hæ hæ
það er sko nóg að gera á litlu heimili. Sumir hafa verið að vakna á nærri klukkutíma fresti, bara til að vakna, drekka smá, halda áfram að sofa. Lítið um hvíld hjá mér í dag - eða til að gera nokkuð annað.
Ég er núna að stressa mig á því að ég er ekkert byrjuð á náminu mínu. Ég einhvernveginn finn ekki tímann eða orkuna til þess. Skólinn er byrjaður en ég hef varla litið á efnið - jú ég er reyndar búin að sækja allar glærur - en ekkert farin að hlusta á fyrirlestrana. Og það er strax komið inn verkefni sem á að skilast 24 janúar! Æ það hlýtur að reddast.
Við Kítara komumst ekkert út í dag, það er ógisslegt veður úti, ég vorkenni henni svolítið - þetta getur ekki verið auðvelt fyrir hana allar þessar breytingar. Hún er samt algjör dúlla - tekur þessu afskaplega vel. Ég fer með hana í labbó daglega (nema þegar veðrið sökkar algjörlega eins og í dag) og gef henni tíma með mér. En þetta er ekki auðvelt, en samt þess virði!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli