mánudagur, febrúar 27, 2006

Afmælisbarn dagsins

Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Dóa
hún á afmæli í dag !!

Til hamingju með daginn elsku vinkona!!!

Komin heim

Jæja þá er ég mætt aftur til vinnu. Fór suður á fimmtudaginn að beiðni manns míns, hann var mættur suður til að hitta bróður sinn sem fer hrakandi þessa dagana. Við Gabríel skutluðumst í flug og tókum okkur bílaleigubíl í bænum til að skjótast á milli staða. Ef bíl skyldi kalla - Yaris, þetta eru sko dósir - ekkert meira hægt að segja, ég kitlaði pinnann reglulega - en ekkert gerist - þetta eru bara smásnattabílar sem eru varla fyrir manneskju með innkauparæði!

Ég bið þá afsökunnar sem ég hitti ekki, og eru þeir nokkuð margir, enda var þetta ekki ferð til þess að skemmta sér. Þetta var erfitt, og ég er lúin eftir þetta, andlega og líkamlega (dauð í baki eftir að hafa keyrt dolluna til akureyrar)

Næstu helgi mun ég svo keyra (minn eigin yndislega súbba) á Bifrsöst til að sitja þar byrjunardaga á námskeiði hjá þeim. Ég er farin að hlakka til. Förum hérna nokkrar, þetta verður bara gaman hugsa ég :o)

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

andlaus en afslöppuð

búið að vera nóg að gera í dag, seldi tölvu sem gerist ekki oft hérna, fullt af smásölum, og góðu fólki dottið inn.
Fimmtudagur í dag, helgin frammundan, og Elli kemur til vinnu á morgun. Það er fínt að rolast hérna ein finnst mér. Er búin að dúllast með vörur, verðmerkja, laga til, raða í hillur, held að ég geti dúllað við þetta endalaust.
Já lagaði bloggsíðuna mína, auddað rambaði ég á sama lúkkið og Blíðan er með, svo ég auddað skipti um. Að sjálfsögðu vorum við Anna með sömu síðuna, enda langflottasta skinnið og eins og sagt er "great minds think alike" það er sko "klárlega" hverju öðru sannara....
Annars - ég gjörsamlega þoli ekki Sylvíu Nótt.....

Jæja ákveðið

hvernig finnst ykkur lúkkið ? Æ mig langaði svoo rosalega í almennilegt kaffi í gær að ég leitaði uppi myndir og stuff sem minnti á ljúffengan 2x latte með súkkulaði sýrópi.... Dóa það verður sko farið á kaffihús þegar ég kem í bæinn 3-4 mars!!!
Já ég er nemst að fara á námskeið á Bifröst - Máttur Kvenna - Rekstrarnám fyrir konur. Ég held að þetta verði rosalega gaman :o)
Svo fæ ég frí á mánudeginum til að keyra heim, en ég ætla að hitta Dóu mína og gista hjá henni, auk þess sem ég ætla að hitta afa og ömmu og kenna þeim á nýju ferðavélarnar sem þau keyptu sér :o)
Ég skil mann og barn eftir heima, tíkin fer vonandi í pass til mömmu og pabba í Mývó :o)

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Ógisslegt veður --

Fór í vinnu - í fínasta veðri, og hlakkaði til dagsins sem ég átti í vændum. Dagurinn er búinn að vera fínn, nóg að gera, - reyndar alveg brjálað að gera, er núna fyrst að setjast niður. Og svo er komið ljótt veður. Vona að það gangi yfir.
Elli samstarfsmaður minn er á námskeiði í R-vík, svo ég er ein hérna í dag og á morgun, bara næs skal ég segja ykkur. Dúlla mér við að ganga frá vörum, verðmerkja, raða í hillur sjæna og svoleiðis.
Gabríel fór í leikskólann loks í gær aftur, en viti menn, hann var slappur í gær, mældi hann, 9 kommur, og í morgun 4 komur, svo hann fór ekki í dag.... Er orðin nett þreytt á þessum veikindum í okkur litlu fjölskyldunni.
Jámm ég ákvað að púkka aðeins upp á síðuna mína - veit ekki hvort kommentin koma inn - nennekki að pæla í þeim núna :o)

mánudagur, febrúar 06, 2006

H, h, h og h....

Hor, hálsbólga, hausverkur og hiti, er það sem er að bögga mig núna. Ég er í vinnu, og skal halda áfram að vera í vinnu - með mitt hálsbólgudæmi og verkjatöflur. Finnst alveg ómögulegt að vera meira heima veik....
Annars var helgin róleg og næs, var að vinna á laugardaginn og fór ekki úr náttbuxunum á sunnudaginn - þvílíka letin þar í gangi..

föstudagur, febrúar 03, 2006

Klædd og komin á ról

Jámm - ég er svona nokkurn veginn staðin upp úr veikindum. Þetta er sko ekki búið að vera skemmtilegasta vikan í lífi mínu skal ég segja ykkur. Við erum öll búin að liggja, með mismunandi einkenni pestar. Gabríel ælir og er núna kominn með hornös, Hjölli búinn að vera með hornös og hósta, ég með í eyrum/hausverk og óglatt, en ekki með hornös.
Vonandi fer þetta ástand okkar að skána, allavega að Gabríel hætti að æla. Hann sem hefur alltaf verið svo hraustur - ég bara kann þetta ekki - og litla barnið mitt er lasið og litla mömmuhjartað mitt er í öngum sínum yfir því að geta ekki bara kysst á báttið og allt búið. Sat með hann í fanginu eftir að hann var búinn að gubba yfir allt rúmið sitt í gærkveldi (again) til að verða 2 í nótt, bara því hann kúgaðist og hóstaði og leið bara illa. Litla skinnið mitt. En þetta er held ég komið yfir það versta.
Og svo er ég að vinna á morgun.....

mánudagur, janúar 30, 2006

Fáskrúðsfirðingar eru svolítið spes

Ok nú er ég farin að vinna í skemmtilegri búð, með fullt af skemmtilegum vörum, alls kyns dóti fyrir alla á öllum aldri, karlkyns sem kvenkyns. Ég er náttla ekki "innanbæjarmanneskja" hérna, og heldur ekki á Fáskrúðsfirði. Og þar sem fólk er ekki alltaf into utanbæjarfólk þá fæ ég jafnvel ókurteisi - svona sneyptar kveðjur frá sambæjungum mínum þegar þeir koma hingað til að versla hjá mér. Eins og ég sé ekki þess verðug að afgreiða í þessari búð hérna. Eins og fólk geti ekki unað mér því að flytja hingað austur og finna aðra vinnu en frystihúsið? Merkielga er að körlunum finnst skemmtilegt að sjá mig hérna, og rabba mikið, á meðan kellur eru fúllyndar og kuldalegar.....

Gleðilegan mánudag

Ég er bara að reyna að halda sönsum á þessum mánudegi - þið sem þekkið mig vitið að ég er ekkert allt of hrifin af mánudögum.
Annars er þetta ágætis dagur so far. Ég er ein í dag, þar sem Elli er veikur - og þetta er víst ekkert smá leiðindar kvefflensa, sem herjar á manninn minn heima líka. Gabríel kemst semst ekki í leikskólann í dag þar sem pabbi hans er nærri rúmliggjandi og hefði átt að vera með honum þar í dag. Hmm - ég verð að finna eitthvað handa elskunni minni til að hressa hann við.
Annars er bara allt gott, veður gott, fjármálin í ok farvegi so far, sonur hraustur og hress , svo ég kvarta ekki yfir neinu..
Gaman í vinnunni :o) og netið mitt heima ætti að vera betra núna svo ég verð ekki dissuð trekk í trekk úr wow...

föstudagur, janúar 27, 2006

Nóg að gera

er ein í dag - þe frá hádegi og er búið að vera nóg að gera hjá mér. Svona reytingur í allann dag og flestir versla eitthvað. Sem er gott mál :o)
Ég er svo að vinna á morgun, ég fíla að vinna á laugardögum, rólegt og notalegt. Fæ að dúlla mér sjálf í hillum og vörum, rólegheitin alls ráðandi, hef góða tónlist á, og logga mig á msn af og til.
Það fyndna er að það er enn nærri bjart úti og ég er að fara heim....

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Klikkaði á Þorrablótinu !

Sko - ég ætlaði sko að ath núna í vikunni um hvenær blótið yrði í Mývó - og ætlaði að stíla þá helgi inn á "ekki vinna, Hjölli panelklæða, við Gabríel í sveitina á meðan" og ég myndi skella mér á blót. En nei - auðvitað þá var blótið haldið í kyrrþey sl helgi!! Ég er niðurbrotin manneskja!!
  • Ætli bleikur dvd skrifanlegur diskur muni hjálpa sálartetrinu?

Við það sama hér

já hér er allt bara hið besta - okkur líður vel. Gaman í vinnunni, hresst fólk, nóg að gera en samt rólegt andrúmsloft. Það er rosalega fínt að vera hérna og þetta leggst rosalega vel í mig allt saman. Þeir strákar sem ég er að vinna með hafa tekið mér mjög vel.
Gabríel fer í annað sinn á leikskóla í dag. Dagurinn í gær byrjaði vel, og máttu fóstrurnar meira að segja tala við hann og taka hann upp. Ég vildi bara óska að ég gæti verið með í aðlögun... Hann smakkaði á leirnum og litunum og lék sér við hin börnin og var hinn sælasti með þetta allt saman. Hann var líka ekkert smá þreyttur í gær, og það bara eftir 1 klst hvernig verður hann þá í dag eftir tvo tíma ?? En þetta er allt alveg meiriháttar og leggst vel í okkur. Það verður ekkert mál að skilja hann eftir þarna, allavega fyrir hann, annað mál með mig og mitt litla mömmu hjarta....

föstudagur, janúar 20, 2006

Ný vinna

Hæ snúllurnar mínar. ég er hætt hjá Bechtel og komin í vinnu hjá NetX á Reyðarfirði. Sú vinna legst rosalega vel í mig, og hlakka ég til að vera hérna, í rólegu og þægilegu umhverfi, umvafin skrifstofu og tölvuvörum. Gott fólk hérna, og mér vel tekið. Fæ meira að segja að vera ein hérna á morgun :o)
Gabríel er að byrja á leikskóla á mánudaginn, rosalega kvíði ég því, en hlakka til líka, mér finnst hann svo lítill en hann er það bara ekki - hann þarf svo á því að halda að hitta önnur börn og leika við þau!
Hann er farinn að labba út um allt, ekkert er heilagt lengur heima,
Leiðinlegt veður hérna, fæ legacyinn minn í dag - yess - treysti honum frekar í vondu veðri en impresunni.

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Gleðileg jól og gleðilegt nýtt ár

Já þá er þessi blessaði tími um garð genginn, maður auðvitað er húðlatur eftir fríið, en ég var heppin og fékk nærri frí á milli jóla og nýárs, þurfti að mæta á fimmtudegi. Svo er maður saddur og sæll.
Takk fyrir kveðjurnar og kortin, og Gabríel þakkar fyrir pakkana sem hann fékk!
Þetta voru alveg snilldar jól. Mikið gaman og mikið hlegið, hvernig getur maður annað þegar maður á svona líltinn skriðdrekaterroristagullmola eins og ég!
Inga vinkona er að koma til mín um næstu helgi. Hlakka alveg rosalega til. Finn bara hve ég sakna stelpnanna minna mikið. Ég er komin með óbilandi þörf fyrir að koma suður og stoppa hjá stelpunum, ein um mig frá mér til mín. Og það þýðir ekkert að tala bara um það heldur verð ég að gera eitthvað í málunum. Enda ætla ég að fara að skipuleggja einhverja helgi í náinni framtíð til að skjótast suður, og fela mig fyrir ættingjum, og hitta bara vinkonur mínar.

miðvikudagur, desember 21, 2005

já ég er á lífi - og ég sendi út jólakort !!! fyrsta skipti ever sem það tekst hjá mér. Jólagjafir að mestu tilbúnar, reyndar svolítið sein í þeim sem þurfa að komast til Dk, en það verður vonandi fyrirgefið.
Jólin eru að koma, hlakka bilað til, ætlum að vera heima hjá okkur, hlakka til þess líka, orðið jóló heima hjá mér.
Fékk jólafílíng beint í æð sl helgi á Eyrinni.
Gabríel er alltaf jafn yndislegur.
Snjólaust.
Maðurinn minn alltaf jafn duglegur.
Vinnan fín, nema kaffið er hræðilegt.
Alltaf jafn blönk.
En lífið er yndislegt og ég hlakka til næsta árs!
knúúúús!

mánudagur, nóvember 28, 2005

Fráhvarfseinkenni

Sko - eftir mjög svo vel heppnaða laufabrauðshelgi í Mývó þá finn ég að ég er komin með hræðileg félagsleg fráhvarfseinkenni frá fimm fræknum fljóðum.....
Ég hitti eina góða vinkonu um helgina og ég fann þegar hún var farin að ég hefði viljað hafa hana hjá mér miklu lengur, í meira næði til að spjalla meira saman. Takk fyrir að kíkja inn elsku Anna mín!
Og þá fann ég einnig enn meir hvað ég sakna vinkvenna minna í bænum...
En ég er annars rosalega kát þessa dagana, jólin á næsta leiti, ætla að hengja upp seríur í kvöld, Gabríel yndislegri en allt sem yndislegt er, og stækkar og stækkar..... Hann er núna farinn að borða með okkur alltaf á kvöldin og borðar okkar mat. Tennur no 7 og 8 eru að skríða í gegn, með tilheyrandi látum.
Og púkahornin og halinn koma oftar og oftar í ljós, hann hefur húmor þessi elska. Ragga - hann er með húmor afa síns !! Þið eigið eftir að vera góð saman!! Einnig þá er afar sterkt í honum "láttu mig vera ég get sjálfur" hef á tilfinningunni að þetta verði ein af hans fyrstu setningum - ákveðinn og sjálfstæður! Vill skoða allt, prófa allt og gefst ekki upp fyrr en takmarki er náð. Það er td vegna þessa sem hann er næstum farinn að borða sjálfur með skeið, við megum bara ekki hjálpa, hann vill gera þetta sjálfur. Matur á ekki að vera stappaður, hann skal vera í bitum svo hann geti borðað hann sjálfur, og reynir að stinga í með gaffli. Farinn að drekka úr glasi, drekkur sjálfur úr stútkönnu - ég hjálpa með glasið. Hann er ekki farinn að labba enn, en það stoppar hann ekki, hann fer sínar leiðir og hefur sinn hátt á. Fullkomlega eðlilegt heilbrigt og hraust barn sem segir "namm namm" þegar hann sér lýsisflöskuna, "datt" (þykist vera voða hissa) þegar hann er nýbúinn að grýta hlutnum á gófið.....

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

SKO

mig langar bara heim þegar veðrið lætur svona - heim, undir teppi, með kakó og loftkökur, Gabríel að leika sér og ég lesa Harry Potter nýju bókina...

Kominn vetur

Halló dúllurnar mínar. Sorry hvað ég er hræðilega löt að skrifa, en það er bara nóg að gera hjá mér og þegar ég kem heim er dagurinn allt annað en búinn. Litli sonur minn, sem stækkar og stækkar á mig alla þegar ég kem heim og þar til hann fer að sofa, öðruvísi vildi ég ekki hafa það. Okkur líður annars mjög vel.
Það er bar komið ógisslegt veður úti, veturinn kominn með öllu sínu. En samt finnst mér þetta allt í lagi. Ef ég kemst ekki í sveitina á morgun, þá læt ég bara fara vel um mig heima og hengi upp jólaseríur og lýsi upp þetta myrkur sem umlykur allt í kringum mann þessa dagana, en þið kannski takið ekki eftir því að það er nánast alltaf dimmt núna. Maður tekur einhvernveginn meira eftir því þegar maður er svona úti á landi þar sem borgarljósin ná ekki til manns til að lýsa upp umhverfið. Maður þakkar fyrir stjörnurnar og þegar tunglið er fullt, þá er ekki alveg eins dimmt. En annars er alveg kolniðamyrkur. Hjölli ætlar að hjálpa mér að setja upp seríur á hæð 2- það verður skemmtileg breyting að sjá jólaljós þar uppi, í stað dimmrar og drungalegrar hæðar. Eins og litlu krakkarnir kölluðu Sunnuhvol "draugahúsið" eða "nornahúsið"
Svo já - to sum up - jólaseríur eru á leiðinni upp hjá mér...

mánudagur, nóvember 07, 2005

Til bjargar á mánudegi

súkkulaði kassinn er kominn aftur...

föstudagur, nóvember 04, 2005

Glæpur?

er það glæpur að fá sér súkkulaði fyrir klukkan 09:00 á föstudagsmorgni?
Og ef svo er hverjum er þá það að kenna? Er það manninum sem setti stóra fallega York Peppermint Patties kassann upp á hillu í allra augsýn og í almennri gönguleið sem liggur ma á klósettið svo maður kemst ekki hjá því að ganga fram hjá silfurlituðum umbúðum ilmandi súkkulaðis???
  • Komment vel þegin!