Það fyrsta sem sonur minn gerði í dag, var að horfa beint í augun á mér og brosa til mín sínu yndislegasta brosi sem til er í veröldinni!! Það er held ég ekki til betri tilfinning en sú sem hríslaðist um mig þetta augnablik!
Og þetta fær mann til að hugsa um allt sem maður getur verið þakklátur fyrir í lífinu! Jú oft er maður að kvarta yfir hinu og þessu, en svo hugsar maður um hve heppinn maður er að eiga heilbrigt barn og heimili til að veita því, ást og umhyggju! Hvað svona lítið kríli getur breytt öllu hjá manni og breytt öllu viðhorfi og áherslum í lífinu!
Við fórum öll fjögur í bíltúr í dag. Tíkin himinlifandi því við fórum með myndavélina okkar og lékum heillengi við hana úti á ósnum, en hann er ísilagður. Og hún skemmti sér svo vel og var í essinu sínu yfir allri athyglinni sem hún fékk. Það var svo gaman hjá okkur.
Svo fékk Gabríel sendingu í dag frá systurbörnum mínum þeim Hirti Smára og Sylvíu Ósk í Mývatnssveitinni. Hann fékk sent svona leikfangaóróa sem hægt er að leggja í rúm og síðar á gólf. Rosa flottur og Gabríel var svo hrifinn - lá heillengi, horfði og hjalaði í áttina að dótinu - svaka gaman hjá honum !! Enda tók ég myndir af þessu sem eru á myndasíðunni hans endilega kíkið á!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli