - ætla að eiga góðan rólegan dag á morgun með gullmolanum mínum, vera  undir teppi með kakó, og gera sem minnst :)

sunnudagur, apríl 27, 2008

Yndisleg helgi :o)

Við sonur áttum alveg hreint yndislega helgi.  Var loks í fríi á laugardag og naut þess að vera bara með syni mínum að njóta lífsins með honum.  Byrjuðum á sundi og lékum okkur þar í góða stund.  Og þar sem veður var heldur skítlegt þá vorum við svo bara heima.  Hann líka nýtur þess að vera heima og hafa mig bara einn og útaf fyrir sig.  Lögðum okkur eftir hádegi og kúrðum okkur yfir Ratatouille.

Í dag fórum við ísveitina til a horfa á Formúluna.  Gabríel er svo mikill afastrákur.  Sönglaðí alla leiðina "til afa til afa míns, til afa til afa míns"  Svo er alltaf eins og komi smá púki upp í þeim báðum er þeir hittast því þeir stríða hvor öðrum svo rosalega.  Gabríel heldur alveg í við afa sinn í þeim efnunum.  Bara gaman að fylgjast með þeim :o)

Svona dagar eins og þessi helgi gefa manni algjör orkubúst og sýna manni hve mikilvægt er að eiga svona stundir með þeim sem standa manni næst. 

Heyrði líka í gauknum í suðri og það er líka alltaf jafn gaman! Sem minnir mig á það að ég er komin með pössun bæði hvítasunnuhelgina og júróvision helgina :o) gaman gaman :o)

 

laugardagur, apríl 26, 2008

Strumpar...

Painter_Smurf

Þetta er náttla bara vitleysa .... ég er aldrei "moody"... pfft..

Fjölgun :)

Sumargjöfin var ekki á verri endanum í Fellshlíð - þegar sætasta, fallegasta, blíðasta og yndislegasta tík í heimi eignaðist 7 hvolpa!!!

Tík og hvolpum heilsast vel og óskum við þeim í Fellshlið hjartanlega til hamingju með þessa fjölgun!!!

Sendum stórt knús yfir til þeirra !!!blida

 

fimmtudagur, apríl 24, 2008

Gleðilegt sumar!!!

já gleðilegt sumar elskurnar mínar og takk fyrir veturinn!!

Dagurinn í dag var snilldar dagur!  Við sonur vöknuðum á okkar tíma um sjö og skomberuðum í sund kl átta ! við ógó dugleg.  Hann í rennibrautinni og að hoppa út í laugina.  Þess má geta að hann er svo duglegur í sundi að hann getur svamlað að bakkanum og komist upp sjálfur. Óhræddur og duglegur.  

Við komum við á N1 í bensín og ís.  Brunuðum svo í sveitasæluna til mömmu og pabba.  Þar var hiti og gott veður.  Gabríel hafði hamast í meira en klst í sundi svo hann dottaði á leiðinni. 

Þar hamaðist hann meir.  Td hjálpaði hann afa sínum að moka snjórestir af pallinum og fékk að smúla með slöngunni.  Við mamma fórum og tékkuðum á hlutunum þegar við heyrðum afa hans segja "ekki sprauta á mig" - þá hafði Gabríel skrúfað bara meira frá vatninu og sprautað á allt í kringum sig - voða sæll með þetta.  Svo heyrðist í honum "mamma mín - ég er blautur" .  Og já - það var ekki þurr þráður á barninu og hann eitt stórt bros. 

Þetta var galli no eitt.  Galli no tvö fór svo í drullupollinum þegar við fórum út að labba með Herkúles.  Þá fór hann svo uppfyrir stígvélin að það mátti setja allt á ofn. 

Við vorum svo í heljarins grillveislu hjá þeim í sveitinni - agalega gott.  Gabríel tók vel til matar síns að vanda - og steinrotaðist á leiðinni heim. 

Jámm góður sumardagur í dag - og þess má geta að ég heyrði í gauknum í fyrsta skipti í ár í dag og hann var í suðri :o)

Eigið gott sumar !

miðvikudagur, apríl 23, 2008

Síðasti vetrardagur

yessss - finally!! Eins og þið eruð búin að komast að þá er ég ekki vetrarins biggest fan.  Hugsa við ráðumst á laugina kl 8 á morgun (þegar við vöknum) og brennum í sveitina og njótum veðurblíðunnar sem spáð var áðan hjá mömmu og pabba.  Það mun fyllast bærinn af fólki hérna vegna Andrésar Andarleikanna svo það verður fínt að sleppa í burtu úr traffíkinni :)

Annars er ekki mikið að frétta.  Maður er orðinn soldið sætur og útitekinn á sundinu.  Er búin að ná að fara alla sólarmorgnana og synda, og á mánudaginn þá synti ég hálfan kílómeter á 15 mín.. ég varla trúði því að þolið mitt væri svo fljótt að koma.  Svo ég testaði mig í gær - hálfur km á tíu mínútum.. og aftur í dag... þetta er snilld! Og jú ég finn mikinn mun á að vera reyklaus! Þetta er bara æði.  Enda fjárfesti ég í hálfs árs korti - já eða varasjóður VR - á víst nóg af pening þar til þessa hluta !!

Jámm - þetta allt er bara snilld!!!

Eigið góðan dag á morgun elskurnar - Gleðilegt sumar!!