mánudagur, janúar 17, 2005

Rétt að líta inn

og láta vita að allt sé í góðum gír hérna hjá litlu fjölskyldunni á Fáskrúðsfirði. Áttum rólega helgi, notalega og kósí. Er búin að ná upp tú deit í Stargate SG-1 og Stargate Atlantis eftir fjarveru mína frá netinu í desember. Má kannski nefna það að það vakti athygli á fæðingardeildinni hvernig ég slappaði af og drap tímann - ég var með ferðatölvuna mína, og var vel nestuð af dvd diskum heimabrenndum af skemmtilegu efni sem Hjölli tíndi til af tölvunni sinni - var með yfir 20 dvd diska að ég held og maður kemur þokkalega miklu efni á einn dvd disk í avi fælum!! Og það var bara snilld að liggja í bælinu þar, borða konfekt og horfa á gott myndefni.
En dagarnir líða frekar saman í eitt, og ég er ekki alltaf að átta mig á hvaða dagur er. Dagarnir fara í að sofa þegar færi gefst og reyna að borða á matmálstímum. Við Gabríel erum búin að ná sáttum um næturnar, og ég fæ að sofa til sjö flesta morgna (gæti verið fyrr núna þar sem hann er sofnaður fyrr í kvöld en önnur kvöld) en hann hefur verið að sofna um eitt hálf tvö venjulega. Og við Hjölli höfum skipt með okkur morgnunum, svo annað okkar nái að sofa almennilega reglulega. Það er hægt í okkar tilfelli þar sem Gabríel er ekki eingöngu á brjósti.
En nú er komið að háttatímanum mínum. Guttinn sofnaður almennilega og ég get farið að sofa.
Góða nótt

Engin ummæli: